Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 159
ÍSLANDSKLUK KAN í SMÍÐUM
159
Jón Ólafsson lýsir veizlu, þar sem minni voru drukkin, „bæði kóngsins og grótfurst-
ans til Moscovia, sá eð er yfirhöfðingi alls Rýsslands og nefnist tzar velicoikness, hvað
útlegst kóngur og stórhöfðingi“ (111). Við skáletruðu orðin er þessi neðanmálsgrein
útgefandans: ,,o: rússn. tsar í vjelikiknjaz“. í Minnisbók b er vísað til þessa staðar:
„Grótfurstinn til Moscovía vélikí-knjas. JÓl Ind, bls. 111.“ (121) En í Klukkunni er
minnzt á „stór-knjasinn til Moscóvía“ og talað um að „spásséra til Moscóvía að tala
við knjasinn“ (231—32). Þannig hefur skáldið búið til nýtt heiti úr orðalagi Jóns og
athugasemd Sigfúsar Blöndals.
Viðhorf Jóns Indíafara og Jóns Hreggviðssonar til þeirra hluta, sem fyrir augun ber,
þegar fyrst til útlanda kemur, er af eðlilegum ástæðum með líku móti. ,,S. Páls turn,
dómkirkjunnar til Lundúna, sá eð er tilsýndar sem ein fjallsgnýpa“ (22), segir Jón
Ólafsson. En Jóni Idreggviðssyni finnst húsin í Rotterdammi vera „með gaflöð á hæð
við klettabelti og burstir einsog tinda“ (Klukkan 151—52). Þessir íslenzku alþýðumenn
likja hinum erlendu stórhýsum við þá byggingarlist náttúrunnar, sem þeir þekkja svo
vel að heiman.
„Lesa um Holland“, skrifar Halldór í Minnisbók b (53). Annars er ekki getið neinna
bóklegra heimilda hans um þetta land. Hinsvegar er í sömu minnisbók undir fyrirsögn-
inni „Hollenskar myndir“ löng röð af stuttum lýsingum á málverkum eftir hollenzka
meistara 17. aldar: P. P. Rubens (1577—1640), A. Brouwer (1605/1606—38), A. van
Ostade (1610—85), G. Dou (1613—75), G. Terborch (1617—81), J. Steen (1626—
79) og N. Maes (1632—93). Alhugasemdir höfundarins við þessar myndir sýna, að
hann hefur hér litið á þrer ekki aðallega sem list, heldur sem heimildir um menningu
og daglegt líf þeirra tíma. Ekki sízt hefur alhygli hans verið beint að klæðaburði og
innanstokksmunum. Þar sem þessi málverkaskrá er fróðlegt og dálítið óvanalegt plagg
um vinnubrögð skáldsins, þykir mér ekki ástæðulaust að birta hana í heild sinni:
Rubens: Bildnis eines Gelehrten.
þétthnept undirhempa, silkiband svart bundið í slaufu fyrir helti, hvítur kragi uppúr hálsmálinu (í
áttina við Byron-kraga) utan yfir geysivíð kápa eða sloppur úr gljáandi efni svörtu með afarháan
kraga sem geingur beint (óklofinn) niður í og alveg niðrúr þegar maðurinn situr (eins og á prests-
hempu enn í dag), lóðréttur vasi á miðri laille, eins og á nútímafrökkum. Parruklaus, hárið síðara
aftan en nú. Hökutoppur og yfirskegg.
Rubens. Sttsanne Fourment.
Konttr með barðastóra kolllága hatla með fjaðraskrauti. Fleginn kjóll með opinni hvítri skyrtu uppúr
hálsmálinu. Geysivíður slæðukendur yfirsloppur, mjög ermavíður, með hvítar handstúkur ryktar.
Hríngur á vísifíngri.
Rubens: Erkihertoginna ísabella:
með gríðarmikinn rúkraga, annars sami klæðnaður: skyrtan er hnept, þannig að brjóstið er ekki
hert, en kjóllinn jafnfleginn. Yfirkápa með mjög ryktum kraga.
Stundum er einfaldi kraginn laufskorinn allavega í brúnum, einna líkast bamasmekk, jafnvel á
rosknum mönnum.
Gamlar frúr ekki flegnar en kjóllinn nær alveg upp undir rúkragann. Stundum hempa, þétt hnept
upp undir rúkragann.