Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 163
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM
163
íleira.“ (192—93) En þessi endir veikir áhrif hinnar háfleygu lýsingar á Snæfríði; Jón
og lesandinn með honum detta aftur niður í hið hversdagslega. Það má vel vera, að A-
handritið sé raunsærra, í betra samræmi við algenga reynslu okkar. í hinni prentuðu
gerð er sama atriði fært djarfara í stílinn; það er fjær ,,veruleikanum“, en að sama
skapi listrænna og áhrifameira.
Svipaða ályktun má draga af handritunum að Klukkunni, þar sem persóna Jóns
Hreggviðssonar var fyrst mótuð. í þeim kafla H-uppkastsins, sem segir frá flótta hans
yfir Tvídægru norður í Trékyllisvík, vantar bæði heimsóknina hjá Húsafellsprestinum
og viðureignina við skessuna. En það eru einmitt þeir atburðir, sem setja síðan svip
sinn á kaflann og gera Jón ekki aðeins að venjulegum einstaklingi heldur að manni, sem
sameinar hjá sér reynslu þjóðarinnar um aldir. Hann er að verða táknmynd hins ís-
lenzka almúgamanns.
Jón Hreggviðsson er kominn til Arnæusar í Kaupmannahöfn en fær daufar undirtekt-
ir: hringinn frá Snæfríði vill Arnæus ekki, og hann þverneitar að láta flækja sig í mál
hóndans. A þeirri stundu er þeim lýst þannig í frumuppkastinu:
Og Magnús Arnæus nam staðar í hinni ríklátu kyrð salar síns og horfði á þennan hrotna reyr, þennan
rjúkandi hör í skugganum, svo undurlítinn í þessum stóra sal, svo undurfjarskyldan öllu því ytra út-
Hti auðlegðar, listar og mentunar sem hér var í kríngum hann, og stígvél konungsins stóð enn á'gólf-
inu við hlið hans þar sent hann féll fram á hendur sínar yfir borðið og grét:
Hversvegna þarf ég endilega að vera landi þessa hlægilega manns? sagði hann í hálfunt hljóðum
og barði saman hnefunum. En hversu rnjög sem hann fyrirleit þennan auvirðilega betlara og landa-
fjanda gat hann ekki stillt sig um að fylla krúsina hans og setja hana með freyðandi ölinu fyrir fram-
an hann á ný, og stjakaði um leið við öxlinni á honum og sagði:
Svona svona fáðu þér sopa, Jón Ilreggviðsson. Drektu maður ntinn. Sýttu ekki. Ég er ekki illa til
þín. Mikil ósköp. Ég minnist þess þegar við komum til þín á Akranesi og fundum blöðin úr þessari
ágætu bók, sem það á að vera mitt lífsverk að búa til prentunar og gefa út fyrir heiminn. En þeir
hlutir hafa gerst að ég þóttist hafa sagt að fullu skilið við þetta óverulega fsland, sein þraukar til
gamans fyrir seli og ntáf þar nyrðra, til þess að helga mig að fullu og öllu hinu verulega fslandi, hinu
sanna íslandi sem aðeins finst í bókum og skáldskap. Það fsland ætlaði ég að lifa til að gefa heim-
inum á ný, og gera stórt á ný fyrir heiininn, stærra en það nokkru sinni var, ísland bókanna og
skáldskaparins, það ísland sem hinn lærði heimur, heimsmenníngin, skal verða að beygja sig fyrir.
Ég varð gramur af því þú kemur að trufla mig í þessari köllun minni, — þú skemmir hríngana mína,
eins og innrásarher vitrínginn í Karþagó. Og samt, samt — ég stend í þakkarskuld við þig og hana
móður þína gömlu. Ég gleymi því ekki þegar ég kom til ykkar í kotið á Akranesi. Nei, nei, ég gleymi
því ekki. Og blöðin voru dýrmæt. Dýrmæt. Hvert blað í því handriti jafngildir auðæfum. En þessi
hríngur, — já þessi hríngur er mér einskisvirði nú, þú getur farið með hann, segi ég. Þú mátt eiga
hann fyrir blöðin úr Skáldu! Hann var tákn hamíngju minnar sem ég hef selt, •— eigðu hann. Og
tefðu mig nú ekki leingur, Jón Hreggviðsson. Guðirnir munu sjá fyrir þér. (189—92)
Það er engin furða, að skáldið skyldi á þessum blaðsíðum hafa gert athugasemdir
sem ,,of súbjektíft!“ (189) og „of paþetiskt!“ (190). Það er nýstárlegt að sjá Jóni
Hreggviðssyni lýst með andlegu orðavali („brotna reyr“, „rjúkandi hör“) og heyra
hann gráta — í alvöru. Þetta er ekki sá Jón Hreggviðsson, sem lesendur þekkja frá bók-
inni, sá sem kveður ótrauður eldri Pontusrímur í öllum þrengingum, og grætur stund-
um — uppgerðartárum.
En einnig Arnas — eða Magnús, eins og hann nefnist í yj-handritinu — birtist í kafla