Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 164
164
PETER HALLBERG
þeim, sem hér hefur verið tilfærður, í talsvert öðru ljósi en í hinni prentuðu bók. Fram-
koma hans við bóndann er ekki allskostar laus við þótta og óþolinmæði; en um leið
hikar hann ekki við að trúa þessum alþýðumanni fyrir hjartfólgnustu og persónuleg-
ustu málefnum sínum. Þetta verður enn ljósara í svari hans við bón gestsins:
Eg er aðeins fátækur bókamaður, sem hef lagt minn síðasta eyri og allt mitt lánstraust og loks alla
hamíngju rnína og alt líf mitt fram til að eignast íslenskar bækur og handrit fyrri manna til að geyma
á einum stað til minníngar um fornfrægð lands vors. Og þetta mitt hús er það sem inniheldur fleiri
dýrgripi íslenzkrar fortíðar en nokkurt annað hús. En hvers virði ert þú? Því kemur þú híngað inn
í mitt kyrláta hús til að krefjast af mér meiri hluta en ég er maður um að veita — nú eftir að ég hef
borgað með öllu sem ég átti það sem mér þó sýndist nokkurs virði. Hvað hefur þú til þíris ágætis?
Ilversvegna ætti ég að gera nokkuð fyrir þig? Hversvegna ætti ég að ónáða minn konúng fyrir þig?
Hver ert þú?
Ekki neitt, sagði Jón Hreggviðsson. En ég hef lagt á mig lángt og leiðinlegt ferðalag.
Ekki neitt, sagði Arnæus. Jú, það er einmitt það. Lángt og leiðinlegt ferðalag? Hvað kemur það
mér við. Á ég að safna að mér fleiri hálfbjánum og uppígerslumönnum en ég hef. Hafðu sjálfur
þennan hríng, og seldu hann til ágóða fyrir þig! Mér kemur hann ekkert við. Og farðu sjálfur á fund
þíns og míns allra náðugasta arfaherra — og berðu fram munnlega fyrir hann þína súpplík, hann
kann því vel að sjá þegna sína bera sig upp við hann sjálfa, ef þeir þykjast hafa orðið fyrir rángs-
leitni, og leysir erindi þeirra með góðsemi, ef þar liggur grundvöllur til. En blanda þú mér ekkert inn
í þessi mál. Mér kemur þú ekkert við — og það er eingu bjargað þótt ég bjargi þér. Það eina sem ég
get áunnið með því að fara að vekja út af þér rekistefnu við hirðina, er það, að ég kemst í hæsta lagi
í sömu fordæmíngu og þú sjálfur, og við verðum báðir heingdir! (185—87)
En þetta er fjarri því alþýðlega viðmóti, þeim sjálfsagða virðuleika og þeirri óbrigð-
anlegu stillingu, sem einkennir hina fullmótuðu persónu skáldsögunnar. Höfundurinn
hefur sjálfur bent á svipaðan brest í frumuppkastinu að Eldi. Þar er Arnæus einu sinni
látinn segja við Jón Grindvíking: „Peníngar Islandskaupmanna hafa sigrað, Jón minn.
Hér sjáið þér dæmdan hórkarl, sem verður að þola opinbert spott og blame af vorri
allra hæstu náð uppí opið geðið á aðlinum og hirðinni.“ (33—34) En við þetta samtal
hefur Halldór skrifað: „Draga saman; láta Arnæus ekki breiða sig úl um mál sín, síst
við Gr.“ (34). Hér er þá enn ágætt dæmi þess, að mikil mannlýsing verði seint fullunn-
in. Þó að Arnas komi mikið við sögu í tveimur fyrstu bindunum og standi lesandanum
þar lifandi fyrir hugskotssjónum, þá verður höfundurinn að hafa áfram vakandi auga
á honum, svo að hann fari ekki út fyrir þau takmörk, sem honum hafa verið sett. En
þegar í fyrsta uppkastinu að Klukkunni er athugasemd, sem lýsir hnittilega þeirri fram-
komu Arnæusar, sem hefur vakað fyrir skáldinu: „Magnús Arnæus talar æfinlega í því
samblandi hámentaðrar rólegrar íróníu, að það er ómögulegt að vita hug hans.“ (194)
Sumir vilja e. t. v. halda því fram, að þeir Jón Hreggviðsson og Arnæus séu í Klukk-
unni A eðlilegri eða a. m. k. venjulegri menn en nafnar þeirra í hinni prentuðu bók.
Það er ekki ólíklegt, að maður í sporum Jóns hefði misst kjarkinn og farið að gráta,
eða maður í sporum Arnæusar hefði sýnt svipaðan biturleika og snert af sjálfsaumkun.
En skáldið hefur kosið að skerpa drætti þeirra að mun og hefja þá úr þröngum veru-
leika í veldi listarinnar. Þeir eru orðnir alskapaðri og sérkennilegri, en um leið lesand-
anum hugstæðari.
Einnig þriðja aðalpersóna sögunnar hefur breytzt í sömu áttina og hinar tvær. Eg