Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 165
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM
165
vitna hér í nokkrar setningar úr Níunda kap. í frumuppkastinu að Klukkunni, en þar er
„kapelánið“, séra Guðmundur, að vanda um við Snæfríði: „Þótt túngan ætti að brenna
í munni mínum--------sagði kapelánið, en stúlkan steig skrefi framar og stappaði niður
fætinum um leið og hún rak kapeláninu kinnhest með flötum lófa og spurði enn með
logandi augnaráði: Já eða nei: er ég hóra?“ Kaflinn endar á þessum orðum: „Síðan
gekk hann út og lokaði á eftir sér hurðinni, en hún tók af sér annan skóinn og kastaði
í hurðina á eftir honum, lét hann síðan á sig aftur.“ (89) En það er ekki einungis hin
unga stúlka, sem veitir tilfinningum sínum útrás á þennan áþreifanlega hátt. í fyrsta
uppkastinu að Mani hefur húsfrúin í Bræðratungu komið á fund dómkirkj uprestsins út
af orðróminum um óleyfileg mök hennar við Arnas í Skálholti:
Þegar hann hafði mælt þessum orðum, virti hún hann fyrir sér um stund. Ilún stóð upp með krept-
an linefann utanum þumalfíngurinn og staðnæmdist þannig fyrir framan hann. En hún hrökk frá hon-
um aftur eins og pöddu sem manni hrýs hugur við að drepa af því hún er svo ljót. Hún sneri sér á
hæli og stefndi til dyra, en um leið og hún gekk fram hjá púltinu sópaði hún hinum helgu bókum
ofan á gólfið og sló kristmyndina af snaga sínum svo hún hrökk fram á gólfið með dýnki. (245)
Hin fullmótaða sögupersóna Snæfríður er vissulega skapstór kona, en hún lætur ekki
tilfinningar sínar í ljós eins og vanstillt stelpa, heldur bælir hún þær niður undir köldu
yfirborði, að hætti fornsagnanna. Það lýsir henni vel, að hún skuli ræða lengi og kum-
pánlega við sýslumanninn og bjóða honunr vín, þegar tengdasonur hans er búinn að
narra Bræðratungu af manni hennar, en láta svo reisa honum níðstöng, eftir að hann er
farinn. (Man 30—35) Þetta athæfi hennar vantar í frumuppkastinu (A). En það sýnir
Snæfríði sem sanna dóttur formæðra hennar. Að kreppa hnefann framan í menn eða
sópa bókum ofan í gólfið er hversdagslegri aðferð að auglýsa tilfinningar sínar, við
hæfi meðalmanna.
Heimsókn sýslumannsins í Bræðratungu er ágætt dæmi um aðra aðalstefnu í breyt-
ingum handritanna. I frumuppkastinu sýnir Snæfríður sýslumanninum opinn fjand-
skap og hefur í hótunum við hann, en í seinni handritum verður úr því kurteis og gam-
ansöm viðræða. Eins og ég sagði áðan, er þetta einn þáttur í lýsingunni á Snæfríði. En
samtal þeirra ber einnig vott um þá viðleitni skáldsins að tala ekki altof berum orðum
heldur láta menn lesa milli línanna. Stundum eru í frumuppkasti hlutir ræddir í fullri
birtu, sem hafa síðar verið settir í hálfgert rökkur. En slíkar breytingar, í stóru sem
smáu, verða oft til þess að halda ímyndunarafli lesandans vakandi og auka sefjunarmátt
frásagnarinnar. Það er ólíkt betra að láta Arnæus tala „með þeim gamansama miðflótta
ræðunnar, sem stundum getur borið svip af hvarfli“ (Man 147—48), en að láta hann
segja þeim Jónunum hug sinn allan.
í Níunda kapítula fyrsta handritsins af Mani er samtal þeirra systranna, Snæfríðar
og biskupsfrúarinnar, um Arnas. En þar getur einlægni, sem gerir ekki vart við sig í
seinni gerðum sögunnar; þá er Snæfríður á verði gagnvart systur sinni og svarar henni
oft í hálfkæringi.
Til þess að forðast altof auðskilin orð breytir höfundurinn stundum hinum smæstu