Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 172

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Side 172
172 PETER HALLBERG Eins og ég var búinn að segja þér, /27/ þá er hér kominn sjálfur kónglegrar majestatis custos anti- quitatum og hálærður prófessor útí Kaupinhafn, Magnús .Arnæus. Hann safnar öllum fornum bréfum, Iiandritum og druslum, sem finnast kunna í fórum fátækra og volaðra innbyggjara þessa lands frá fornum tíma, og greiðir svo vel fyrir, að ég veit hann hafa borgað með heilum ríxdal fyrir eina liðónýta skinnpjötlu, sem var í fórum gamals sveitarómaga í Norðurlandi. Nú hefur honum með þeim hætti sem sagnarandi viturra manna inngefur þeim, komið sú undar- lega vitneskja, að þú fáráður betlari, Jón Hregg- viðsson, munir luma á fornu handriti frá pápiskri tíð, sem honum leikur mjög hugur á að sjá, ef svo er að þú hafir ekki glatað því, og fá lánað ef þú vildir lána, en kaupa ef þú vildir selja. En Jón IJreggviðsson kannaðist ekkert við að í sínum fórum væri til nokkuð í líkíngu við það, sem hið háa föruneyti vænti sér, á þessu heimili var ekki til bók, nema slitur af Gradúale, og læs var einginn á þessu heimili, nema móðir hans, ef hún hefði haft sjónina, og það helgaðist af því, að faðir hennar hafði stundum bundið inn kver fyrir séra Guðmund á Söndum, og þannig haft hækur undir höndum; þó var ekkert líklegra /28/ en hún væri búin að gleyma því nú, nei það var sannarlega að leita ullar í geitarhúsi þegar hiskupar, konungsmenn og tignarfrúr og dýrðar- meyar komu til hans, þessa margtyptaða og húð- fletta ræfils að biðja um bækur; þar kom loks að því að sagnaranda höfðíngjanna hafði skeik- að. Ef til vill hafði sagnarandinn líka verið að gera að gamni sínu að vera að henda á þennan raifil, þetta úrhrak, þetta aumasta kvikindi sem skríður á jörðinni bólginn á bakinu eftir hýðíng- ar, Jón Hreggviðsson, sem mann er væri líklegur til að eiga dýrmætar bækur handa lærðum mönn- um og handgeingnum vinum míns allra náðug- asta arfakóngs og herra. En þó ég eigi ekki fræga hók kalla ég Jesú Krist til vitnis um það, að ég hef ekki drepið mann og þó ég hafi kanski stund- uð[!] syndgað gagnvart mínum allra náðugasta arfakongi og herra þá er ég hans allra þénustu- skyldugasti arfaþénari sem kyssi duftið fyrir fót- um hans. sem ekki hef drepið hans bööul. Eins og ég sagði þá er hér kominn sá hálærði maður þess stóra staðar Kaupinhafn, sjálfur konungsins vin Arnas assessor Arnæus, þessa vors fátæka lands réttur sómi. Hann vill kaupa alt sem finst í bókarlíki af því tagi, fornum bréf- um og skræðum og druslum, sem eru að drafna niður í fórum fátækra og volaðra innbyggjara þessa lands, sem þar á hafa ekki framar neitt beskyn, þessum bókagreyum kemur hann fyrir um eilífa tíð í einum stórum garði þess mikla staðar Kaupinhafn, svo lærðir menn heimsins geti séð að Island bjó einu sinni fólk í manna- tölu. Nú hefur mínum herra komið sú ótrúlega vitneskja með þeim hætti sem sagnarandi vit- urra manna inngefur þeim, að þú, fáráður maður Jón Hreggviðsson, munir luma á fornum skinn- pjötlum með merkilegu /34/ lesmáli frá pápískri tíð, sem honum leikur mjög liugur á að sjá, haf- irðu ekki glatað þeim, og fá lánað ef þú vildir Iána, en katipa ef þú vildir selja. En Jón HreggviÖsson kannaðist ekki við að eiga í fórum sínum neinar skinnpjötlur forn- manna né rifrildi eða druslur, sem hið háa föru- neyti vænti. Á þessu heimili var ekki til bók utan slitur af Gradúale og læs var hér einginn utan móðir hans, ef hún hefði sjón til þess, og það helgaðist af því að faðir hennar hafði lært ð binda kver hjá gömlum prófasti, séra Guðmundi nokkrum á Söndum vestra, og haft bækur ttndir höndum. Sjálfur sagðist Jón Hreggviðsson ekki lesa nema tilneyddur aftur á móti þótti mér altaf gaman að heyra söguna um Gunnar á Hlíðar- enda og Orvar Odd og Pontus kóng og aðrar sög- ur sem móðir hans kunni mest sakir veiðarfæra- leysis og svikins tóbaks og þó ísl. væru fallnir í volæði. Taldi hann ætt sína til Egils Skalla- grímssonar en föðurætt til Danakonúnga hinna [?]! og ekki efa ég að til hafi verið á íslandi menn eins og segir á gömlum bókum sem voru tólf alnir á hæð og urðu 300 vetra gamlir og ef ég ætti slíka hók mundi ég gefa kónginum hana strax, til að sýna honum að hér hafi þó einu sinni verið menn. En þegar nú konungsmenn, hiskupar og dýrðarmeyar koma til Jóns Hreggviðssonar þá hlýtur það að vera af því að sagnaranda liöfð- íngjanna hefur skeikað í eitt skifti: hér liggur einn margtyptaður betlari og þjófur, úr- /35/ lirak manna, húðflettur eflir kóngsins písk, en það sver ég við Jesúm Kristum, að þó ég hafi um margt gerst brotlegur við minn allranáðugasta arfakóng og herra, þá er ég hans allra þénustu- 1) Athugasemd höf:s í handriti mínu: „hér eru setníngabrot skrifuð hvert inní annað samheingis- lítið.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.