Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 172
172
PETER HALLBERG
Eins og ég var búinn að segja þér, /27/ þá er hér
kominn sjálfur kónglegrar majestatis custos anti-
quitatum og hálærður prófessor útí Kaupinhafn,
Magnús .Arnæus. Hann safnar öllum fornum
bréfum, Iiandritum og druslum, sem finnast
kunna í fórum fátækra og volaðra innbyggjara
þessa lands frá fornum tíma, og greiðir svo vel
fyrir, að ég veit hann hafa borgað með heilum
ríxdal fyrir eina liðónýta skinnpjötlu, sem var í
fórum gamals sveitarómaga í Norðurlandi. Nú
hefur honum með þeim hætti sem sagnarandi
viturra manna inngefur þeim, komið sú undar-
lega vitneskja, að þú fáráður betlari, Jón Hregg-
viðsson, munir luma á fornu handriti frá pápiskri
tíð, sem honum leikur mjög hugur á að sjá, ef
svo er að þú hafir ekki glatað því, og fá lánað
ef þú vildir lána, en kaupa ef þú vildir selja.
En Jón IJreggviðsson kannaðist ekkert við að
í sínum fórum væri til nokkuð í líkíngu við það,
sem hið háa föruneyti vænti sér, á þessu heimili
var ekki til bók, nema slitur af Gradúale, og læs
var einginn á þessu heimili, nema móðir hans, ef
hún hefði haft sjónina, og það helgaðist af því,
að faðir hennar hafði stundum bundið inn kver
fyrir séra Guðmund á Söndum, og þannig haft
hækur undir höndum; þó var ekkert líklegra
/28/ en hún væri búin að gleyma því nú, nei það
var sannarlega að leita ullar í geitarhúsi þegar
hiskupar, konungsmenn og tignarfrúr og dýrðar-
meyar komu til hans, þessa margtyptaða og húð-
fletta ræfils að biðja um bækur; þar kom loks
að því að sagnaranda höfðíngjanna hafði skeik-
að. Ef til vill hafði sagnarandinn líka verið að
gera að gamni sínu að vera að henda á þennan
raifil, þetta úrhrak, þetta aumasta kvikindi sem
skríður á jörðinni bólginn á bakinu eftir hýðíng-
ar, Jón Hreggviðsson, sem mann er væri líklegur
til að eiga dýrmætar bækur handa lærðum mönn-
um og handgeingnum vinum míns allra náðug-
asta arfakóngs og herra. En þó ég eigi ekki fræga
hók kalla ég Jesú Krist til vitnis um það, að ég
hef ekki drepið mann og þó ég hafi kanski stund-
uð[!] syndgað gagnvart mínum allra náðugasta
arfakongi og herra þá er ég hans allra þénustu-
skyldugasti arfaþénari sem kyssi duftið fyrir fót-
um hans. sem ekki hef drepið hans bööul.
Eins og ég sagði þá er hér kominn sá hálærði
maður þess stóra staðar Kaupinhafn, sjálfur
konungsins vin Arnas assessor Arnæus, þessa
vors fátæka lands réttur sómi. Hann vill kaupa
alt sem finst í bókarlíki af því tagi, fornum bréf-
um og skræðum og druslum, sem eru að drafna
niður í fórum fátækra og volaðra innbyggjara
þessa lands, sem þar á hafa ekki framar neitt
beskyn, þessum bókagreyum kemur hann fyrir
um eilífa tíð í einum stórum garði þess mikla
staðar Kaupinhafn, svo lærðir menn heimsins
geti séð að Island bjó einu sinni fólk í manna-
tölu. Nú hefur mínum herra komið sú ótrúlega
vitneskja með þeim hætti sem sagnarandi vit-
urra manna inngefur þeim, að þú, fáráður maður
Jón Hreggviðsson, munir luma á fornum skinn-
pjötlum með merkilegu /34/ lesmáli frá pápískri
tíð, sem honum leikur mjög liugur á að sjá, haf-
irðu ekki glatað þeim, og fá lánað ef þú vildir
Iána, en katipa ef þú vildir selja.
En Jón HreggviÖsson kannaðist ekki við að
eiga í fórum sínum neinar skinnpjötlur forn-
manna né rifrildi eða druslur, sem hið háa föru-
neyti vænti. Á þessu heimili var ekki til bók utan
slitur af Gradúale og læs var hér einginn utan
móðir hans, ef hún hefði sjón til þess, og það
helgaðist af því að faðir hennar hafði lært ð
binda kver hjá gömlum prófasti, séra Guðmundi
nokkrum á Söndum vestra, og haft bækur ttndir
höndum.
Sjálfur sagðist Jón Hreggviðsson ekki lesa
nema tilneyddur aftur á móti þótti mér altaf
gaman að heyra söguna um Gunnar á Hlíðar-
enda og Orvar Odd og Pontus kóng og aðrar sög-
ur sem móðir hans kunni mest sakir veiðarfæra-
leysis og svikins tóbaks og þó ísl. væru fallnir í
volæði. Taldi hann ætt sína til Egils Skalla-
grímssonar en föðurætt til Danakonúnga hinna
[?]! og ekki efa ég að til hafi verið á íslandi
menn eins og segir á gömlum bókum sem voru
tólf alnir á hæð og urðu 300 vetra gamlir og ef
ég ætti slíka hók mundi ég gefa kónginum hana
strax, til að sýna honum að hér hafi þó einu sinni
verið menn. En þegar nú konungsmenn, hiskupar
og dýrðarmeyar koma til Jóns Hreggviðssonar
þá hlýtur það að vera af því að sagnaranda liöfð-
íngjanna hefur skeikað í eitt skifti: hér liggur
einn margtyptaður betlari og þjófur, úr- /35/
lirak manna, húðflettur eflir kóngsins písk, en
það sver ég við Jesúm Kristum, að þó ég hafi um
margt gerst brotlegur við minn allranáðugasta
arfakóng og herra, þá er ég hans allra þénustu-
1) Athugasemd höf:s í handriti mínu: „hér eru setníngabrot skrifuð hvert inní annað samheingis-
lítið.“