Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 178
178
PETER HALLBERG
Skáldu, fjórtán á ég, en tíu hefur mig vantað' til
þessa. Ef þessi blöð skyldu reynast úr henni, sem
mér þykir ekkert sýnilegra, þá er hér fundinn
mestur dýrgripur, sem til er á Islandi, því af
Skáldu er hvert blað svo dýrmætt, að það verður
ekki borgað með gulli.
Biskup rétti vin sínum hendina með kyrlátum
samfagnaði og sagði aðeins eitt orð:
Congratulor tibi.
Síðan sneri hann sér að gömlu konunni og
sagði hærra, í þeim tón sem talað er í við gamalt
fólk og heyrnarsljóa: Eg tek þetta ólukkans
skinnrifrildi með mér, því það hefur sýnt sig að
það er ekki einu sinni hægt að bæta með því
brók, og það hefur einnig sýnt sig að slíkt hall-
æri kemur ekki yfir ísland, að það verði ætt. En
silfurspesíu skaltu hafa af mér að launum. /39/
Síðan kvaddi hefðarfólkið, steig á hesta sína
og reið hurt. Það var [með] eina fimtíu hesta og
hlaut að vera að koma [auðsæilega] úr lángferð
úr öðrum landsfjórðungi og nú á heimleið til
Skálholts. Annars hafði Reynisfólk ekki spurt
það neins, því það er ekki siður kotunga að
spyrja höfðíngja. Það stefndi til næturstaðar að
Innra-Hólmi. Jón Hreggviðsson og fólk hans stóð
alt á hlaðinu og horfði á eftir því.
land þvert og endilángt að nokkrum blöðum úr
Skáldu. Fjórtán hef ég eignast, tíu hefur mig
vantað til þessa. Hér finn ég sex samanbögluð
og illlæs, en þó auro carior. [blöð skyldu reynast
úr henni, sem ég fæ þá ekki betur séð, þá eru
þau auro charior.] I Skáldu eru rituð nokkur
fegurstu kvæði sem ort hafa verið, af þessari bók
er sérhver minutissima particula gulli dýrara.
Biskup rétti vin sínum hendina með kyrlátum
samfagnaði.
Síðan sneri Arnæus sér að gömlu konunni og
hækkaði róminn, sem siður er þegar talað er til
gamals fólks: Eg tek þá þetta ólukkans skinn-
rifrildi með mér fyrst komið hefur á daginn að
það er ekki einu sinni hægt að bæta með því
brók né skógarma; og úr því útséð er um að slíkt
hallæri mun aldrei yfir ísland koma að það verði
talið ætt. En silfurspesíu skaltu hafa af mér að
launum. Og ef ég gæti einhverntíma orðið þér
innanhandar með lítilræði J. H. þá nefndu nafn-
ið mitt. /47/
Hann vafði skinninu inn í silkidúkinn og stakk
honum í barm sér og sagði um leið við séra Þor-
stein í þesskonar glaðlegum, kæríngarlausum
tóni, sem siður er til þegar menn vilja halda
uppi kumpánlegum skrafræðum við greiðasam-
an samfylgdarmann, sem annars kemur manni
ekki við:
Það er ekki ófyrirsynju séra Þorsteinn að það
fólk sem fyrir skömmu átti merkilegastar literas
í Norðurálfu heims síðan antiquis, kýs nú heldur
að gánga á kálfskinni og éta kálfskinn en lesa á
skálfskinn gamalt letur. Það er ekki ófyrirsynju
sem vér erum nú af útlendum doctores kallaðir
gens pene barbara.
Síðan var alt heimafólkið kallað út á hlað og
biskup gaf því blessun sína að skilnaði. Allir
signdu sig. Hinar tignu konur stóðu áleingdar
og horfðu á.
Loks steig hefðarfólkið á ólma hesta sína og
reið burt og hraut eldur undan hófunum. /48/
Það hafði fimtíu hesta og fjóra hestasveina og
fór mikinn, stefndi inn með IJvalfirði. Jón Ilregg-
viðsson og fólk hans stóð á hlaðinu og horfði á
eftir því.