Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 193

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 193
ENSK HÁSKÓLABÓKASÖFN OG ÍSLENZK FRÆÐI 193 þessi söfn þeirra illa skrásett og venjulega holað niður hér og þar í útskotum, eða þeim er dreift út um allt, eins og á sér t. d. stað í Bodley’s safni. Það er því íslendingi gleði- efni að hugsa til tveggja enskra háskóla, sem ekki aðeins eiga vænt safn íslenzkra bóka, heldur líta eftir því með alúð og árvekni og auka það eftir föngum. Er þar fyrst að geta safns þess, er Leeds háskóli setti á stofn og kennt er við Boga Th. Melsteð, The Melsteð Lihrary. Undirstaða þess er bókasafn Boga, en enskur auðmaður, Sir Edwin Airey, gaf fé til kaupa á safninu. Var það í upphafi urn 5000 bindi alls, en hefir aukizt gríðarlega undir skörulegri stjórn dr. Richard Offor, er var háskólabókavörður í Leeds 1919— 1947, og eftirmanns hans, B. S. Page magisters. Um safnið hefir Eiríkur Benedikz ritað (sérpr. úr Vísi, okt. 1936), og verður ekki endurtekið hér það sem hann og dr. Offor (Report on the Icelandic Collection in the University Library, 1932) hafa sagt. Þó skal þess hér getið, sem hvorugur nefnir, að Melsteðs-safnið er fyrst allra íslenzkra safna flokkað eftir röðunarkerfi, sem gert er sérstaklega yfir íslenzk fræði og ekki sniðið eftir neinu hinna frægu allsherjarkerfa, enda taka þau ekki sérlegt tillit til íslands. Þetta kerfi, sem dr. Offor og aðstoðarmenn hans sömdu, er þó að mörgu leyti ófullkomið og hefir ekki verið endurbætt að ráði. Yngsta safn íslenzkra fræði í Englandi, sem náð hefir nokkrum vexti, er til húsa í University College London. Er það til orðið fyrir atbeina Sir Stanley Unwins, bóka- útgefanda, og A. H. Smith prófessors, en þeir öfluðu fjár til kaupa á bókasafni Snæ- hjarnar Jónssonar bóksala og var það flutt til Englands 1953 og 1954. Úr þessu safni og kennslubókum þeim, sem þegar voru fyrir, var komið á laggirnar hinu íslenzka bóka- safni eins og það er nú. Er þetta ágætt safn fræðibóka og fornbókmennta, en sérstaklega vel birgar eru þær deildir, sem geyma þjóðleg fræði, rímnakveðskap, útgáfur alþýðu- skálda svo sem Sigurðar Breiðfjörðs, Símonar Dalaskálds o. s. frv. Hefir safnið og verið mjög aukið verkum rithöfunda nýrri tíma. Því hafa borizt rausnarlegar gjafir frá íslenzkum söfnum og bókaútgefendum, svo að það er nú mjög vel á vegi statt, þó að enn vanti mikið á að nægi. Fátt er þar fornra bóka annað en Skálholtsútgáfur Landnámu, Olafs sögu Tryggvasonar og Grönlandia Arngríms lærða. Hinsvegar er þar alhnikið af sjaldgæfunr bókum og pésum 19. aldar og fyrstu tugum hinnar 20., þó að víða séu skörð. Það hefir þetta yngsta safn fram yfir öll hin, að því hefir verið samið hið fullkomn- asta flokkunarkerfi, sem nú er til um íslenzk fræði. Hefir Kenneth Gowside magister, sem er varabókavörður við University College, leyst það verk af hendi, og hefir hann stuðzt við ensk og amerísk kerfi við samning þess. Mundi kerfi þetta að líkindum reyn- ast mesta þarfaþing söfnum á íslandi, sem hafa sérstaka íslandsdeild, þar sem það er sniðið sérstaklega fyrir íslenzkar bókmenntir. Þess var varla að vænta, að íslenzkum fræðum væri sérstakur gaumur gefinn hjá enskum visindastofnunum fyrr en á þessari öld, enda þótt vitað sé að margir einstakl- ingar, sumir málsmetandi eins og t. d. dr. George Hickes, dómprófastur í Worcester, hafi haft allmikinn áhuga á þeim. Hinsvegar verður því ekki neitað, að akurinn, sem þeir Guðbrandur Vigfússon og Eiríkur Magnússon plægðu á síðustu árum 19. aldar, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.