Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Síða 11
LANDSBÓKASAFNIÐ 1964
11
eða ekki þurfti á bókum safnsins að halda og bægði þannig oftlega þeim frá, sem
brýnna erindi áttu í safnið.
Vöxtur sá, er fram kemur síðustu árin í notkun handrita safnsins, er eðlilegur, þegar
þess er gætt, að starfsmenn Handritastofnunar Islands og fleiri hafa á þeim tíma haft
fast aðsetur í handritasalnum.
Endurbaetur Alþingi samþykkti að veita á fjárlögum 1965 væna upphæð til
ýmissa endurbóta á Safnahúsinu. Þegar þetta er ritað, er sumum
þeirra lokið, en aðrar á döfinni. Um leið og alþingi skulu færðar þakkir fyrir þessa
úrlausn, er þess vænzt, að unnt verði á næsta ári að vinna að enn frekari endurbótum,
því að þeirra er vissulega mikil þörf.
Handritamálið ^'ns °g menn muna, gaf fámennur, en harðskeyttur hópur
danskra manna út á síðasta hausti kverið Fakta om de islandske
hándskrifter, og var þar gefið freklega í skyn, að handrit Landsbókasafns væru í hinni
mestu vanhirðu og hefðu lítið verið könnuð. Ég mótmælti þegar í dagblöðum Reykja-
víkur þessum ummælum, og voru þau að nokkru þýdd og birt í dönskum blöðum. Frú
Inger Larsen kom til Islands skömmu síðar ásamt tveimur myndatökumönnum frá
danska sjónvarpinu. Voru þá m. a. teknar myndir í handritasal safnsins og rætt við
starfsmenn þess og forstöðumann Handritastofnunar íslands. Loks er þess að minnast,
að hópur danskra þingmanna, er hér var staddur á þingi Norðurlandaráðs í febrúar
s.L, heimsótti einn daginn Safnahúsið og skoðaði handritasalinn og hina nýju við-
gerðarstofu.
Ástæðulaust er að rekja hér gang handritamálsins, en úr því hefur nú rætzt eftir
beztu vonum. Danska þj óðþingið samþykkti frumvarpið frá 1961 óbreytt 19. maí í vor
með 104 atkvæðum gegn 58, og tókst ekki að fá tilskilinn fjölda þingmanna til að
æskja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þótt málinu hafi nú verið skotið til dómstól-
anna, væntum vér, að á því muni enn sannast hið fornkveðna, að bíðendur eigi byr,
en bráðir andróða.
Landsbókasafn vottar danska þinginu og dönsku þjóðinni virðingu sina og þökk
og minnist um leið góðrar samvinnu við Dani og danskar menntastofnanir á liðnum
árum. Því verður ekki gleymt, að Carl Christian Rafn varð aðalhvatamaður að stofnun
Landsbókasafns fyrir tæpum 150 árum og ótrauðasti stuðningsmaður þess fyrstu ára-
tugina, en í fyrrahaust, þegar handritastríðið stóð sem hæst, var liðin öld frá and-
láti hans. Hér skulu rifjuð upp orð þau, er hann ritaði stjórn Reiersenske sjóðsins 10.
marz 1863, en þar er stjórnin hvött til að styrkja Landsbókasafnið. Þótt öldin sé nú
önnur, getum vér enn birt (í þýðingu) þessi orð Rafns og minnzt með því bæði hans
og allra þeirra Dana, er borið hafa líkan hug til íslands og íslendinga:
„Islendingar hafa endur fyrir löngu lagt svo drjúgan skerf af mörkum til varðveizlu