Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Síða 92
92
ÆVIÁGRIP SIGIIVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS
aðar bækur, sem Jjá var títt, en ])ó fékk hann enga tilsögn að lesa latínuprent, Jjví móðir
hans, sem þó var skarpgáfuð og kunni afar mikið utan bókar, kunni ekki að lesa það
prent. En þannig var kennslunni varið, að fyrst var honum sýnt letur á Sjöorðabók-
inni gömlu, eftir biskup Jón Vídalín, og gekk það allvel í fyrsta sinn; en Jregar til kom
í öðru sinni, þá mundi Sighvatur ekki fyrsta stafinn í öðru orðinu, og fékk hann þá
kinnhest hjá móður sinni, en Jrað var sá fyrsti og síðasti, því eftir Jrað mundi hann
alla stafina og gat lesið bókina viðstöðulaust eftir bálfan mánuð. Þetta var fyrir jól
1847, en eftir nýárið barst honum í höndur ein opna úr Alþingistíðindum með latínu-
prenti, og fór hann Jrá að bera sig að bera Jrá stafi saman við Sjöorðabókina sína og
leita uppi, hverir líkastir vóru, og gat Jjannig gizkað á, hverir þeir stafir vóru, sem
hann fann engan líkan í eldra prentinu. Þannig smám saman komst hann út úr blaðinu
og gat lesið latínustíl um vorið viðstöðulaust. Veturinn eftir fékk hann Eiríks rímur
víðförla með hönd Lýðs skálds Jónssonar, og liafði hann þá hið sama ráð, að bera
saman við prentið, og vannst það vel. Þannig tók hann hverja skrifaða bók eftir aðra,
sem hann á náði, og Jjegar hann var ellefu ára gamall, kom engin sú skrudda fyrir,
hversu rambundin og mórauð sem var, að hann ekki læsi viðstöðulaust; og Jjóttu
slíkt afbrigði, og dáðust menn að, enda fór honum ekkert fram að lesa eftir Jjað. En nú
fór að vakna hjá honum sterk löngun til að skrifa, en til Jjess vóru engin ráð; og Jió
margmennt væri á Skaganum, Jjá varð enginn til að rétta honum hjálparhönd með
neina tilsögn. Samt fór hann að búa sér til blek úr ýmsum efnum, eftir því sem til
fékkst í þann og þann svipinn, stundum úr blásteini (indigói), pottahrími, ljósreyk
o. fl., og stundum sníkti hann sér út hj á öðrum eitthvað þess kyns. Þar með reytti hann
saman umslög af bréfum, afreikninga, sem eyður vóru á og óskrifað, en stundum varð
hann að skera sér penna úr fjöðrum, og stundum gat hann fengið hjá öðrum stál-
penna, helzt brúkaða, og var hann þegar ráðkænn að brýna þá upp og nota síðan,
en ýmsar hafði hann forskriftirnar. Eina upphafsstafi fékk hann hjá Sigurði Lynge,
ágætum skrifara, en hann myndaði líka stafi eftir ýmsum öðrum höndum, sem hann
sá, og spillti það höndinni, því allt var tilsagnarlaust, en sjálfur vandi hann sig strax
á að hafa línurétt og vel sett. Auk þess vandist liann við innivinnu, helzt tóskap, sem
móðir hans stundaði mjög.
Þegar hann var á tólfta ári, var hann látin fara um sumartímann vestur í Dali og var
Jjar smaladrengur, en um haustið fór hann suður aftur. Þannig var hann á sumrum í
sveit, meðan móðir lians lifði, fyrstu árin sem smali, en síðar við heyvinnu, en var
hjá henni á vetrum, bæði við handvinnu og á síðustu árum við sjóróðra að vorinu.
Jafnan las hann sögur á kvöldvökum og varð þannig mörgu kunnur af því tagi. Mest
vóru |iað útlendar sögur, Jjví annars var ])á ekki kostur, en Jró hneigðist hugur hans
snemma að öllu því, er snerti ísland á einhvern hátt, en ómögulegt var að fá nokkra
skímu, sem gæti glætt ])á löngun. Þó var hann farinn að afrita nokkuð af íslendinga-
sögum fyrir sjálfan sig, meðan hann var á Akranesi, eftir því sem hann gat fengið þær
til láns, en þá vóru ekki til af þeim nema örfá eintök, og hinar eldri útgáfur, sem hann
skrifaði sumar upp.