Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Qupperneq 96

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Qupperneq 96
96 ÆVIÁGRIP SIGHVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS Veturinn 1864 eftir nýár fór Sighvatur til róðra norður í Bolungarvík við ísafjarð- ardjúp og reri þar allt til sláttar, en var heirna á Múla og í Flaley um sumarið eftir. Næsta vetur þar á eftir, 1865, reri hann enn í Bolungarvík lil sláttar og orkti þar þá Formannavísur um yfir 100 formenn. A þeim árum kvað hann og margt fleira, þó ei sé hér talið, hæði rímur, ljóðabréf og fjölda kveðlinga, sem lítilsvert var sumt, en afritaði jafnan bækur í landlegum, þegar aðrir sátu við spil eða gengu til og frá; og var það eigi alllítið, er hann skrifaði á þeim árum. Höfðu nú bækur hans aukizt að mun, eftir það hann kom í Flatey. Þar með varð liann og meðlimur Bókmenntafélagsins vorið 1862. Veturinn 1866 var hann út í Flatey eftir nýárið til þorra í hákallaferðum með Ólafi Guðmundssyni í Flatey, en um þorrabyrjun fór Ólafur með menn sína út í Rif undir Jökli og var þar við fiskiróðra og í hákallalegum. Var það þá tvisvar um veturinn, að þeir urðu að hleypa undan Jökli alla leið inn eftir Breiðafirði og vestur í Flatey í nátt- myrkri og hríðarbyl. Eru þær ferðir hættulegar mjög innan um boða og blindsker, sem hvervetna eru á þeirri leið. Var það þá eitt sinn í þeim ferðum, að Sighvatur kvað vísu þessa, sem síðan hefir orðið víða kunnug: Þó með hvofti Hræsvelgur hreyfi voða mergðum, Gustur oft og Ólafur eru í hroða ferðum. Gustur hét hið ágæta hákallaleguskip Ólafs. Þetta vor eftir sumarmál var Sighvatur við sjóróðra vestur á Brunnum (hjá Látrum) til sláttar, en var nú heima um sumarið í Flatey og á Múla þess á milli. Litlu fyrri en hér var komið, haustið 1865, þann 29. nóvember, gekk Sighvatur að eiga ungfrú Ragnhildi Brynjólfsdóttur bónda í Bjarneyjum Brynjólfssonar og miðkonu hans, Sigríðar Arnadóttur. Var hún fósturdóttir þeirra hjóna, Jóhanns og Salbjargar. Var Sighvatur þá á 25. aldursári, en kona hans 23 ára, og vóru þau hjón þá um vetur- inn á Múla. En nú var það eftir nýár veturinn 1867, að þau hjón vóru bæði í Flatey, og var Sighvatur þar í hákallalegum með Ólafi formanni til þess um vorið, að hann fór al- farinn úr Flatey vistferlum að Hjöllum í Gufudalssveit til Jóns hreppstjóra Finnssonar og Sigríðar Jónsdóltur, og reri hann þá um vorið í Bolungarvik til sláttar. Um sumarið og veturinn eftir var hann heima, en kona hans var þar í húsmennsku. Þá um sumar- ið, 25. júli 1867, fæddi kona hans hið fyrsta barn þeirra hjóna, Sigríði Júlíönu. En vorið 1868 flutti Sighvatur sig að Miðhúsum í Gufudalssveit með konu sinni og barni og var þar í húsmennsku. Reri hann þá um vorið í Bolungarvík og fékk góðan hlut, en var um sumarið í kaupavinnu í Gufudalssveit á þremur bæjum. Kona hans var og í kaupavinnu um sumarið, en um haustið, 19. sept. 1868, fa:ddist annað barn þeirra hjóna, Gísli Konráð (hann dó 21. ág. 1869). Um veturinn var Sighvatur oftast lieima, en stundum í ýmsum ferðum fyrir aðra og skrifaði þess á milli, þar á meðal ævisögu Gísla Konráðssonar, sem Gísli hafði sjálfur ritað, en sem var honum alveg töpuð. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.