Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Side 96
96
ÆVIÁGRIP SIGHVATS GRÍMSSONAR BORGFIRÐINGS
Veturinn 1864 eftir nýár fór Sighvatur til róðra norður í Bolungarvík við ísafjarð-
ardjúp og reri þar allt til sláttar, en var heirna á Múla og í Flaley um sumarið eftir.
Næsta vetur þar á eftir, 1865, reri hann enn í Bolungarvík lil sláttar og orkti þar þá
Formannavísur um yfir 100 formenn. A þeim árum kvað hann og margt fleira, þó ei sé
hér talið, hæði rímur, ljóðabréf og fjölda kveðlinga, sem lítilsvert var sumt, en afritaði
jafnan bækur í landlegum, þegar aðrir sátu við spil eða gengu til og frá; og var það
eigi alllítið, er hann skrifaði á þeim árum. Höfðu nú bækur hans aukizt að mun, eftir
það hann kom í Flatey. Þar með varð liann og meðlimur Bókmenntafélagsins vorið
1862.
Veturinn 1866 var hann út í Flatey eftir nýárið til þorra í hákallaferðum með Ólafi
Guðmundssyni í Flatey, en um þorrabyrjun fór Ólafur með menn sína út í Rif undir
Jökli og var þar við fiskiróðra og í hákallalegum. Var það þá tvisvar um veturinn, að
þeir urðu að hleypa undan Jökli alla leið inn eftir Breiðafirði og vestur í Flatey í nátt-
myrkri og hríðarbyl. Eru þær ferðir hættulegar mjög innan um boða og blindsker,
sem hvervetna eru á þeirri leið. Var það þá eitt sinn í þeim ferðum, að Sighvatur
kvað vísu þessa, sem síðan hefir orðið víða kunnug:
Þó með hvofti Hræsvelgur
hreyfi voða mergðum,
Gustur oft og Ólafur
eru í hroða ferðum.
Gustur hét hið ágæta hákallaleguskip Ólafs. Þetta vor eftir sumarmál var Sighvatur
við sjóróðra vestur á Brunnum (hjá Látrum) til sláttar, en var nú heima um sumarið í
Flatey og á Múla þess á milli.
Litlu fyrri en hér var komið, haustið 1865, þann 29. nóvember, gekk Sighvatur að
eiga ungfrú Ragnhildi Brynjólfsdóttur bónda í Bjarneyjum Brynjólfssonar og miðkonu
hans, Sigríðar Arnadóttur. Var hún fósturdóttir þeirra hjóna, Jóhanns og Salbjargar.
Var Sighvatur þá á 25. aldursári, en kona hans 23 ára, og vóru þau hjón þá um vetur-
inn á Múla. En nú var það eftir nýár veturinn 1867, að þau hjón vóru bæði í Flatey, og
var Sighvatur þar í hákallalegum með Ólafi formanni til þess um vorið, að hann fór al-
farinn úr Flatey vistferlum að Hjöllum í Gufudalssveit til Jóns hreppstjóra Finnssonar
og Sigríðar Jónsdóltur, og reri hann þá um vorið í Bolungarvik til sláttar. Um sumarið
og veturinn eftir var hann heima, en kona hans var þar í húsmennsku. Þá um sumar-
ið, 25. júli 1867, fæddi kona hans hið fyrsta barn þeirra hjóna, Sigríði Júlíönu. En
vorið 1868 flutti Sighvatur sig að Miðhúsum í Gufudalssveit með konu sinni og barni
og var þar í húsmennsku. Reri hann þá um vorið í Bolungarvík og fékk góðan hlut, en
var um sumarið í kaupavinnu í Gufudalssveit á þremur bæjum. Kona hans var og í
kaupavinnu um sumarið, en um haustið, 19. sept. 1868, fa:ddist annað barn þeirra
hjóna, Gísli Konráð (hann dó 21. ág. 1869). Um veturinn var Sighvatur oftast lieima,
en stundum í ýmsum ferðum fyrir aðra og skrifaði þess á milli, þar á meðal ævisögu
Gísla Konráðssonar, sem Gísli hafði sjálfur ritað, en sem var honum alveg töpuð. En