Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Side 104

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1965, Side 104
G R í M U R M. H E L G A S O N : KVÆÐASKRÁLANDSBÓKASAFNS Fyrir nokkrum árum var hafizt handa um skráningu kvæða í handritum Landsbóka- safns. Skal hér gerð nokkur grein fyrir skráningunni og skránni sjálfri. Skráin hefir venjulega gengið undir heitinu kvæðaskrá, en hún tekur til alls kyns kveðskapar, svo sem lausavísna, rímna, sálma og kvæða, veraldlegra og andlegra. Hafa handritin að jafnaði verið valin til skráningar eftir aldri, eftir því sem unnt liefir verið, og byrjað á hinum elztu. Skráin er spjaldskrá, og er spjöldum raðað í stafrófsröð eftir upphöfum kvæða. I hinum prentuðu handritaskrám safnsins er oft greint frá heitum helztu kvæða og nöfnum helztu höfunda, en upphafsvísuorða er yfirleitt ekki getið. Efnisskrár, sem sumum handritum fylgja, hafa vitaskuld komið að miklu gagni, en þær eru of fáar. Hefir því oft reynzt ærið tafsamt að finna eitthvert ákveðið kvæði í öllum þeim hand- ritum, sem það í raun og veru er í. Á hverjum seðli skrárinnar er númer þess handrits, sem um er fjallað hverju sinni. svo og hlaða- eða blaðsíðutal það, sem kvæðið nær yfir. Að jafnaði eru tvö fyrstu vísuorð fyrsta erindis skráð á seðilinn. En ef um er að ræða lausavísur, sem ortar eru undir rímnabragarháttum, eru þær teknar upp í heilu lsgi. Verður með þeim hætti auðvelt að gera sérstaka lausavísnaskrá eftir kvæða- skránni síðar meir. Ef um viðlagskvæði er að ræða, er raðað eftir upphafsvísuorðum kvæðisins sjálfs, en ekki viðlagsins. Þá er getið erindafjölda og vísuorðatölu hvers erindis. Því næst kemur fyrirsögn, ef hennar getur í handriti, og síðan eflirsögn, ef skrifarar.eða höfundar hafa ritað eitt- hvað við lok kvæða. Þá er röðin komin að viðlaginu, ef um viðlagskvæði er fjallað. Er viðlagið skráð óstytt. Er þá gert ráð fyrir, að síðar verði unnt að koma upp sérstakri viðlagaskrá. Stundum er lagboða getið í handritum, og eru þeir teknir með á seðla þessarar skrár. Einnig er frá því greint, ef nólur eru í handritunum. Þá er að segja frá höfundum. Skráð eru nöfn þeirra, ef um er getið í handritum, en það er ekki nándar nærri alltaf. Eru þeir seðlar teknir í tvíriti. Er því einnig til sérstök höfundaskrá. Ef eingöngu er um að ræða upphafsstafi í nafni höfundar og titli, ef hann er einhver, er stundum fyllt í eiðurnar innan sviga. Fyrir kemur, að nöfn höfunda eru rituð með yngri hendi en annars er á handritunum. Er þess ætið getið. Ef upphaf kvæðis vantar og kvæðið þekkist ekki, eru tvö fyrstu vísuorð síðasta erindis skráð á seðilinn. Er þeim seðlum raðað sérstaklega. Ef kvæði er kunnugt, en vantar upphaf í handriti því, sem um ræðir, er upphaf þess skráð innan hornklofa. Þetta er hið helzta, sem sagt verður um kvæðaskrána að svo komnu máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.