Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 6

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 6
VISBENDING Taktu burt sjálfselskuna og mannkyn verður framar til r - Islensk hagfræði frá fyrri öldum - Getur það hugsast að á Islandi hafi menn stundað hagfræði löngu áður en hún varð til úti í hinum stóra heimi? Það er viðtekinn sannleikur að nútímahagfræði hefjist með Adam Smith og bók hans Auðlegð þjóðanna árið 1776. Þó kemur í ljós að íslenskir fræði- menn gerðu sér glögga grein fyrir sumum þeim atriðum, sem urðu grunnurinn að kenn- ingum Smiths, áður en hann setti þær fram. Nútímamönnum hættir oft við að telja að vís- indin séu ný af nálinni. Aður fyrr hafi fyrst og fremst verið til þekking, fróðleikur af ýmsu tagi, sem hafi ekki verið raðað upp með því skipuiagi sem við teljum vísindi nú á dögum. Og auðvitað er þetta rétt að einhveiju leyti. En þó er ekkert sem bendir til þess að manns- hugurinn hafi þróast með þeim hætti að menn séu greindari nú á dögum en í fomöld. Hins vegar hefur í aldanna rás smám saman safnast upp viska sem auðveidar okkur að skilja hlut- ina betur með því að raða þeim í skipuleg keifi. Meðal hinna nýju vísindagreina teljast við- skipta- og hagfræði. Því fer þó fjarri að fyrr á öldum hafi menn ekki velt fyrir sér ýmsu af því sem nú skiptir meginmáli í hagfræðinni. Hagkerfið var einfaldari, atvinnugreinamar fáar og meginviðfangsefnið stundum spuming um líf eða dauða í bókstaflegri merkingu. ekkert ^fiktjóhan nesS< .dt'* í þessari grein verður litið í nokkrar fræðibækur sem íslend- ingar skrifuðu fyrr á öldum og vitnað í skrif íslenskra vísinda- manna um það sem við nú á tímum myndum ef til vill fella und- ir haglýsingu, en var í raun hagfræði síns tíma. Við kynnumst lýs- ingu á fátækt, orðræðu um nauðsyn hagnýtrar menntunar og upp- talningu á þeim kostum sem prýða megi unga athafnamenn. Margt gætu sumir þeir sem nú ganga um gmndir íslensks við- skiptalífs lært af þeirri upptalningu. Þessi yfirferð er miklu frem- ur sýnishorn af því sem menn settu á blað en tæmandi úttekt. Miklu fleiri dæmi mætti tilfæra og vitna í verk annarra manna. Tilvitnanir eru valdar til skemmtunar jafnt sem fróðleiks og þurfa ekki endilega að gefa mynd af verkunum í heild. Ekki er að efa að allir hafa höfundar skarað fram úr löndum sínum að mennt og gáfum. Fyrsta ritið sem skoðað er Islandslýs- ing Odds biskups Einarssonar en það síðasta Auðfrœði Arnljóts Olafssonar. Síðarnefnda ritið er fyrsta íslenska fræðiritið um nú- tímahagfræði. Það vill svo skemmtilega til að verkin dreifast vel yfir tímabilið. Rit Odds er skrifað um 1600, Páll Vídalín skrifar um 1700 og Jón Eiríksson um 70 árum síðar, Hannes biskup Finnsson skömmu fyrir aldamótin 1800, Jón Sigurðsson um og eftir miðja 19. öldina og loks kom rit Arnljóts um 1880. Þannig spanna þessi rit saman tæplega 300 ár í íslenskri hagfræði og sex fræðimenn koma við sögu. Lögmæt og innileg ást / Amiðöldum Islandssögunnar sem stundum fyrr og síðar sárn- aði íslendingum mjög þegar útlendingar fóru með fleipur og hindurvitni um landið. Arngrímur lærði ritaði í lok 16. aldar ýmis rit landinu til varnar. I byrjun þeirra 17. var skrifað um land- ið lítið rit á latínu sem kennt hefur verið Oddi biskupi Einarssyni. Oddur segir frá landi og þjóð í Islandslýsingu. Fólksfjölgun skipti lykilmáli í landinu. Oddur lýkur almennt á landsmenn lofsorði og segir um hjónabandið: „En að sama skapi sem velflestir Islendinga eru gæddir lofsverðri sjálfstjórn, þá hygg ég líka að hvergi sé hin lögmæta ást millum hjóna heitari og innilegri en á Islandi. ... Og svo er frjósemi sumra mæðra mikil, að þær fæða 20 eða jafnvel 30 börn, að ég tali nú ekki um sjálfa feðurna, sem í öðru eða þriðja hjónabandi geta miklu fleiri. En einmitt vegna þessa fólksfjölda, sem nú fyllir fsland, er þar ótölu- legur fjöldi beiningamanna, sem draga fram lífið í látlausri van- hirðu og óþrifnaði, örbirgð og smán. Þeir hafa hvorki spjarir utan á sig né neitt sem þarf til viðhalds lífinu nema það sem þeir sár- biðja sér með því að knýja á einar dyr af öðrum, enda eru þeir, þar eð þeir hafa vanist þessari fjöldabeiningamennsku frá blautu barnsbeini, að langmestu leyti fráhverfir vinnu, dáðlausir, latir og sinnulausir. Þannig eru hinir, sem betur eru settir og án afláts eru knúnir til hjálpar upp á skjólleysi og beiningar slíks fjölda, und- irlagðir mikilli örtröð, svo að þessi farandlýður og dreggjar al- múgans má með sanni kallast það farg, sem mæðir á jörð vorri og sú vá sem steðjar að staðfestu vorri. Annars ættu yfirvöld að beita valdi sínu og reka svona menn upp úr dáðleysinu og sinnuleysinu til nytsamlegrar vinnu og hreint og beint banna letingjunum og iðjuleysingjunum fæði og klæði eftir fyrirmælum Páls postula." Það er athyglisvert að Oddur sér enga þversögn í því að hallmæla beiningamönnunum í sama orðinu og hann hrósar landsmönnum almennt. Hann talar svo um hættuna af sjúkdómum sem fylgir þessum fátæka lýð og skort á sjúkrahúsum. Næstir betlurum tel- ur Oddur að kotni vesælir leiguliðar sem hafi á leigu kofaræksni til að búa í og nokkrar kýr og ásauði. Örbirgð siðleysisins hvetji suma til ónytjungsskapar og ills hátternis. Útlendingar tali um illa meðferð á börnum á Islandi en „sýna sjálfir sinn eigin óþverraskap og mannúðarleysi með því að þeir allt að því kepp- ast um að kaupa snotur hundagrey á íslandi, en fást varla til að taka að sér börn.“ Sumir eiga nokkrar eignir, sumpart fyrir elju, sumpart fengnar að erfðum. „Og svo mikið er hið efnalega ójafnræði að unt leið og sumir eiga varla upp í nös á ketti, eins og máltækið segir, eiga aðrir auk fjölda stórgripa og fjár, víðlendar jarðir og ágætlega hýst stórbýli. ... Voru sumir þessara ntanna áður fyrr líka hylltir sem aðalsmenn og báru sérstök skjaldarmerki, enda komnir af bestu og tignustu ættum Norðmanna. En þó að nú á dögurn séu til hjá oss örugg niðjatöl ætta þessara, þá eru þeir nú lítils metnir af flestum, vegna þess að nálega allt, sem til er á íslandi af fast- eignum, lenti annaðhvort í fárra manna höndum, og það manna af lágum stigum, eða rann í fjárhirslur konungs." 6

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.