Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 20

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 20
VISBENDING ádeilu á dönsku kaupmennina á íslandi sem varð til þess að P. C. Knudtzon og annar voldugur Islandskaupmaður, J. A. Wulff í fyr- irtækinu 0rum og Wulff, gripu til andsvara. Um þetta leyti Iá Jón Sigurðsson veikur um hálfs árs skeið í herbergi sem hann hafði á leigu í Klausturstræti í Kaupmannahöfn og hugsaði sinn gang. Ritdeilan varð til þess að hann tók sig til og skrifaði sína fyrstu blaðagrein á ævinni. Henni var beint gegn fyrrverandi húsbónda hans, P. C. Knudtzon, og birtist í þremur hlutum í júní í Kj0ben- havnposten. Til þess að hnykkja enn betur á skrifaði hann aðra grein sem birtist í Kjpbenhavnsposten dagana 4.-5. ágúst 1840 og nefndist B0r Islands Handel frigives? Stjómmálamaður var fæddur. Og það eru líberalisminn og nasjónalisminn sem liggja honum helst á hjarta. I upphafi greinarinnar segir hann að verslun fyrir hvert land sé jafnmikilvæg og andardrátturinn fyrir manneskjuna og nú sé sá tími mnninn upp að hver þjóð fái að anda eins frjálst og hin frjálsa náttúra Guðs leyfi. Hann rekur síðan hvernig ófrelsið í verslun Islendinga hafi hálfkæft þjóðina og ekki leyft henni að njóta auð- æfa sinna sem hann telur umtalsverð. Hann spyr hvort Islendingar eigi ekki að hafa sama rétt og jafnvel hinn aumasti hólmi í sjálfri Danmörku. Mjög sjaldgæft var um þetta leyti að íslendingar Iétu GEFtN ÚT a y \»KHRi n Í8LGI»ÚltElI]M. FOaSTOfinKBFWD: Bjahni Sívertsen, Jón IIjaltalín, Jóím Sjguiíðsso.n, Oddgeirr Stephensrn, Ólafur PÁLSSO.S'. Kogtar 50 sklldinga KAUPMANNAHÖFN, I84i t VRESTSMOOO S. t. MOLLERS. Titilsíða fyrsta árgangs Nýrra félagsrita. Jón Sigurðsson og félagar gáfu út ritið frá 1841 - 1873. að sér kveða á síðum danskra blaða og vöktu greinar Jóns strax verulega athygli á honum, ekki síst heima á Islandi. Fyrsti stóri áfanginn Og nú rak hver atburðurinn annan. A næsia ári stofnaði Jón ásamt 12 félögum sínum tímaritið Ný félagsrit og er það einkum til að berjast fyrir þrentur álum, í fyrsta lagi endurreisn alþingis, í öðru lagi umbótum í skólamáluni á íslandi og í þriðja lagi, en ekki síst, fyrir alfrjálsri verslun sem verður eins og rauð- ur þráður í baráttu hans næstu ár. Meginuppistaðan í þriðja árgangi Nýrra félagsrita árið 1843 er löng ritgerð eftir Jón Sigurðsson er hann nefnir Um verzlun á ís- Iandi. Þar koma vel fram frjálslynd viðhorf hans til verslunar. Um þetta leyti fer hann líka að safna upplýsingum um verslunarhætti á íslandi fyrr og síðar með skipulegum hætti. Hann liggur í göml- um skjölum í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn og biður vini sína á íslandi að senda sér gögn. Unt skeið hafði hann mikinn áhuga á að skrifa hagsögu Islands. Hann segir í bréfi til vinar síns sumarið 1842: „Ég hefi í hyggju, ef ég get, að skrifa Nationalpconomie [þjóðhagfræðij handa fslendingum og skrifa núna Þor- steini [J. Kúld] hvort hann hafi lyst að koma henni út og svo er ég að safna til sögu íslands, einkum verslunarsög- unnar, en það mundi eiga lengra í land þó drottinn gæfi mér líf og heilsu." Aldrei varð þó úr að Jón Sigurðsson gæfi út þjóðhagfræði sem hann nefnir reyndar þjóðbústjórnarfræði á íslensku. En svo mik- ils var hann orðinn metinn á þessu sviði í Danmörku að hann var orðaður sem eftirmaður Berspes sent forstöðumaður Hagstofu Danmerkur er Bergspe andaðist árið 1854. Framganga Jóns í sjálfstæðisbaráttunni mun helst hafa komið í veg fyrir þau áform. Samhliða rannsóknum sínum um verslun, hagi og sögu Islands sökkti Jón Sigurðsson sér ofan í fjármálasögu Islands sem varð svo grundvöllur að fjárhagskröfum alþingis á hendur Dönum. Þar skapaði hann sér og hreyfingu sinni vígstöðu í sjálfstæðisbarátt- unni sem Danir áttu vegna ókunnugleika í erfiðleikum með að hrekja. Eftir að alþingi var endurreist 1845 voru að frumkvæði Jóns Sigurðssonar hvað eftir annað fluttar tillögur um verslunarfrelsi á íslandi. Þetta var mjög einkennileg barátta því að ráðantenn í Danmörku aðhylltust sjálfir frjálsa verslun en voru þó hikandi að opna ísland og ýmsir valdsmenn reyndu að þæfa ntálið, meðal annars á grundvelli þess að fyrst þyrftu að fara fram rannsóknir á málinu og síðan þyrfti að veita kaupmönnunt margra ára umþótt- unartíma áður en verslunin yrði gefin lrjáls. En nú var einungis orðið tímaspursmál hvenær svo yrði. A árununi 1853 og 1854 var verslunarfrelsi til umræðu á danska þinginu og ntun Jón Sigurðs- son hafa beitt áhrifum sínum á einstaka þingmenn bak við tjöld- in enda var hann nákunnugur þeim mörgum og sumir voru garnl- ir skólabræður hans. Einveldið var nú úr sögunni með samþykkt grundvallarlaganna 1849. Jón Sigurðsson var einmitt einn af þingmönnunum sem hafði setið grundvallarlagaþingið og hafði þá haft daglegt samneyti við danska þingmenn heilan vetur. Var frumvarp um verslunarfrelsi fyrir ísland að lokunt samþykkt og gekk í gildi árið 1855. Með því var verslun á Islandi gefin frjáls þegnum allra þjóða. Þetta var fyrsti stóri áfanginn í sjálfstæðis- baráttu Islendinga og var hann ekki síst að þakka hagfræðingnum Jóni Sigurðssyni. 20

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.