Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 33

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 33
VISBENDING efst í huga. Ársfjórðungurinn með 100% árshraða verðbólgunnar var rétt að baki með tilheyrandi gengislækkun krónunnar og launahækkunum. Þá má ekki gleyma því (þótt það sé e.t.v. furð- anlega auðvelt) að frelsi á íslenskum fjármálamarkaði var lítið sem ekkert. Vextir og gengi krónunnar lutu ákvörð- unum hins opinbera, svo og verðlag á mörguin sviðum. Barátta fyrir auknu frelsi var efst á baugi í ritstjórnarstefnu Vísbendingar. Manstu eftir einhverjum skemmtileg- um atburðum sem tengjast upphafi „ Vísbendingar"? Þetta var frábærlega skemmtilegur tími. Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri var þá formaður stjórnar Kaupþings hf. og af honum lærði ég mjög margt sem að gagni kom við ritstjórn blaðsins. Án áhuga hans og eldntóðs hefði „Bending- in“ trúlega aldrei orðið til. Frá þessum tíma eru sætar minningar vegna vel- gengni og frábærrar viðtöku blaðsins - en ég tel hugsanlegt að daglegur vinnu- tími minn hafi aldrei orðið lengri fyrr eða síðar en þau misserin. Hvernig heimild er „Vísbending“ um viðskipta- og efnahagssögu íslands? Ég hef ekki hugsað gaumgæfilega um þá hlið málsins og reikna með að það falli í hlut sagnfræðinga framtíðarinnar að fella þann dóm. En að líkindum er ekki að ftnna jafnríka og samfellda um- fjöllun um íslensk efnahags- og fjármál víða annars staðar. Benedikt Höskuldsson. Hvernig reyndist þérsvo vistin sem rit- stjóri, var hún góður skóli? Vistin á ritstjórnarstólnum reyndist mér afar góður skóli. Ég hafði starfað í tíu ár við greiningu og framsetningu á þjóð- hags- og fjármálastærðum fyrir ritstjóra- starfið en þegar ég lét af því starfi haust- ið 1986 varð ég framkvæmdastjóri í ný- stofnuðu, litlu fjármálafyrirtæki. VIB hf. Ritstjórnartíminn varð mér því eins og nokkurs konar brú á milli tveggja heima. Hafðir þú trú á að „ Vísbending“ gœti náð þeim aldri sem hún hefur náð? Ég verð að játa að mig óraði ekki fyrir því. Hún hefur breyst og aðlagast í tím- ans rás en sá markaður sem hún sækir inn á hefur tekið miklum stakkaskiptum. Ég óska aðstandendum Vísbendingar Páll R. Pálsson. innilega til hamingju með tímamótin og er þegar tekinn að hlakka til fertugs- afmælisins! Þegar Sigurður B. Stefánsson lét af störfum í nóvember árið 1986 fékk Benedikt Höskuldsson það verkefni að ritstýra Vísbendingu. Benedikt hafði þá nýlokið M.A.-prófi í hag- fræði frá Bandaríkjunum. I viðtali sagðist Benedikt minnast þess með hryllingi hversu erfitt það var að taka við blaði úr höndum jafn mikilsmet- ins hagfræðings og Sigurðar B. Stef- ánssonar. Benedikt ritstýrði blaðinu frá nóvember árið 1986 fram í lok apríl árið 1987. Benedikt Höskulds- son starfar nú sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins (VUR). 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Sigurður B. Steánsson Benedikt Höskuldsson Páll R. Pálsson Finnur Geirsson Sigurður Jóhannesson Sverrir Geirmundsson Ásgeir Jónsson Benedikt Jóhannesson Tómas Örn Kristinsson Eyþór ívar Jónsson 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 ■ júlí 1982 II II IIII M • :—:—;—: 1 des. 1986 - apríl 1987 r i maí 1987 - okt. 1987 r i nóv. 1987-maí 1990 r i júní 1990 - ágúsl I 1993 1 sept. 1993-feb. 1995 T i mars 1995 - júlí 1995 /júní 1996 - ágúst1996 i ~ ágúst 1995 - maí 1996 / sept. 1996 H 1 “ i 'j i i nóv. 1996 - feb. 1999 t 1 I mars 1999 - 2003 33

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.