Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 18
VISBENDING
ars vegar fór líberalisminn, sem að verulegu leyti byggðist á
kenningum Adams Smiths og lærisveina hans, sigurför um álfur.
Hins vegar komu í kjölfar upplýsingarstefnu 18. aldar og frönsku
byltingarinnar nýjar hugmyndir um þjóðerni sem byggðust með-
al annars á kenningum Þjóðverjans Herders. Hann skilgreindi
þjóð þannig að hún yrði til fyrir stöðugt samspil manns og nátt-
úru um langan tíma. Af þeim ástæðum væri í bestu samræmi við
náttúrulega skipan að hver þjóð stjórnaði sér sjálf. Þjóðin
átti, samkvæmt þessum kenningum, að vera full-
valda eins og hver einstaklingur væri fullveðja.
Fram til þessa hafði ríkjaskipun byggst á allt
öðrum lögmálum og þá helst sambandi
konungs eða annarra lénsherra við þegna
sína, hverrar þjóðar sem þeir voru. Líber-
alisminn eða frjálslyndisstefnan og
nasjónalisminn eða þjóðernisstefnan
var það tvennt sem mest mótaði hugi
danskra menntamanna eftir að Jón
Sigurðsson kom til Kaupmannahafn-
ar og hafði afgerandi áhrif á hann.
Upp reis í Danmörku öflugur flokkur
sem kallaður var nasjónal-líberalistar
(frjálslyndir þjóðernissinnar). Hann
krafðist stofnunar þjóðríkis í Dan-
mörku, afnáms einveldis, þingbundinn-
ar stjórnar, mannréttinda, svo sem prent-
frelsis, og sem frjálsastrar verslunar. Þetta
var fyrst og fremst borgaraleg hreyfing.
Menntamenn í Kaupmannahöfn báru hana uppi
enda var hún stundum kölluð Prófessoraflokkurinn.
Jón Sigurðsson var hluti af þessari hreyfmgu enda marg-
ir af forystumönnum hennar samstúdentar Jóns og kennarar. Jón
Sigurðsson varð þvf nasjónal-líberalisti og boðaði sams konar
hugmyndir fyrir ísland og danskir skoðanabræður hans höfðu
fyrir Danmörku. Nú til dags er þjóðemishyggja oft tengd ein-
angrunarstefnu en á dögum Jóns var þessu þveröfugt farið.
Nasjónal-líberalistar vildu að hver þjóð væri sér og sjálfstæð en
sem minnstar viðskiptahömlur milli landa. Hér má skjóta inn í að
nasjónal-líberalisminn, sem Jón aðhylltist og boðaði, er enn
arfleifð Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks á Islandi.
Nafn flokksins vísar til sjálfstæðisbaráttunnar og hann á rætur
sínar í öflugri þjóðemishyggju en hefur jafnframt að leiðarljósi
kenningar Adams Smiths í efnahagsmálum.
Að skapa vörunnar sanna verð
Jón Sigurðsson kom 22 ára gamall til Kaupmannahafnar, árið
1833, og einbeitti sér að málfræðinámi og vinnu við margs
konar fomfræði næstu ár. Hann virðist ekki hafa gefið sig mikið
að stjórnmálum á þessu skeiði. Það er fyrst um 1840 sem stjórn-
málaáhugi hans vaknar svo að um munar eins og áður sagði. Og
það er athyglisvert að fyrstu beinu afskipti hans af almennum
þjóðmálum beinast að versluninni á Islandi. Þó að einveldi væri
enn ríkjandi í löndum Danakonungs, mannréttindi alls ekki í
heiðri höfð og ströng ritskoðun við lýði, var líberalisminn í efna-
hagsmálum löngu orðið ráðandi viðhorf á æðstu stöðum. A árun-
um 1818 til 1826 gerðu Danir verslunarsamninga við Prússland,
England, Bandaríkin og Svíþjóð um afnám allra hafta í sigling-
um milli þessara þjóða. Þetta gilti þó ekki fyrir ísland. Árið 1838
var svo samþykkt ný tollalöggjöf í Danmörku sem var talin sú
frjálslyndasta í Evrópu. Enn var þó svokallaður Eyrarsundstollur
við lýði sem innheimtur var af öllum skipum sem sigldu um
sundið. En dagar hans voru líka brátt taldir.
Miklar stjórnmálahræringar urðu í Danmörku árið 1840 í kjöl-
far andláts Friðriks VI og valdatöku Kristjáns VIII. Þá heyrðust
háværar raddir um algjört viðskiptafrelsi og sem minnstar höml-
ur á atvinnu manna. Þær komu fram í ritum málsmetandi manna
sem áttu eftir að verða valdamiklir í Danmörku, ekki síst na-
sjónal-líberalistanna. Helsti hagfræðingur Dana, fyrrnefnd-
ur A. F. Bergspe, sendi til dæmis áþessu ári, 1840, frá
sér ritið Om Laugsvœsen og Nœríngsfrihed og
vildi aflétta hömlum af viðskiptum og atvinnu-
lífi. Líberalisminn í anda Adams Smiths og
Manchesterskólans í Englandi fór því sig-
urför um Danmörku. Jafnvel menn sem
voru eindregnir einveldissinnar aðhyllt-
ust frjálsa verslun. Gott dæmi um það
var Þórður Sveinbjörnsson, dómstjóri í
Landsyfirréttinum í Reykjavík. Hann
var einveldissinni af gamla skólanum
::: og átti eftir að snúast öndverður gegn
Jóni Sigurðssyni í sjálfstæðisbar-
áttuni. En hugmyndir Þórðar um versl-
un voru ótrúlega nútímalegar. Hann var
að rífast um verslunarmál í bréfi til
Gríms Jónssonar, bæjarfógeta í Midd-
elfart, sumarið 1840 og hélt þar stíft fram
lögmáli framboðs og eftirspurnar sem hann
sagði að ætti að ráða:
... það eina sem ég vil og ég kref er að conc-
urrancen [samkeppnin] sé frí, selji þeir [kaupmenn]
svo og kaupi sem þeir vilja. Ég hata af hjartans innsta
grunni allt despotie [kúgun], alla vilkaarlighed [gjörræði]
og þess vegna hata ég líka allt monopolie [einokun] og vil
eftir mínum litlu kröftum fyrirbyggja allt hvað þar til leið-
ir. Monopolie er það mest drepandi despotie sem til er. Ég
sæi helst að öll veröldin concurreraði hér frítt um landsins
pródúktir [afurðir]. í sumar hefur concurrancen verið frí og
er það þá kaupmannanna sjálfra skuld og heimska ef þeir
hafa keypt of dýrt eða selt of lágt. Að þröngva kaupmönn-
um er því sjálfra þeirra verk og að einhver verði aftur úr er
ekki ótítt í sérhverri concurrance, en í kaupskaparefnum
er hún eins og við auction [uppboð] það sem á að skapa
vörunnar sanna verð.“
Verslun undirstaða annarra atvinnugreina Svo er að sjá sem
Jón Sigurðsson hafi byrjað að kynna sér rit frjálslyndra hagfræð-
inga í Evrópu af miklu kappi um og eftir 1840 eða uni svipað
leyti og hann fór að sækja tíma í þjóðhagfræði hjá A. F. Bergspe.
Áhugamál hans voru ekki lengur einskorðuð við fornfræði og
málfræði eins og verið hafði fram að þessu. Árið 1839 kom út í
danskri þýðingu höfuðrit Davids Ricardos, On the principles of
political economy and taxation, og kynnti Jón sér það en Ricardo
var, eins og kunnugt er, lærisveinn Adams Smiths, mikill tals-
maður einstaklingshyggju og frjálsrar samkeppni og einn helsti
hugmyndafræðingur kapítalismans. Ritverk ýmissa fleiri læri-
sveina Adams Smiths voru einnig meðal lesefnis Jóns upp frá
þessu og má þar nefna rit eftir Frakkann Jean B. Say, en hann
reyndi fyrstur hagfræðinga að skilgreina frumkvöðulinn og hlut-
verk hans, og samtímamennina John Ramsey MacCulloch á
Bretlandi og Karl H. Rau í Þýskalandi. í tímum hjá A. F. Bergspe
18