Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 21

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 21
Víklifgablóð ■ eftir Syþór Iyar Jóijssöij Nokkur íslensk fyrirtæki hafa vakið mikla athygli fyrir sköru- lega útrásarstefnu á síðustu misserum. Erlendir fjölmiðlar hafa stundum lýst forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja sem hálfgerðum villimönnum sem ryðji sér leið og vilji slá eign sinni á þjóðargersemar. Islendingunt hefur sennilega alltaf runnið blóð- ið til skyldunnar en kannski hefur víkingablóðið í vaxandi rnæli gert þá órólega svo að þeir hafa séð sig knúna til að leggja í vík- ing á ný. Það hefur alltaf blundað í Islendingum að sigla út í óviss- una, leggja undir sig lönd, eignast ríkidæmi og njóta svo frægðar og frama heima á Islandi. Osagt skal þó látið að útrásarþrá manna sem eru hvað kjarkaðastir nú á dögurn sé með öllu eins og vík- ingaþrá Egils Skallagrímssonar en hún er af svipuðu bergi brotin. Þó má ætla að Egill hafi haft öllu meira ofbeldi í huga þegar hann sex vetra gamall orti: Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýru knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. Blóðbönd Víkingaöldin er fjarlægur tími f huga íslendinga en sá tími markar landnám fslands og upphaf íslendingasagna og er merkilegur hluti norrænnar sögu. Ekki er með öllu ljóst hverjir forfeður íslendinga nákvæntlega voru en að miklu leyti voru þeir víkingar sem höfðu flúið ofríki Haralds hárfagra í Noregi og einnig er talið að víkingar hafi flutt hingað frá írlandi eftir að vík- ingar töpuðu Dyflinni um árið 900. En landið byggðist einstak- lega hratt upp eða á sextíu árum og var orðið nær albyggt árið 930. Rannsóknir hafa sýnt að írskt blóð er blandað því norræna í æðum íslendinga. Ymsar útskýringar hafa fengist á þessu, t.d. að írskir frumbyggjar hafi verið á landinu en sú skemmtilegasta er áreiðanlega sú að íslenskir víkingar hafi oft og iðulega farið ráns- ferðir til írlands og tekið fegurstu meyjar landsins traustataki og flutt þær nauðugar viljugar til íslands. Ef aðfarir íslenskra karl- manna í dag eru einhver vísbending þá er það ekki ósennileg saga. Engu að síður leikur enginn valt á að víkingablóðið ólgar í æðum Islendinga. Veislugleði Þegar ýmis einkenni norrænna víkinga eru skoðuð þá fer held- ur ekkert á milli rnála að íslendingar eru þeim náskyldir. Drykkjusiðir íslendinga minna óneitanlega á veislugleði víkinganna sem endaði nær undantekningarlaust nteð því að þeir dóu víndauða með drykkjarhornið í krumlunni, það er ef þeir voru ekki áður búnir að höggva hver ann an í herðar niður. Þessi ofbeldishneigð blundar reynd- ar enn í Islendingum þó að þeir láti sér yfirleitt nægja að lumbra ærlega hver á öðrum. Sameiginleg menningargildi rista reyndar dýpra en sem nemur öl- æðinu. Aðlögunarhæfni þeirra landnema sem kornu til Islands er aðdáunarverð og sú aðlögunarhæfni einkennir enn íslendinga sem hafa á hálfri öld byggt upp nútímaþjóðfélag eins og best gerist í heiminum og lagað tækni og hugntyndir að íslenskum aðstæðum. Sjálfsbjargarviðleitnin er annar áberandi þáttur, bæði hjá fyrstu landnemunum og afkomendum þeirra nú en aðstæður hafa lengst af ekki boðið upp á annað. Fyrir vikið eru Islendingar sífellt á varð- bergi og bera tilfinningar sínar ekki á borð fyrir hvem sem er nema þegar þeir drekkja sorgum sínum. Örlögin ráða Kannski minnir það mest á víkingana í fari íslendinga að ennþá eimir af örlagatrúnni. Víkingamir vom tilbúnir til að taka mikla áhættu vegna þess að þeir trúðu því að þeir dræpust hvort eð er ekki nema það væm örlög þeirra og þá var lítið annað en að taka því enda lægi þá leiðin í gott teiti í Valhöll. Lífíð varð því eins konar leikur þar sem allt var lagt undir. Fyrir vikið vom víkingarnir tilbún- ir að sigla á móti storminum í lífi og leik. Eitthvað örlar enn á þessu hjá Islendingum sem oft og tíðum virðast mun áhættusæknari en gengur og gerist á rneðal annarra þjóða, óhræddir við að ráðast í verkefni sem virðast þeim ofviða og tekst furðu oft vel upp. Hluti af þessu er líka óbilandi sjálfstraust sem fær hvern íslending til að telja sig jafningja hundrað manna og Islendinga sent þjóð til að halda að þeir séu stórveldi í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Verðlaunin eru í sjálfu sér ekki peningarnir þó að íslendingar séu, eins og víkingarnir voru, blindaðir af glingrinu heldur miklu frekar frægð og franti. Aðalatriðið er að hægt sé að segja óteljandi hetjusögur enda varla sá Islend- ingur til sem ekki telur ævisögu sína næstum skyldulesn- ingu fyrir aðra, enda leitun að hógværum Islendingi. 21

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.