Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 32

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 32
VISBENDING Vísbending í 20 ár - með augum ritstjóra - Sigurður B. Stefánsson. Sigurður B. Stefánsson hefur um langt skeið verið einn af allra snjöllustu viðskipta- og efnahagssérfræðingum lands- ins. Sigurður var einn af aðalhvata- mönnum útgáfu Vísbendingar og jafn- framt fyrsti ritstjórinn en hann stýrði blaðinu frá júlí árið 1983 fram í nóv- ember árið 1986. Sigurður B. Stefáns- son er nú framkvæmdastjóri eigna- stýringar íslandsbanka. Hann svaraði nokkrum spurningum um tímabil sitt sem ritstjóri. fyrir tuttugu árum var ekki um auðugan garð að gresja hér innlands hvað varðar upplýsingar og greiningu á þessu sviði. Átti blaðið sér einhverjar fyrirmyndir? Enga beina fyrirmynd, alls ekki. Ahersl- an var jafnan á að sinna sem best þörf- unr og óskum innlendra viðskiptavina okkar og þannig mótuðust efnistökin. Það er því viðeigandi þegar 20. árgangur ritsins er að lok- um kominn að skoða þær „vís- bendingar“ sem gefnar hafa verið á þessum árum. Tíu menn hafa setið í ritstjórastól Vísbendingar þó í mislangan tíma en fimm þeirra, Sigurður B. Stefánsson, Finnur Geirs- son, Sigurður Jóhannesson, Tómas Örn Kristinsson og Eyþór fvar Jónsson hafa setið við stjórnvölinn í um og yfir þrjú ár. Þeir voru beðnir um að rifja upp í stuttu máli þá tíð þegar þeir ritstýrðu blaðinu. var ekki á lausu. „Vísbending" var næsti bær - en lýsir líka upphaflegri ritstjórn- arstefnu blaðsins ágætlega. Hver var aðdragandinn að því að þú settist í ritstjórastól „Vísbendingar“? Ég hafði starfað sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun um tíu ára skeið en var á meðal stofnenda Kaupþings hf. á árinu 1982. Ég réðst síðan sem ráðgjafi á sviði gjaldeyris- og tjármála til Kaupþings hf. um mitt árið 1983 en fyrsta tölublað Vísbendingar kom út í júlímánuði það ár. Eins og fyrr segir var þetta okkar form á ráðgjöf í gjaldeyrismálum þótt bein ráðgjöf til fyrirtækja á því sviði væri einnig hluti af mínu starfi þá. Þann 20. júlí árið 1983 var vikuritið Vísbending í fyrsta skipti gefið út. Undirtitillinn var „vikurit um erlend viðskipti og efnahagsmál" sem stend- ur enn nema hvað orðið „erlend" hef- ur verið klippt út. Það er hins vegar ekki það eina sem hefur breyst í út- gáfu blaðsins því bæði útlit og efnis- tök hafa breyst jöfnum höndum með nýjum ritstjórum og aðstæðum á markaði. Engu að síður hafa þau gildi og viðmið sem blaðið fóstraði í upphafi lifað og dafnað á lífsleiðinni. Ritið er enn sem áður vísbending fyrir stjórnendur og sérfræðinga. gangurinn var að fjalla um gjaldeyris- mál fyrir fyrirtæki sem áttu mikið undir því að taka réttar ákvarðanir á því sviði og birta upplýsingar og greiningu þar að lútandi. Vikuritsformið varð fyrir valinu vegna þess að þannig var unnt að ná til stærri hóps en með beinni ráðgjöf. Efna- hagsmál og fjármál voru síðan einnig tekin til umfjöllunar. Hafa þarf í huga að Hvernig gekk að safna upplýs- ingum og hvar var leitað fanga? Það var gífurleg vinna að draga saman allar þær upplýsingar sem við birtum á þeim árum. Þetta var enda löngu fyrir daga grein- ingardeilda bankanna, netsins og viðskiptablaðanna. Aðeins var um opinberar útgáfur Seðla- banka, Þjóðhagsstofnunar og Hagstofunnar að ræða og þær ekki alltaf beinlínis sniðnar að þörfum stjórnenda fyrirtækja. Gögn þessara stofnana auk alþjóð- legra upplýsinga voru grunngögn okkar en um mjög mikla úrvinnslu var að ræða, auk skýringa og túlkunar. Hvernig var blaðinu tekið ífyrstu? Vísbendingu var frábærlega vel tekið allt frá upphafi. A þessum markaði var ekki mikil samkeppni á árinu 1983 og veruleg þurrð á innlendu lesefni og umljöllun um fjármál og efnahagsmál. Verðbréfa- markaður á Islandi var að byrja að spretta úr grasi og við gátum auðvitað geftð Ies- endum upplýsingar þaðan beint í æð. Hver var hugmyndin á bak við útgáfu Vísbendingar fyrir um tuttugu árum? Kaupþing hf. hóf starfsemi sína síðla árs 1982 og um mitt árið 1983 var ákveðið að ráðast í útgáfu Vísbendingar - viku- rits um efnahags- og gjaldeyrismál. Til- Af hverju var blaðinu gefið heitið „Vísbending"? Það var ekki þrautalaust að finna fram- bærilegt nafn á vikurit með jafnháleit markmið! I stuttu máli þróaðist leitin í átt að nafninu „Vísir“ sem að sjálfsögðu Hvaða málefni voru mest áberandi í viðskipta- og efnahagsumrœðunni á þessum tíma? Ég held að verðbólga, ofurháir vextir og gengi krónunnar hafi verið mönnum 32

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.