Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 24

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 24
VISBENDING Það rofaði mjög til á viðreisnaráratugnum 1960-1970: þetta var stjómin, sem lyfti ávaxtabanninu. Umbætumar, sem viðreisnarstjóm- in réðst í, gengu þó of skammt af sjónarhóli nútímans, allt of skammt, enda hélt hringavitleysan í efnahagsmálunum áfram eftir 1970, þótt hlutföllin væru nú önnur. Hagvöxturinn var að vísu allmikill og full atvinna flest árin, jafnvel yfirfull, og þessu fylgdi mikil verðbólga, sem skekkti innviði atvinnulífsins, mikil skuldasöfnun í útlöndum langt umfram arðvænlega tjárfestingu og landlæg óhagkvæmni og sóun á ýmsum sviðum, ekki sízt í landbúnaði og sjávarútvegi. Enda vantaði mikið á, að Islendingar stunduðu heilbrigðan markaðsbúskap að hætti annarra þjóða í okkar heimshluta. Ríkisbúskapurinn í heild var rekinn með allmiklum halla, sem sást þó ekki greinilega í ríkis- reikningi eða öðmm opinbemm skýrslum, af því að ríkisbókhaldið náði aðeins yfir ríkisbúskapinn í allra þrengsta skilningi. Þetta var Vísbendingu og Fjármálatíðindi. Það framtak mæltist misjafnlega fyrir. Og það er ekki fyrr en nú, fimmtán ámm síðar, að málið er komið langleiðina í liöfn. Ég skrifaði fyrstu Evrópusambands- greinina mína í Morgunblaðið árið 1987 - ekki til þess að lýsa eig- in afstöðu af eða á, heldur til þess eins að hreyfa málinu og reifa kosti og galla. Ég átti von á, að stjórnmálaflokkamir myndu taka fyrr við sér í því máli en raun hefur orðið á, en drátturinn þar er skiljanlegri en í bankamálinu, þar eð Evrópumálið er í eðli sínu rammpólitískt. Auk þess eru stjómmálaflokkamir flestir þver- klofnir í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. Klofningurinn af- hjúpar þá einföldu staðreynd, að flokkaskipanin í landinu var búin til handa allt öðru þjóðfélagi en því, sem við búunt nú í. Því fer þar að auki fjarri, að allir evrópskir hagfræðingar séu á einu máli um ágæti aðildar landa sinna að Evrópusambandinu, þótt flestir séu Flokkaskipanin í landinu var búin til handa allt öðru þjóðfélagi en því, sem við búum nú í. raunar hlynntir aðild ýmist af efnahags- eða stjórnmálastæðum, eða svo hefur mér sýnzt. Hagfræðinga getur að sjálfsögðu greint á um stjómmál ekki sfður en annað fólk. Það er á hinn bóginn enginn sambæri- legur ágreiningur milli góðra hagfræðinga um samband ríkishalla og verðbólgu, og eiginlega ekki heldur um ríkisbankarekstur: það er hagfræði og ekki pólitík. Mér hefur með líku lagi þótt það dragast úr hömlu að koma fiskveiðistjómarkerfinu í gott og heilbrigt horf. Röksemdir veiði- gjaldsmanna hafa legið fyrir síðan laust eft- ir 1970, og þeim hefur verið haldið fram með fjölbreyttum blæbrigðum nær sleitu- laust æ síðan, og samt er það fyrst núna, 30 ámm síðai', að alþingi hefur leitt veiðigjald í lög, en þó þannig, að ýmsir óttast, að gjaldinu sé aðeins ætlað að vera til málamynda og villa mönnum sýn. Það liggur fyrir, að ijórir stjórnmálaflokkar af fimm hafa nú fallizt formlega á röksemdir okkar veiðigjaldsmanna, svo að nú er það eitt eftir að sjá til þess, að andi löggjafarinnar birtist í fram- kvæmd: gjaldið verður vitaskuld að bíta, ef það á að geta gert fullt gagn. Og þá eru það landbúnaðarmálin. Búverndarkostnaðurinn hef- ur dregizt saman, það er rétt, en það hefur gerzt nær eingöngu vegna þess, að bændum hefur fækkað. Arið 1999 kostaði bú- verndin neytendur og skattgreiðendur á íslandi 36.000 Banda- ríkjadali á hvert ársverk í landbúnaði samkvæmt skýrslum OECD, það er að segja 240.000 krónur á mánuði á hvert ársverk til sveita. Ýmislegt hefur eigi að síður þokazt í rétta átt: nú er til dæmis hægt að kaupa innfluttan ost og jafnvel innflutt kjöt í búð- um hér, að vísu á okurverði vegna tollverndar. Baráttan gegn markaðsfirringu landbúnaðarins hefur því ekki verið með öllu ár- angurslaus: mig langar að nefna hlut Jónasar Kristjánssonar rit- stjóra sérstaklega í því sambandi, því að hann hefur haldið fram réttum og skynsamlegum rökum í málinu um 30 ára skeið og ekki látið deigan síga. Hægagangurinn af hálfu stjórnvalda hefur á hinn bóginn sannfært mig um það, að innflutningsmálin kom- reyndar tilefni fyrstu greinarinnar, sem ég skrifaði um efnahagsmál í Morgunblaðið, það var haustið 1985, tveim ámm eftir að ég fiutti aft- urheim til Islands haustið 1983eftirþrettánárasamfellda útivist. Mér þótti ráðlegt að blanda mér ekki í efnahagsumræðuna fyrstu tvö árin mín hér heima: mér þótti rétt að anda rækilega að mér, áður en ég byrjaði að anda frá mér. En stfflan brast sem sagt: þegar fjárlagafrumvarpið kom út haustið 1985, virtist það á yfirborðinu benda til þess eina ferðina enn, að rík- isljármálin væru í góðu lagi, enda þótt verðbólgan væri mikil. Mér þótti nauðsynlegt að benda á, að hér væri ekki allt sem sýndist, því að ríkisbúskapurinn í breiðum skilningi væri rekinn með halla svo sem löngum fyrr og þessi halli ætti nokkurn þátt í þenslunni. Mér sýnist að málfiutningur minn og margra annarra á níunda áratugnum og fyrr um skaðann af völdum verðbólgunnar hati skilað sér sæmilega. Doktorsritgerð mín frá árinu 1976 tjallaði reyndar um þetta efni: hug- myndin kom að heiman, þótt Island kæmi hvergi við sögu í ritgerð- inni. Nú þykir það sjálfsagður hlutur að halda hagstjórninni í því horfi, að verðlag haldist þokkalega stöðugt, enda þótt það hafi reynzt mönnum nokkuð erfitt á stundum. Ýmislegt annað hefur tekið lengri tíma. Ég skrifaði um ríkisbanka- rekstur eða réttar sagt gegn honum í Morgunblaðið 1987, og einnig í 24

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.