Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 7

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 7
VISBENDING Sama verð um aldir alda Oddur segir frá viðskiptum og þar keniur fram að verðbólga var engin í viðskiptum innanlands og lögmálin um framboð og eftirspurn honum lítt að skapi. Vöruskipti voru viðtekinn verslun- armáti og skortur á málmum til myntsláttu: „Hér að framan hef ég nú rætt stuttlega um hina gagnkvæmu góðgerðarsemi og vinsam- legu samskipti Islendinga og sér í lagi um gestrisni þeirra. Er nú rétt að segja nokkuð frá verslun þeirra og viðskiptum, bæði sín á milli og við aðra, og mun af því sjást, hve fráhverft þetta fólk er svikum, prettum og falsi. En þeir viðhafa almennt í kaupum og söl- um hina ævafomu viðskiptaaðferð, sem sé að skipta á einum lilut fyrir annan. Það að auki halda þeir alltaf í heiðri einu og sama verði á öllum hlutum. Þannig selst hjá oss í dag pund af smjöri, fiski, mjöli o.s.frv., eða alin af dúk, vaðmáli, _____. líni eða hvers konar annarrar álna- og þyngdar- vöm á ekki meira en fyrir 100 eða jafnvel 200 ámm og meira. ... Skal ósagt látið, hvort að þessu leyti beri að telja Islendinga meiri hrakfallabálka en aðrar þjóðir, eða kannski staðfastari, réttsýnni og áreiðanlegri. En að þessu leyti em þeir fastheldnir við foma siði. Aftur á móti breyta erlendir kaupmenn þráfaldlega verðgildi vöru sinnar og selja við mismunandi verði og sem langtum verra er, margsvíkja hana. Hafa alloft heyrst sárar kvartanir íslendinga undan þessu, enda var það samkomulag þeirra og erlendra kaup- manna, að yfirleitt allar vömr sem fluttar eru til eyjarinnar og frá henni skyldu um alla framtíð seljast við því verði, sem þær vom upphaflega metnar á og skráðar í al- menna taxta.“ ing fyrir sig og leita jafnframt hvers tækifæris til að sýna þeim fyr- irlitningu. Sárafáir líta á sig sem skuldbundna yfirboðumm, því að flestum þykir skyldan hvimleið byrði sem þeir fagna að geta varp- að af sér.“ Kemur þarna kannski í ljós óánægja embættismannsins með sína samtíð, þrátt fyrir að hann segist skrifa um gullöld Islend- inga? v: Skyldutilfinning þrælanna Ilok 17. aldar samdi Páll Vídalín lögmaður rit Um viðreisn ís- lands þar sem hann segir frá atvinnuvegunum frá upphaft ís- lands byggðar og fram á sína daga. Um 70 ámm síðar eða árið 1768 endursemur Jón Eiríksson ritið, en Jón náði lengst Islendinga í embættismannastiga Dana og gegndi ýmsum áhrifastöðum í Kaupmannahöfn. Hörmungar miklar og hallæri höfðu hrjáð lands- menn á 17. öldinni og ekki bætti um betur á þeirri 18. þannig að margt átti jafnvel betur við þegar ritið var endursamið. Beininga- ntennimir sent höfðu valdið Oddi biskupi svo miklum áhyggjum voru nú orðnir svo margir, að Páll óttaðist að öreigatjöldinn ógnaði bjargræði þjóðarinnar og innan skantms yrðu allir jafn blásnauðir því að ómögulegt sé, að hinir fáu góðbændur fái risið undir þörf- um heimila sinna og neyð fjöldans. Válynd veður, flóð, ísar og eld- ar eyða heilum byggðum og þeir sent eftir lifa hafa ekki nóg að bíta og brenna. Athyglisvert er að þrátt fyrir allt þetta rekur Páll frum- orsakir hins slæma ásigkomulags landsins til „vankunnáttu for- feðra vorra í að koma skipan á þjóðfélag sitt.“ Valdsmenn og lög þyrfti til þess að koma skikk á málin. „En hér kom fleira til. Kristn- in sem lögtekin var árið 1000, hnekkti bæði valdi og auði höfðingj- anna, því að með henni var þrælahald afnumið, en um leið hvarf þakklátssemi og skyldutilfinning þrælanna. Leysingjarnir litu á frelsið sem réttindi sín, sem þeir ættu ekki húsbændum sínum að þakka heldur sjálfum sér, og það leystu þá undan þýlyndi fortíðar- innar. En svona er mannleg náttúra. Hinir lægra settu öfunda þá æðri og líta á allt, sem gæti verið þeim til lítilsvirðingar sem ávinn- Vonin um ágóða knýr menn áfram ríða í ritinu kemur fram að of lítil verslun við umheiminn varð landsmönnum fjötur um fót. „Sagan sýnir ljóslega, að á sama hátt og fátækt og sú niðurlæging, sem atvinnuvegirnir eru komnir í, hófst samtímis því sem Islendingar lögðu nið- ur verslun og siglingar." Einokunin varð þar síst til að bæta um. Mikið vantaði af vörum en allt of mikið var af öðrum. „Má þar fremur öðru nefna þau kynstur af tóbaki og brennivíni, sem ekki er einungis gagnslaust heldur skaðlegt í fyllsta máta.“ Athyglisverður kafli sýnir að á íslandi áttuðu menn sig á kostum þess að menn ættu ágóðavon: „Alla útlendinga hefir skort það, sem hefði getað reynst sterkasta hvötin til að sinna velferðar- málum landsins, en það er vonin um að slíkt mætti bæta þeirra eigin hag. Þeir sáu í upphaft að allur þungi viðreisnar- starfsins kæmi til að hvíla á þeim meðan þeir þjónuðu í starfí. A hinn bóginn var þeim ljóst, að konur þeirra og börn myndu, að þeim látnum, dveljast erlendis, þar sem allar eignir þeirra voru og hefðu jafnlítið tjón af vandamálum íslands og hagn- að af umbótum í því efni. Óttinn við erfiðið gat ^ón EiríkSSO^- ÞV1 nægt til að fæla þá frá að gera nokkurt átak eða það sem fyrirhöfn fylgdi, þegar ekki gat valdið þeim tjóni, að þeir væru aðgerðarlausir, en engin von um ágóða knúði þá áfram.“ Bókvitið verður í askana látið Jón Eiríksson víkur að því að utanfarir fslendinga til forna hafi verið landinu til sæmdar. Þær færðu landinu auðæfi, bæði af verslun, víkingaferðum og dýrmætum gjöfum, en ekki síður fróð- leik um hætti annarra þjóða, sem þeir sem fóru utan nutu í dag- legri umgengni. En hann bendir á að nániið í Kaupmannahöfn hafi verið fábreytilegt og mest snúið að guðfræði, latneskri mál- fræði og sögu. Þau fræði sem lúta að viðreisn atvinnuveganna hafi orðið útundan. „Mjög fáir Islendingar hafa lagt stund á stærðfræðivísindi og þeir hafa sest að erlendis. Sárafáir hafa stundað náttúruvísindi, læknisfræði eða þær vísindagreinar, sem þar tilheyra og næsturn enginn hefur kynnt sér það sem menntað- ar þjóðir hafa þróað með sér í tækni- eða búvísindum, t.d. akur- eða garðyrkju, skógrækt, iðnaði, verslun eða þessháttar. ... Kennsla í stjómvísindum og hagfræði hefir verið algerlega ófull- nægjandi eða engin til skamms tíma. En nú er byrjað að iðka þau fræði og opinber kennsla í þeim tekin upp. En fátæktin helir alltaf verið íslenskum námsmönnum fjötur um fót, svo að þeirn hefir ekki gefist tími til að dveljast svo lengi erlendis, að þeir gætu kynnt sér þessa hluti, án þess að vanrækja hið eiginlega háskóla- nám sitt.“ Þessi orð voru í fullu gildi allt fram á 20. öldina. 7

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.