Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 37
VISBENDING
þekkst í Vísbendingu en hann er ein-
nig tölvunarfræðingur að mennt.
Tómas starfar nú sem framkvæmda-
stjóri peningamálasviðs hjá Seðla-
banka íslands. Hann svaraði nokkrum
spurningum um þá reynslu að vera rit-
stjóri Vísbendingar.
Hvernig kom til að þú varðst ritstjóri?
Það var fremur stuttur aðdragandi að
komu minni á Vísbendingu. Ég hafði
látið af starfi á Verðbréfaþingi íslands
og var í tímabundnum verkefnum í
Seðlabankanum og var að íhuga fram-
tíðarstarf þar. Ég hafði skráð mig á
nokkrar vinnumiðlanir og fékk í fram-
haldinu símtal frá Benedikt Jóhann-
essyni en hann hafði kennt mér í Há-
skólanum fyrir margt löngu. Ég mætti í
viðtal til hans á laugardagsmorgni og
var ráðinn á staðnum. Ég hafði ekki
skrifað í Vísbendingu en ræða sem ég
hafði flutt á ársfundi Verðbréfaþings
hafði verið umrituð til birtingar ein-
hverjum árum áður.
Hvað einkenndi efnahagsumræðuna á
þessum tíma?
Þjóðin var að rísa úr efnahagslægð og
allt var að fara á fullt í hagkerfinu, jarð-
göng og álver í byggingu. Verðbréfa-
markaðurinn var á góðri siglingu og rík-
ið var að ná tökum á langvinnum tjár-
lagahalla. Farið var að hilla undir evruna
og almennt var uppgangstínri í heimin-
um. Fáar blikur voru á lofti fyrir utan
vaxandi viðskiptahalla og voru fá tæki-
færi ónotuð til að vara við honum.
Hvernig byggðir þú greinaskrif þín
upp?
Flestar greinarnar sem ég skrifaði byggð-
ust á rituðum heimildum og voru að meira
eða rninna leyti grúsk á vinnustað eða í
bókasöfnum en stöku sinnum fór ég í
vettvangsferðir, t.d. minnist ég skemmti-
legrar heimsóknar í Sorpu þar sem ég
kynntist þvf fjölbreytta starfi sem þar er
unnið og ritaði í framhaldinu grein um
endurvinnslu á íslandi. Þann tíma sem ég
starfaði við blaðið lagði ég dálítið upp úr
útlitinu og myndskreytti það eins og tæki-
færi gáfust til. Mér fannst það líflegra fyrir
vikið en fékk þó að heyra að þetta væri að
verða eins og „skólablað" en lét það svo
sem ekkert á mig fá.
Varðstu var við heitar umrœður út af
einhverju sem þú skrifaðir í „Vísbend-
ingu“?
Það urðu allsnarpar umræður urn grein-
ar þar sem fjallað var um fjármál sveit-
Tómas Örn Kristinsson.
arfélaga. Ég tók upp á þeirri nýbreytni
að búa til svokallað „draumasveitarfé-
lag" þar sem ég gaf stærstu bæjunum
einkunnir fyrir ýmsa liði er tengdust
fjármálastjórnun og fleiru. Þetta vakti
mismikla ánægju. Bæjarastjórar og end-
urskoðendur hringdu unnvörpum, aðal-
lega til að kvarta en sumir til að fá frek-
ari upplýsingar. Einn spurði m.a. hvernig
hann ætti að breyta rekstri sveitarfélags-
ins til að hækka á listanum. Það urðu
einnig blaðaskrif í öðrum fjölmiðlum út
af þessu. Tilgangur ntinn með þessari
einkunnargjöf var m.a. að fá aukna um-
ræðu, því að samanburður á rnilli sveit-
arfélaga er allflókið mál og því eru
menn tregir til að fara út í slíkan saman-
burð. Þótt samanburður Vísbendingar
væri langt því frá gallalaus gaf hann
ákveðnar vísbendingar og til þess var
leikurinn gerður.
Önnur grein sem ég man eftir að olli
fjaðrafoki var grein um framtíðarkostn-
að íslenska ríkisins vegna öldrunar á
næstu áratugum. Þáverandi landlæknir
tók þetta óstinnt upp og hringdi fremur
illur í mig og húðskammaði mig fyrir
viðhorftn sem fram komu í greininni. Ég
bað hann um að skrifa frekar grein í Vís-
bendingu og koma skoðunum sínum á
framfæri við lesendur. Þetta gerði hann
og síðan aftur eftir að ég hafði svarað
einhverju til í millitíðinni.
Vhr annasamt verk að ritstýra „Vís-
bendingu"?
Mest gefandi í útgáfunni var vinnan við
jólablað Vísbendingar. Þar voru efnistök
allt önnur en venjulega og afraksturinn
mun veglegri en maður átti að venjast.
Það þurfti að leita fanga víða og því fylgdu
samskipti við skemmtilegt fólk. Ég
reyndi að vera uppfinningasamur um
fyrirsagnir greina og stöku sinnum
þurfti eigandinn að grípa í taumana þeg-
ar honum fannst full langt gengið en allt
var það góðfúslega tekið til greina. Það
sem var verst í vinnunni var þegar grein-
ar brugðust sem búið var að lofa fyrir
tiltekið tölublað. Það þýddi oft setur
langt fram á nætur við að skrifa grein í
staðinn. Stundum gerðist þetta nreð til-
tölulega litlurn fyrirvara og slíkt gat sett
ýmislegt úr skorðum.
Var þetta góð reynsla?
Vísbending var góður skóli. Þar gilti
sjálfsagi og ekki var hægt að víkjast
undan, blaðið varð að koma út, hvað
sem á dyndi. Það reyndi oft á útsjónar-
semi og sveigjanleika en á endanum
bjargaðist allt. Ritstjórastaða Vísbend-
ingar var einyrkjastarf þann tíma sem ég
starfaði þar og er því injög bindandi en
starfsmenn Talnakönnunar voru góðir
samstarfsmenn.
Eyþór ívar Jónsson tók við ritstjórn
Vísbendingar í byrjun mars árið 1999
og hefur ritstýrt blaðinu síðan. Eyþór
er viðskiptafræðingur.
Var einhver aðdragandi að því að þú
settist í ritstjórastól „Vísbendingar"?
Það var satt að segja fyrir hreina tilvilj-
un því að ég var staddur í Danmörku þar
sent ég var að Ijúka við meistaraprófs-
ritgerð og var að velta því fyrir mér
hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur
næst. Svo vildi til að ég hitti gamlan fé-
laga í áramótaboði á Islandi sem starfaði
hjá Talnakönnun og Vísbending kom til
tals þar sem ég hafði skrifað nokkrar
greinar í blaðið. Þar frétti ég að Tórnas
væri að hætta sem ritstjóri svo í ein-
hverjum hálfkæringi sendi ég tölvupóst
á Benedikt í janúar þar sem ég spurðist
fyrir um stöðuna og það vildi svo vel til
að hann hafði lesið og líkað vel bókin
„Frumkvæði til framfara" sem ég hafði
skrifað og hafði verið gefin út árið áður.
Úr varð að ég yfirgaf Danmörku og
fluttist til íslands.
Urðu einhverjar breytingar á rit-
stjórnarstefnunni?
Ég áttaði mig á að ég hafði rennt svolít-
ið blint í sjóinn og gerði því nokkra at-
hugun á markaðsaðstæðum. Greinilegt
var að umræðan, og útgáfa efnis, um
viðskipta- og efnahagsmál var orðin
miklu meiri en hún hafði nokkru sinni
verið í sögu Vísbendingar og mikið af
þessu efni var orðið aðgengilegt á net-
inu. Það hvarflaði þvf að mér að Vís-
37