Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 8

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 8
VISBENDING Ríkt land, fátæk þjóð Höfundar telja að öll efni standi til þess að Island sé eyja auð- legðar. Margt er í bókinni spádómlega sagt: „Hver skyldi ætla annað en stærsta eyland Evrópu næst á eftir Stóra-Bretlandi, færði landsherra sfnum mikinn hagnað? Ur hafinu umhverfis þetta eyland hefir verið aflað margra milljóna virði og það liggur svo vel við hinum arðvænlegu hvalveiðum, að árlega sækir þangað fjöldi manna til slíkra veiða. Hver skyldi trúa öðru en að slíkt land færði föður sínum álitlegar tekjur, eða að minnsta kosti gæti það undir sérstökum kringumstæðum lagt fram drjúgan skerf til nauðsynja ríkjanna. En hver sanngjarn maður hlýtur að viðurkenna hið gagn- stæða.“ Seinni hluti verksins Um viðreisn Isiands fjallar um sértækar um- bætur. Fyrst ber að nefna kynbætur á íslenskri embættismannastétt sem felist í því að amtmaður leitaði sér kvonfangs „úr heldri manna stétt Kaupmannahafnar." Af öðrum umbótum má nefna bætta verk- kunnáttu, akuryrkju og stofnun kaupstaða. Þar yrðu skólar svo sem reikni- og stýrimannaskóli, kennd skíðaíþrótt, vega- og brúargerð og margt lleira. „I bænum myndu margir vandræðagripir og lítils nýtir menn breytast í dugandi borgara og raunverulega fjölga þjóð- inni og bæta efnahag hennar því að upp kæmu nýjar atvinnugrein- ar og hinar eldri yrðu betur stundaðar, bæði með því að auka fram- leiðsluna, bæta vinnubrögð við hana og greiða þannig fyrir sölu hennar." Þetta er ekki sveitarómantík Hriflu-Jónasar, heldur talar hér maður sem reyndist ótrúlega sannspár um þróun byggðar. Mannfækkun af hallærum Hannes biskup Finnsson skrifaði merka bók í lok 18. aldar eða skömmu eftir að Jón Eiríksson skrifar aðra útgáfu af Viðreisn íslands. I Mannfœkkun afhallœrum fjallarhann um það með vísinda- legri nákvæmni hvemig þjóðin varð fyrir hveiju áfallinu á fætur öðm og dregur af því lærdóm. Margir hafa talið að Hannes og Jón Eiríks- son hafi með verkum sínum lagt grunn að ýmsum rannsóknum Jóns Sigurðssonar. Ekki verður staldrað Iengi við rit Hannesar, en upphaf bókarinnar er eftirminnilegt: „Drepsótt, stríð og dýrtíð eru kallaðir þeir snörpustu vendir í Guðs hendi, af hvörjum Davíð konúngur átti forðum kost á að veljaeinn.... A nærverandi tíðum er stríð orðið væg- ara en drepsótt, einkum meðal vel siðaðra þjóða, því það deyðir nú eigi kvinnur og böm eins og í fymdinni, heldur skilur úngviðið eftir, þar sem drepsóttin slær niður menn og kvinnur, únga og gamla.“ Lýsir svo Hannes hverri óáran annarri verri og vitnar í annála til þess að segja hve margir hafi fallið frá. Þó segi það ekki alla sögu því að margir hafi verið svo illa farnir sem þó hafi lifað að skaðinn sé mun meiri en dánartölur segi til um. Vitnar hann í því sambandi til þess hve brennivínið eyðileggi líf miklu fleiri manna en það veldur bana. Sum árin hafi óáran verið svo mikil að menn hafi jafnvel lagst svo lágt að eta hrossakjöt. „Það var segin saga að hrossakjötsætur vóru þeir fyrstu sem á þessum hallærisámm í harðrétti útaf dóu. Orsökin var augljós, að af því þessi nautn var almennilega álitin óheiðvirð, þótt- ust þeir er hana brúkuðu, eigi skyldugir til, vóm eigi heldur svo vandir að breytni sinni, að þeir vildu brúka sómaaðferð og sparneytni í þessari matartekju, heldur átu sumir sjálfdauð og úldin hræ.“ Það er athyglisvert að hjá Hannesi kveður við annan tón en í eldri ritum þar sem menn hafa áhyggjur af því að fólksmergðin valdi flökkulýð. Almúginn er alls staðar skammsýnn Hannes segir oft frá því að fátækir séu veikastir fyrir. Menn eigi að útrýma fátæktinni en ekki fátæklingunum. „Það er til lítils að lækna áfallna fátækt, nema undir eins sé komið í veg fyrir þá áfallandi. Við uppsprettu skal á stemma, en eigi að ósi; svo kostar miklu minna að hjálpa fátækum íyrst, þá þeir komast á knén til falls, en reisa þá á fætur, eftir að þeir eru dotmir um koll.... Almúgi er alls- staðar í heiminum skammsýnn og sér, þegar almennings gagn á að metast, h'tið íiram í veginn fyrir sig. Allsstaðar em fátækir, sem af sjálfs rammleik geta eigi útstaðið uppákomandi bágindi. Séu þeir þá eigi studdir, tapast lífið eður að minnsta kosti heilbrigðin.“ Hannes telur að fátækir eigi að minnsta kosti að vera snyrtilegir og endar rit sitt með þessum hætti: „Þrifalegt má vera þótt fátækt sé.... Verði mér andmælt að tötrar hljóti að sýna armæðuna, þá svara ég að það er andans örbirgð einúngis um að kenna, ef ekki má svo mála blygðunarsama, hreinlega, meðaumkunarverða fátækt, að hún sé eigi undir eins óþrifa- og viðbjóðsleg, því það má að minnsta kosti heimtast, að slík mynd bjóði eigi veiri þokka af sér en hver önnur íslensk fömkind.“ Óttumst ekki útlendinga Jón Sigurðsson ritaði um flest framfaramál á Islandi um sína daga og árið 1843 skrifaði hann ítarlega ritgerð, Um verslun á íslandi, um nauðsyn þess að gefa verslunina frjálsa. Hann talar um það hversu bagalegt það sé að allur útilutningur fari í gegnum Danmörku og því komi útlendir menn ekki til Islands til þess að kaupa vöruna. En á dögum Jóns var það viðhorf uppi, ekki síður en nú, að útlend- ingar væm þjóðinni hættulegir í atvinnurekstri: „Það munu enn sum- ir óttast, að útlendir menn muni setjast í atvinnuvegu landsmanna, þá sem ábatamestir em, og bera Islendínga sjálfa ofurliða, af því hinir sé ötulli og auðugri. En þessu er ekki að kvíða, því fyrst er ekki svo mjög að óttast, að aðsókn að landinu verði meiri en þarfir þess og verslunarmegin leyfa, og því næst er landið ekki svo vel rómað í öðr- um löndum, að menn niuni gjörast til að flytjast þángað í sveitum. Þessvegna er ekki að óttast, að aðsókn til landsins verði óðari en svo, sem svarar framfömm þess, og þá er landsmönnum innan handar að hafa jafnan yfiiráðin, en þökk þætti þeim vera á að njóta styrks ann- arra og læra af þeim, það sem þeim má til góðs verða og landinu, og á þennan hátt er líkt metið í öðrum löndum. Þegar borin verður um- hyggja fyrir, að Islendíngar nái menntun og kunnáttu í hverri stétt sem þeim er ætluð, eins og fyn' hefir verið drepið á, þá er ekki að kvíða, að þeir muni ekki geta átt þátt í sérhverju fyrirtæki og komist jafnfætis hinum útlendu, því enginn hefir enn frýjað þeim vits og gáfna, þó þeir hafi verið grunaðir um gæsku þá, sem réttu nafni heit- ir gúnguskapur, og afskiptaleysi um hag sjálfra sín og landsins.“ Að tjóðra menn með staupinu Tæplega 30 ámm síðar var verslunarfrelsið komið í höfn, en enn- þá var lítið af versluninni í höndum íslendinga. Jóni sveið þetta og sá þá leið vænsta að menn stofnuðu með sér verslunarfélög, enda voru þegar uppi lilburðir til þess. Hann skrifaði þá ritgerðina Um verslun og verslunarsamtök. Hann byijar á þessum orðum: „Menn hafa eftir hinum nafnfræga ráðgjafa Loðvíks Filips Frakkakonúngs, Guizot, að hann hafi eitt sinn sagt á þíngi: Eg Itefi tvennt mér hugfast: annað er það að láta ekki svo mjög að vilja og áliti landsmanna minna, að eg þrœlbindi mig við það; en á hinn bóginn vil eg ekki heldur meta þeirra vilja og álit .viv; lítils, að eg forsmáiþað.“ Jón tel- ur að valdsherrar í Danmörku hafi aðeins fyrri hluta þessarai' kenn- ingar í heiðri. „Vér sögðum, að verslunin hjá oss nú sé alveg á voru eigin valdi, því hver einn geti nú verslað hvar hann vilji, og þurfi eng- an að spyrja um leyfi til þess. Þetta ernú öldúngis satt ísjálfu sér, en hérfer eins og Franklín sagði, að letin tekur af oss tvöfaldan skatt, óþatfakaupin þrefaldan og heitnskanjjórfaldan. Og þessa skatta geta hvorki lögin né yfirvöldin lækkað né tekið af.“ 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.