Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 30
VISBENDING
faldazt síðan 1996 og eru nú komnar upp í næst-
um 100% af landsframleiðslu. Við vörðum árið
1997 fimmtungi útflutningsteknanna í vaxta-
greiðslur og afborganir af erlendum lánum. I
fyrra, 2001, námu vaxtagreiðslur og afborganir
nærri helmingi útflutningsteknanna. í fyrra var
því ekki hægt að nota nema helminginn af útflutn-
ingstekjum til að greiða fyrir innflutta vöru og
þjónustu. Byrðin getur átt eftir að þyngjast, ef
vextir hækka á heimsmarkaði. Það á eftir að koma
í ljós. hvort öllu þessu lánsfé hefur verið svo vel
varið, að skuldunautarnir geti með góðu móti borið
svo þunga skuldabyrði til lengdar.
Svo mikill og þrálátur viðskiptahalli og meðfylgj-
andi skuldasöfnun eru samt ekki einsdæmi innan
OECD. Erlendar skuldir Ný-Sjálendinga fóm upp
fyrir 100% af landsframleiðslu þeirra 1999. Segja
má, að þeir hafi fjármagnað róttækar umbætur á efna-
hagslífi sínu eftir 1984 sumpart með erlendum lánum. Þrátt fyrir all-
ar umbætumar árar samt ekkert sérlega vel á Nýja-Sjálandi núna.
Sumir láta sér detta í hug, að þung skuldabyrði hamli hagvextinum
þama suður frá; það þarfnast nánari skoðunar. Danir höfðu annan hátt
á. Þeir vom komnir miklu skemmra á skuldasöfnunarbrautinni en við
Islendingar emm nú, þegar þeir ventu sínu kvæði í kross og snem
halla í afgang til að grynnka verulega á erlendum skuldum sínum eft-
ir 1985. Kóreumenn fóm að eins og Danir. Varkámin gafst báðum
þjóðum vel.
/ lok árs 2000 var viðskiptahallinn kominn í 68 milljarða sem leiddi
m.a. til þess að krónan féll hratt. Ptí skrifaðir grein íVísbendingu í
mars árið 2001 sem vakti mikla atliygli, en þá liafði gengi krón-
unnar lœkkað um 20% gagnvart Bandaríkjadollara, þar sem þú
hélst þvífram, þvert á skoðun flestra, að íslenska krónan cetti enn
eftirað lœkka mikið, sem varð svo raunin. Nú hafa aðstœður breyst
mikið, viðskiptahalUnn er hverfandi, verðbólgan hefur lœkkað
hratt og krónan hefur styrkst mikið á þessu ári. Hvað gerðist á
þessu tímabili og liver er staðan núna?
s
Eg er enn fteirrar skoðunar, að gengi krónunnar sé of hátt skráð
eins og sakir standa og eigi því eftir að lækka. Gengislækkunin
mikla 2001 var ekki yfirskot frá mínum bæjardyrum séð, heldur tíma-
bundið daður gengisins við raunhæft langtímajafnvægi. Um þetta er
að vísu ekki hægt að fullyrða neitt með óyggjandi vissu: það er ekki
hlaupið að því að reikna „rétt“ jafnvægisgengi til frambúðar, því að
gengisþróun er háð alls kyns óvissu bæði til skamms og langs tíma
litið. Kjami þessa máls í mínum huga er sá, að þeir þættir, sem valda
hágengisvandanum og ég lýsti í greininni í mar/. 2001, em enn til
staðar. Vandinn er kerfislægur: hann liggur í innviðum hagkerfisins -
og þá er ég enn að tala um (a) þetta séríslenzka afbrigði hollenzku
veikinnar, sem birtist í langvarandi stöðnun útflutnings og er eins-
dæmi í iðnríkjunum; (b) áframhaldandi skuldasöfnun í útlöndum; (c)
verðbólgu, sem rýkur upp annað veifið; (d) skakka innviði af völdum
rótgróinnar ofvemdarstefnu til sjós og lands; og (e) allt of miklar er-
lendar skammtímaskuldir og of rýran gjaldeyrisforða.
Einhver teikn eru á lofti um að Evrópumálin geti orðið að kosn-
ingamáli hér á landi á nœsta ári en þar leikur gjaldeyrisumrœðan
stórt lilutverk. Krónusinnar sem áttu undir högg að sœkja þegar
krónan féll í frjálsu falli 2000-2001 hafa hljómað sannfœrandi
þegar þeir liafa bent á að krónan hafi virkað býsna vel sem ventill
á hagkerfið og stöðugleikanum hafi verið náð á ný. Þá hafa þeir
lialdið fram að sveiflur íslenska hagkeifisins séu
allt aðrar en efnahagssveiflur á meginlandinu sem
œtti að þýða að evran gœti skaðað meira en lijálp-
að við „íslenskar aðstœður“. Við slíkar aðstœður
eiga evrusinnar erfitt með að sannfœra fólk um
að evran muni þjóna íslendingum betur en krón-
an. Hver telur þú að lendingin œtti að verða í
þessu máli?
Eg er þeirrar skoðunar, að ísland eigi heima í
Evrópusambandinu. Ég er með þessu að lýsa
stjómmálaskoðun, ég dreg enga dul á það. Hug-
myndin um heilaga sérstöðu Islands í samfélagi
þjóðanna virðist mér vera sprottin af óraunsærri
fortíðarfíkn, sem á takmarkað erindi við nútím-
ann. Til þess að hafa fullt gagn af aðild að Sam-
bandinu þurfum við, sýnist mér, að taka upp
evmna eins og flestar aðildarþjóðimar hafa gert, allar nema Bretar,
Danir og Svíar. Svíar kvarta sumir undan því, að það sé ekki hlustað
nóg á þá í Brussel, og bera því við, að aðrar sambandsþjóðir muni
halda áfram að líta á þá sem annars flokks þátttakendur í Evrópusam-
starfinu svo lengi sem þeir leggja ekki í að taka upp evruna. Finnar
þurfa ekki að kvarta undan þessu.
Spurningin um evmna verður því ekki útkljáð með hagrænum rök-
um einum saman, eins og ég sagði áðan. Því fylgja bæði kostir og
gallar að leggja niður krónuna og taka upp evruna, og öll heimsins
hagfræði getur ekki úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort er hag-
kvæmara, að halda krónunni eða taka upp evruna. Sumir segja, að
hagsveiflan hafi aðra tíðni hér en á meginlandinu. Það kann að vera
rétt, en þá þarf einnig að hyggja að því, að sveiflugangur efnahags-
h'fsins fer eftir aðstæðum: innganga okkar í Evrópusambandið myndi
auka viðskipti milli íslands og Evrópu, svo að hagsveiflumar hér
myndu þá trúlega semja sig smárn saman að hagsveiflunum þar.
Evrópusambandið er friðarbandalag. Það fer því ekki vel á því að
minni hyggju að spyrja eingöngu að því, hvað aðild myndi kosta og
hverju hún myndi skila. Slíkra spuminga var ekki spurt, að minnsta
kosti ekki upphátt, þegar okkur bauðst að ganga í Atlantshafsbanda-
lagið á sínum tíma. Mér finnst, að við Islendingar ættum að ganga
glaðir til samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir á vettvangi Evrópusam-
bandsins, ekki aðeins til þess að hagnast á því, heldur einnig til að
reyna að láta gott af okkur leiða. Það á stundum við í samskiptum
þjóða, að sælla er að gefa en þiggja. Það er okkur ekki til mikils sóma,
að við munurn verða víðs fjarri, þegar Austur-Evrópuþjóðirnar ganga
inn í Evrópusambandið eftir nokkur misseri og innsigla með því móti
endurkontu sína í hóp evrópskra lýðræðis- og markaðsbúskapar-
þjóða. Við hefðum átt að vera í móttökunefndinni.
Stóriðjumál liafa verið mikið í umrœðunni síðustu ár og nú bend-
ir flest til þess að mikill vöxtur muni verða í þessum geira liér á
landi á nœstu árum. Þeir sem hafa verið fylgjandi þessum fram-
kvœmdum hafa talað um margjöldunaráhrif fyrir íslenskt atvinnu-
líf en efasemdarmenn hafa m.a. bent á ruðningsáhrif sem nmnu
veikja en ekki styrkja aðrar atvinnugreinar. í aðra röndina virðist
þetta vera nákvœmlega það sem lœknirinn myndi fyrirskipa veik-
um sjúklingi til að komast áfœtur en hins vegar virðist þetta ýta
undir króníska sjúkdóma landa sem leggja hald og traust sitt við
náttúruauðlindir. Hver er þín sjúkdómsgreining og lœknisráðgjöf ?
s
Eg hefði verið hlynntur virkjunaráformum Einars Benediktssonar,
hefði ég verið uppi um hans daga. Ég var einnig hlynntur virkj-
unarframkvæmdum viðreisnaráranna, enda þótt þær hæfust að minni
30