Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 28
VISBENDING
Lýsing Jóns Sigurðssonar á Sjálfstæðisflokknum kemur mér ekki
á óvart. Einkavæðing viðskiptabankanna tók of langan tíma. Það
var ekki uppörvandi að fylgjast með hraðri einkavæðingu gömlu rík-
isbankanna í Austur-Evrópu í návígi allan síðasta áratug og horfa um
leið upp á hægaganginn hér heima. Viðkvæðið var og er: „Við förum
fetið.“ Þetta er reyndar tilvitnun í einn ráðherrann, sem var að lýsa
silalegu vinnulagi ríkisstjómarinnar í öðm máli. Það er dýrt að fara
fetið, þegar heimurinn allur er á fleygiferð.
Ríkið hefur ekki reynzt vera hagsýnn bankaeigandi á íslandi.
Stjómmálaflokkamir hafa þvert á móti misnotað bankakerfið mis-
kunnarlaust í eigin þágu og umbjóðenda sinna ffá fyrstu tíð; þá sögu
þyrfti einhver góður sagnfræðingur að gefa sér tóm til að skrásetja,
svo að öllunt upplýsingum sé til haga haldið handa framtíðinni. En
nú sér loksins fyrir endann á veldi stjómmálaflokkanna í bankakerf-
inu: það er gott. Það er að vísu ekki algild regla, að viðskiptabönkum
sé bezt borgið í einkaeign, en það hefur að minni hyggju kveðið svo
rammt að óhagkvæmninni í bankarekstri hér heima, svo sem ráða má
til dæmis af miklum mun útláns- og innlánsvaxta, að brýna nauðsyn
bar til þess að minni hyggju að ijúfa tengsl bankanna við stjómmála-
flokkana og selja bankana í hendur einkaaðila. Vænlegast væri að fá
erlenda aðila inn í reksturinn til að styrkja innviði bankanna hér
heima og tryggja sjálfstæði þeirra gagnvart ríkisvaldinu og sérhags-
munahópum; það verður vonandi næsta skref.
Þú hefur um langan tíma veríð talsmaður auðlindagjalds ísjávar-
útveginum og ennfremur bent á að íslenskt atvinnulíf sé meira en
einungis sjávarútvegur. Sjávarútvegurinn er mjög vernduð at-
vinnugrein og það hefur t.d. kontið fram í umrceðunni um aðild
lslands að Evrópusambandinu að íslenskur sjávarútvegur leikur
þar lykilhlutverk, forsœtisráðherra sagði að með því að flytja lög-
sögu íslendinga yfir jiskimiðunum til Brussel vœrum við að gefa
frá okkur efnahagslegt sjálfstœði. Að hve rniklu leyti hefur sjávar-
útvegurínn haft áltríf á efnahagsmál á Islandi og hversu réttmœtt
erþað?
s
Utvegurinn hefur alla tíð notið ríkisvemdar eins og landbúnaður-
inn, bæði leynt og ljóst. Fyrir viðreisn var útvegurinn beinlínis
á ríkisframfæri. Ríkisútgjöld til útvegsins vom þá skorin niður úr
43% af ríkisútgjöldum í heild í 3% á aðeins tveim ámm, svo sem sjá
má í Hagskinnu. Fénu, sem losnaði, var varið til menntamála, heil-
brigðismála, tryggingamála - og landbúnaðarmála! Gengi krónunnar
var fellt til mótvægis, svo að útvegurinn héldi velli. Eftir þetta var
gengið fellt nánast eftir smekk og þörfum útgerðarinnar, svo að hún
þurfti ekki að hafa miklar íjárhagsáhyggjur upp frá því, enda átti hún
einnig greiðan aðgang að niðurgreiddu lánsfé í bönkum og sjóðum.
Þessi skipan kynti undir hirðuleysi í rekstri, verðbólgu og skuldasöfn-
un í úllöndum. Síðar hættu menn að fella gengi krónunnar eftir pönt-
un og byijuðu að draga úr nær sjálfvirkum lánveitingum banka og
sjóða til sjávarútvegsfyrirtækja, en þetta gerðist þó ekki fyrr en eftir
að kvótakerfmu hafði verið komið á, það var 1984. Síðan hefur útveg-
urinn verið styrktur með ókeypis afhendingu veiðiheimilda, sem hafa
meðal annars gert ýmsum fyrirtækjum kleift að komast hjá gjaldþroti,
standa skil á skuldum sínum við bankana og fara sér hægt í hagræð-
ingu. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO)
skilgreinir ókeypis afhendingu allaheimilda sem styrk til sjávarút-
vegs, eins og vera ber.
Kvótakerfið hefur flýtt fyrir hagræðingu í útvegi miðað við þá
skipan, sem fyrir vtu', frjálsar veiðar, á því er enginn vafi. Kvótakerf-
ið hefur á hinn bóginn tafið og torveldað hagræðinguna miðað við
þann árangur, sem hefði getað náðst með vel útfærðu veiðigjaldi.
Ástæðan er einföld og alþekkt: ríkisstyrkir draga þrótt úr atvinnu-
rekstri. Hitt er þó alveg rétt, að ríkisforsjá af þessu tagi teflir völdum
og áhrifum í hendur þeirra, sem hennar njóta. Eg tel, að samtök út-
vegsmanna hafi ekki farið vel með þetta vald. Þau bera höfuðábyrgð
á því, hversu nauðsynlegar umbætur á fiskveiðistjóminni og umræð-
ur um aðild Islands að Evrópusambandinu hafa dregizt á langinn. Það
er eftirtektarvert, að önnur samtök atvinnulífsins og verzlunarinnar
skuli láta bjóða sér þetta fokk langtímum saman. ísland er eina land-
ið f Evrópu, þar sem samtök atvinnulífsins og samtök verzlunarinnar
þegja þunnu hljóði um Evrópumál. Þessi einfalda staðreynd vitnar að
minni hyggju um það, að ekki hefur enn tekizt að losa nógsamlega
um þau nánu tengsl á milli atvinnulífs og stjómmála, sem vom löng-
um eitt helzta kennimark - mér liggur við að segja brennimark - ís-
lenzks atvinnulífs: fýrirtækin hunza hagsmuni eigenda sinna og við-
skiptavina án þess að blikna til þess eins að stugga ekki við stjóm-
málahagsmunum. Þessi samtök reyna ekki einu sinni að breiða yfir
þessi nánu tengsl, heldur beinlínis flagga þeim, svo sem sjá má á árs-
þingum þeirra, þar sem aðalræðumenn em oftast ráðherrar. Samtök
iðnaðarins hafa lofsverða sérstöðu í þessum hópi: þar er allt eins og
það á að vera, enda starfa þau með sama hætti og atvinnuvegasamtök
í öðrurn löndum.
Forsagan er reyndar fróðleg. Sjávarútvegur átti undir högg að
sækja, þegar hann var að ryðja sér til rúms við hlið landbúnaðar, því
að talsmenn landbúnaðarins litu í fyrstu á útveginn sem ógnun við
hefðbundið, þjóðlegt atvinnulíf í sveitum og sveitamenningu. Sjávar-
þorpin og fólkið, sem settist þar að, máttu sæta linnulausum árásum
af hálfu talsmanna landbúnaðarins. Eigi að síður tókst mönnum með
elju að gera sjávarútveg að mikilvægum atvinnuvegi, og útvegsmenn
tóku sér síðan stöðu við hlið bænda. Þegar iðnaður byijaði að ryðja
sér til rúms, þá endurtók sagan sig: þeir atvinnulífsfrömuðir, sem
íyrir vom, sáu ýmis tormerki á iðnvæðingunni. Þessum augum ættum
við ef til vill að skoða andstöðu Olafs Thors, framkvæmdastjóra
Kveldúlfs um aldarljórðungsskeið og síðar forsætisráðheira, gegn
fossavirkjunar- og iðnvæðingaráformum Einars Benediktssonar á
sínum tíma. Ólafur hefur sennilega litið iðnaðinn sömu augum og
Jónas Jónsson frá Hriflu leit sjávarútveginn: sem ógnun við ríkjandi
ástand í atvinnuháttum. Það lifði lengi í þessum glæðum: þeir, sem
stunduðu iðnað og verzlun, þurftu á sínum tíma að stofna eigin
banka, Iðnaðarbankann og Verzlunarbankann, sem mnnu síðar inn í
Islandsbanka, af því að landbúnaður og sjávarútvegur gengu fyrir í
ríkisbönkunum þrem. Það eimir ennþá eftir af þessum upphöfnu við-
hoifum til forgangsatvinnuveganna, enda þótt hlutdeild sjávarútvegs-
ins í landsframleiðslu sé komin niður í 10% og hlutdeild hans í út-
flutningstekjum sé kornin niður í 40% - og bæði hlulföllin munu
halda áfram að lækka á komandi ámm.
Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 959 milljarðar íjúní síðastliðn-
um skv. Seðlabankanum og hafa lœkkað lítillega á þessu árí en
lireinar erlendar skuldir eru nú um 98% af vergri landsfram-
leiðslu. Hreinar skuldir hins opinbera hafa lœkkað mikið á síðustu
árum, úr 39% afVLF í 23%, en skuldir fyrirtœkja og heimila eru í
sögulegu Itámarki. Fyrrum kollegar þt'nir íAlþjóðagjaldeyrissjóðit-
um vöruðu á síðasta ári við bankakrísu en Jiessi skuldasúpa hefur
þó hingað til haft tiltölulega lítil áltríf. Hvaða áltríf getur skulda-
staðan haft á efnahagsmál hér á landi ttœstu misserín?
Það hefði að mínu viti verið hyggilegra að nota uppsveifluna í
efnahagslífmu 1996-2000, að svo miklu leyti sem hún var ekki
knúin áfram af erlendum lántökum, til að grynnka á erlendum skuld-
um og búast til að standa straum af stóriðjuframkvæmdum með inn-
lendu lánsfé frekar en erlendu. Skuldabyrðin hefur þyngzt gríðarlega
síðustu ár, enda hafa erlendar langtímaskuldir þjóðarbúsins nær tvö-
28