Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 35

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 35
VISBENDING fer var yfirleitt hægt að leita til góðra manna um að skrifa greinar í ritið, en megnið af efni ritsins hvíldi eftir sem áður á herðum ritstjóra. En að öllu sam- anlögðu var þetta afskapleg dýrmæt reynsla og skemmtilegur skóli. Þegar Finnur hætti störfum tók Sig- urður Jóhannesson hagfræðingur við ritstjórn Vísbendingar. Hann stýrði blaðinu frá júníbyrjun árið 1990 til ágústloka árið 1993. Sigurður hefur alla tíð síðan skrifað reglulega í Vísbend- ingu og hefur margoft vakið upp mikil- væga umræðu um íslensk efnahagsmál. Sigurður starfar nú sem sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og kennir við Há- skóla íslands. Sigurður svaraði nokkrum spurningum um ritstjórnartíð sína. Hvernig kom til að þú varðst ritstjóri „ Vísbendingar“? Vorið 1987 lauk ég námi og sótti meðal annars um vinnu hjá Kaupþingi, sem þá gaf út Vísbendingu. Til tals kom að ég tæki við blaðinu. Eg var ekki ráðinn, til happs fyrir mig og lesendur. Finnur Geirs- son varð nokkru seinna ritstjóri, en þegar hann hætti, þrem árum síðar, tók ég við. Aðdragandinn var stuttur. Eg hitti Finn og Þorvald Gylfason, sem þá var formaður stjórnar Kaupþings, og við spjölluðum um blaðið, æskilegar breytingar á því og fleira. Þá var helsta umkvörtunarefnið að of lítið væri fjallað um rekstur fyrirtækja (það heyrðist áfram annað slagið næstu árin, enda er ég hagfræðingur, eins og Finnur). Daginn eftir þennan fund átti ég styttra spjall við Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóra Kaupþings. Vinnuveitendur mínir hjá BSRB voru liðlegir að leyfa mér að hætta og ég hóf störf við blaðið nokkrum vikum síðar, í júní 1990. Hvað einkenndi efnahagslífið á þess- um tíma? Sigurður Jóhannesson. íslendingar sigldu á þessum árum inn í nýtt efnahagsumhverfi. Verðbólga fór undir 10% í fyrsta skipti í langan tíma. Atvinnuleysi jókst heldur og þótt það væri miklu minna en í flestum grann- löndum nægði það til að halda aftur af verðbólgu. Ný ríkisstjórn með Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson í forystu tók við árið 1991og markaði þá stefnu að fyrirtæki skyldu standa á eigin fótum. Frjálsræði var aukið á ýmsurn sviðum viðskipta, til dæmis með aðild- inni að Evrópsku efnahagssvæði. Þá hófst sala á ríkisfyrirtækjum, en gekk hægt fyrst í stað. Manstu eftir einhverjum skrifum þín- um sem sköpuðu heitar umrœður? I upphafi árs 1990 sættust samtök at- vinnurekenda og verkalýðs á litlar kaup- hækkanir. Ætlunin var að koma verð- bólgunni niður úr 20-30% á ári undir 10%. Um þetta var þjóðarsátt, en sumir hagfræðingar efuðust. Halli á ríkis- rekstri og kjarasamningur háskóla- manna hjá ríkinu ógnuðu sáttinni. í einu af fyrstu blöðunum sem ég var með spáði ég 10% verðbólgu árið 1990 og 20% árið eftir. Verðtrygging í kjara- samningnum gerði það að verkum að lítið þurfti að bera út af til þess að verð- bólgan ykist hratt. Spáin vakti mikla at- hygli og einnig reiði þeirra sem töldu það lykilatriði í baráttunni við verð- bólguna að halda væntingum niðri. Spáin reyndist alröng, eins og síðar kom í ljós (ég lærði samt fátt og hafði áfram efa- semdir þegar aftur var tekið á verðbólg- unni á svipaðan hátt fyrir fáum misser- um). í yfirlitsgrein um bankana vorið 1991 kom fram að óvíst væri að Landsbank- inn stæðist 5% eiginfjárákvæði þegar öll kurl kæmu til grafar og jafnvel gæti far- ið svo að hann ætti ekki fyrir skuldum. Þetta álit var byggt á ársreikningi bank- ans og tölum sem frarn höfðu kornið um miklar skuldir fallvaltra fyrirtækja við hann. Bankinn mótmælti, og með réttu, því að ályktanir blaðsins voru að hluta reistar á getgátum. I júní 1992 tilkynnti sjávarútvegsráðuneytið niðurskurð á kvóta. I Vísbendingu voru leiddar líkur að því að ríkið yrði að setja nýtt fé í Landsbankann, sem var helsti lánar- drottinn útgerða. Eftir það barst útibú- stjórum bankans svofellt bréf (hér er það endursagt eftir minni, en einn af útibús- stjórunum las það í síma fyrir mig); „Utibúum Landsbankans er hér eftir óheimilt að kaupa Vísbendingu. Blaðið gefur bjagaða mynd af viðskiptalífinu og hefur oft ráðist ómaklega á bankann. Mun Landsbankinn því segja upp öllum áskriftum að Vísbendingu, að frátöldu eintaki bankastjóra. Með kveðju, banka- stjórar." Reyndu útgefendur aldrei að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna? Frá upphafi skiptu stjórnendur Kaup- þings sér lítið af skrifum f Vísbendingu (þegar frá eru talin hvatningarorð og greinaskrif Þorvalds Gylfasonar, stjórn- arformanns). Þetta breyttist þegar Bún- SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - Hornsteinn í héraði 35

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.