Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 34
VISBENDING
Útkoma blaðsins varð skrykkjóttari
en áður vorið 1987 en ekkert blað kom
frá 20. maí til 22. júií. Nokkrir kenn-
arar við Háskóla íslands undir forystu
Þorvaidar Gylfasonar, sem þá var
stjórnarformaður Kaupþings, tóku þá
að sér að skrifa greinar næstu mánuði.
Blaðið breytti um svip og í stað þess
að fjalla um erlend viðskipti fór að
bera meira á greinum almenns eðlis
um viðskipti og hagfræði. Segja má að
þetta form hafi haldist fram á þennan
dag. Páll R. Pálsson viðskiptafræðing-
ur var ritstjóri á þessum tíma, frá maí
fram í nóvember árið 1987. Páll starfar
nú í hagdeild Landssímans.
Finnur Geirsson hagfræðingur tók
við ritstjórn Vísbendingar í nóvember
árið 1987. Hann hafði þá þegar skap-
að sér nafn sem einn af snjallari hag-
fræðingum landsins af yngri kynslóð-
inni. Hann ritstýrði Vísbendingu fram
til loka maí árið 1990. Finnur Geirs-
son er framkvæmdastjóri Nóa-Síríus
og stjórnarformaður Samtaka at-
vinnulífsins. Finnur svaraði fáeinum
spurningum um veru sína í ritstjóra-
stól Vísbendingar.
Hvernig kom til að þú varðst ritstjóri
„Vísbendingar"?
Ég hafði starfað hjá Verslunarráðinu í
tæplega fjögur ár þegar Pétur Blöndal,
þáverandi forstjóri Kaupþings, og Þor-
valdur Gylfason, þáverandi stjórnarfor-
maður, komu að máli við mig og báðu
mig að taka við ritstjórn Vísbendingar.
Á þeim tíma hafði ég haft nokkra
reynslu af greinaskrifum um efnahags-
mál þar sem ég skrifaði mánaðarlega
greinar í News from Iceland og líkaði
vel. Vísbending var þá orðið nokkuð
þekkt nafn í viðskiptaheiminum og
raunar einstakt á sínu sviði og mér
fannst kjörið að slá til og spreyta mig á
nýjum vettvangi sem gaf kost á því að
hafa umtalsverð áhrif á efnahagsmála-
umræðuna.
Hvaða málefni risu hœst í viðskipta-
og efnahagsumrœðunni á þeim árum?
Þetta var árið 1987 og efnahagsum-
hverfíð mjög óh'kt því sem nú er. Evr-
ópusambandið var á fullu við að gera
sameiginlegan markað að veruleika og á
þessum tíma var verið að leggja drög að
sameiginlegri mynt. ísland var að mörgu
leyti afskaplega einangrað og við vorum
stöðugt að glíma við miklar sveiflur og
vandamál þeim samfara með skamm-
tímalausnum. Rauði þráðurinn í skrifum
blaðsins var að benda stjórnvöldum á að
það þyrfti að gera róttækar skipulags-
breytingar í þá veru sem síðar varð í
kjölfar samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið. Mér fannst hvað mikilvæg-
ast í þessu sambandi að upplýsa menn
um þær hræringar sem voru í löndunum
umhverfis okkur og t.d. var baksíðan
ávallt helguð fréttum af erlendum vett-
vangi.
Eru þér einhverjar greinar sérstaklega
minnisstœðar?
Almenn þekking á efnahagsmálum var
mun skemmra á veg komin en nú er og
fyrsta greinin mín fjallaði um þann út-
breidda misskilning að sjávarútvegur
stæði á bak við rúmlega 70% af útflutn-
ingstekjum. Atvinnugreinum var mis-
munað með ýmsum hætti af hálfu hins
opinbera og því má halda fram að sú
mismunun hafi byggst á grundvallarmis-
skilningi um mikilvægi einstakra at-
vinnugreina fyrir þjóðarbúið. Ég færði
rök fyrir því í umræddri grein að það
væri þjóðhagslega hagkvæmt að eyða
þessari mismunun og mig minnir að ég
hafi klykkt út með því að mæla með þvf
að atvinnuvegaráðuneytunum yrði
steypt saman í eitt. Mjög hefur dregið úr
þessari mismunun sem betur fer og nú-
gildandi skipting ráðuneyta því enn ankanna-
legri en þá.
Fékkstu einhverjar athugasemdir við
greinarskrif þín?
Á þeim tíma sem ég ritstýrði Vísbend-
ingu breyttist ritið úr því að vera tiltölu-
lega sérhæft upplýsingarit um t.d. geng-
is- og vaxtamál og fjármál fyrirtækja
yfir í að vera meira efnahagspólitískt rit.
Ég held að það hafi verið þá, eins og ef-
laust ennþá, töluvert lesið af þeim sem
voru að taka mikilvægar ákvarðanir inn-
an fyrirtækja, banka og ríkisstofnana og
ráðuneyta og mér er minnisstæð í því
sambandi athugasemd sem ráðunautur
þáverandi fjármálaráðherra og núver-
andi forseta gerði við umfjöllun ritsins
um fyrirhugaðan fjármagnstekjuskatt.
Hann leit svo á að umfjöllun ritsins
byggðist að einhverju leyti á misskiln-
ingi sem ekki yrði undan vikist að leið-
rétta, sem væri ennþá brýnna „vegna
þess, að ýmsir virðast trúa eins og nýju
neti öllu sem birtist í Vísbendingu."
Þetta þótti mér ágælur vitnisburður.
Hver var staða „Vísbendingar“?
Á þessum tíma, fyrir og upp úr '90, var
framboð af blöðum og tímaritum um
viðskipti og efnahagsmál afar fátæklegt.
Finnur Geirsson.
Mig minnir að Morgunblaðið hafi verið
að feta fyrstu skrefin í útgáfu viðskipta-
kálfs en þar fyrir utan var ekki hægt að
tala um eiginlega samkeppni. Þetta var
auðvitað fyrir tíma vefmiðla og þeirra
daglegu frétta sem greiningardeildir
bankanna eru vanar að birta um þessar
mundir. Mér var eðlilega mikið í mun að
Vísbending hefði á sér þann stimpil að
vera vandað rit og óháð hagsmunaáðil-
um. Ég gekk svo langt í þessa átt skömmu
eftir að ég tók við blaðinu að ég breytti
útliti þess án þess að ræða um það við
nokkurn mann og hafði það eins ólíkt
einkennismerkjum Kaupþings og mér
var framast unnt. Eftir á að hyggja var
þetta náttúrulega fullgróft og núna undr-
ast ég umburðarlyndi þeirra Kaupþings-
manna á þessum tíma. Hins vegar mun
ég ávallt minnast Péturs Blöndals með
hlýhug fyrir að leyfa mér að komast upp
með þetta og ég er reyndar ekki frá því
að hann hafi að sumu leyti kunnað að
meta uppátækið og dirfskuna. Þessu var
hins vegar breytt fljótlega eftir að ég
hætti og mátti þá sjá Kaupþingsmerkið í
blaðhausnum fram að þeim tíma að nýir
útgefendur komu að blaðinu.
Hvernig líkaði þér vistin sem ritstjóri?
Ég ritstýrði Vísbendingu í tæplega þrjú
ár. Þetta var heilmikil vinna og allar
helgar nánast undirlagðar þar sem ritið
þurfti að komast í prentun á mánudegi
til að geta borist áskrifendum á mið-
vikudegi. Ritið var mjög dýrt í áskrift,
hlutfallslega mun dýrara en það er nú,
og það setti auðvitað rneiri pressu á
þann sem bar ábyrgð á því. Mig minnir
að ég hafi byrjað á því að viða að mér
efni úr innlendum hagskýrslunt og ekki
síst erlendum blöðum og ritum af ýmsu
tagi og síðan tóku við skriftir. Sem betur
34