Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 12

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 12
VÍSBENDING að glíma við rekstur á of mörgum skipum og okkur sárvantaði auk- inn kvóta til að bæta arðsemi þeirra. Landsbankinn bað um lilboð í kvótann og okkar tilboð var hagkvæmast sem varð til þess að við fengum aflaheimildimar. Ég tel að þessi viðskipti hafi orðið til þess að starfsmenn okkar og ýmsir aðrir hafi fengið tiltrú á félag- inu. Það em gömul sannindi að trúin flytur fjöll. Önnur ákvörðunin sem skipti máli var hvað sýnu erfiðust, en það var þegar ÚA seldi þýska útgerðarfélagið Mecklenburger Hochseefischerei GmbH. MHF hafði áður verið úthafsveiðiútgerð A-Þýskalands, en ÚA eignaðist félagið með því að taka yfir ýmsar skuldbindingar þess. Reksturinn gekk ákaflega erfiðlega og þar sem aflaheimildir félagsins vom að mestu leyti úthafskarfi var nán- ast ómögulegt að ná utan um rekstur þess. MHF var rekið með miklu tapi fyrstu árin sem það var í eigu ÚA, en smám saman tókst okkur að ná utan um reksturinn og árið 1998 var fyrirséð að félagið yrði rekið með hagnaði. A þessu sama ári tókst okkur að selja meirihluta okkar í félaginu á ásættanlegu verði til hollenskra aðila. Með sölunni var þungri ábyrgð létt af okkur auk þess sem betri tími gafst til að einbeita okkur að rekstri ÚA, sem var forsenda þess að við gátum nokkru síðar sameinast Jökli og Hólmadrangi. Þriðja og síðasta ákvörðunin í þessari upptalningu var þegar flaggskipið og frystitogarinn Svalbakur var seldur úr ÚA-tlotan- um. Með þessu móti bjuggum við verulega í haginn, hvað kvóta varðar, fyrir síðari sameiningar sem á endanum urðu annars vegar sameining við Skagstrending í maí síðastliðnum og hins vegar sameining við HB í október síðastliðnum. Kaupin á Jökli Vorið 1998 náðum við samkomulagi við Raufarhafnarhrepp um kaup á eignarhlut hans í Jökli á Raufarhöfn og var félag- ið sameinað ÚA þann 1. september sama ár. Mánuði síðar var stofnað einkahlutafélag um reksturinn á staðnum sem hlaut nafnið Jökull ehf. A þessum tíma gerði Jökull út rækjutogarann Rauðanúp og loðnubátinn Amarnúp auk þess sem tveir Iitlir bátar voru gerðir út hluta af árinu á innfjarðarrækju í Öxarfirði. I viðræðum okkar við Raufarhafnarhrepp kom skýrt fram að markmið okkar með sameiningu væri aðgangur að auknum kvóta fyrir skip ÚA, auk þess sem við gerðum ráð fyrir að selja loðnubátinn og litlu rækju- bátana. Þá lögðum við áherslu á að við teldum góða möguleika á að bæta rekstur frystihússins á Raufarhöfn vemlega. A þessum tímapunkti var rekstur Jökuls þungur, sérstaklega var rekstur rækjutogarans og loðnubátsins erfiður. Fymi stjórnendur Jökuls höfðu haft áhuga á að skipta á rækjutogaranum fyrir loðnuskip, en þau áform gengu ekki upp vegna verðfalls á bæði rækju- og loðnu- afurðum. Nánast engir heimamenn frá Raufarhöfn höfðu atvinnu af sjómennsku á þessum tveimur skipum en 10 manns höfðu at- vinnu af rekstri innfjarðarrækjubátanna sem gaf mjög vel í aðra hönd. Landvinnslan á Raufarhöfn veitti nokkrunt fjölda starfs- manna vinnu, en töluvert vantaði upp á að endar næðu saman í vinnslunni. Rekstur félagsins bar þess nokkur merki að um var að ræða bæjarútgerð þar sem pólitíkin virtist stundum hafa betur en viðskiptaleg sjónarmið. Sennilega er sameiningu ÚA og Jökuls best lýst með því að segja að ÚA hafi yfirtekið rekstur Jökuls. Byrjað var á því að end- urfjármagna félagið og greiða upp mikil vanskil sem höfðu safnast upp. Nýr stjórnandi var ráðinn að félaginu og þær breytingar á skipastólnum gerðar sem ráðgerðar höfðu verið. Þannig var loðnu- báturinn og aflaheimildir hans lagðar inn í SR-Mjöl og var það m.a. gert í ljósi samstarfs Jökuls við verksmiðju SR-Mjöls á Rauf- arhöfn um öflun uppsjávarfisks til manneldis. Rækjubátarnir voru Aflaheimildir- 2002/2003 ♦ « < 4 «144 Tonn Þíq-% Þorskur 14.681 14.661 10,3 Vsa 4.iæ 4.990 9,4 Ufsi 3.260 1.569 10,9 Karfi 13.436 7.255 22,4 Lth.kerfi 7.381 3.987 16,4 Grálúða 4.941 8.004 23,3 Ainað 1 .325 1.286 39 Bolfiskur 49.173 41.752 12,5 Rækja 2.421 1.719 6,3 Loðna 89.252 4.463 10,6 Síld 5.823 932 5,5 N.ísl. síld 9.166 1.467 6,9 Kolminni 27.114 813 9.6 Uppsjáuarfiskix 131.355 7.675 8,7 Sarrtals 182.9® 51.146 11,4 Aths. a) Grálúðan er yfr möri<um-703t b) Hlutdeildin er byggð á öllum kvótum innan og utanlög sög- unn ar. c) Gert er ráð tyrir 842.0001 út- hlutuní bðnu. Heildarþíg eru áætluð 449.931 tonn. seldir til aðila sem gerði þá áfram út á staðnum og veittu þeir því áfram sömu tekjur inn í þorpið og verið hafði. Landvinnslan var endurskipulögð og áhersla lögð á að auka bæði veltu og afköst í vinnslunni auk þess sem náið samstarf var tekið upp á sviði tækni- og þróunarmála sem og markaðsmála. Breyttar áherslur í rekstrin- um urðu til þess að starfsmönnum á skrifstofu og í viðhaldi fækk- aði úr átta í fjóra, en á móti fjölgaði starfsmönnum mjög í sjálfri fiskvinnslunni. Við lærðum mikið af sameiningu okkar við Jökul. Þetta var fyrsta stóra sameiningin og hún kenndi okkur að frá upphafi er mikilvægt að taka sameiningarferlið föstum tökum. Ég tel Iíka að það hafi verið mikilvægt að fara með fyrirtækið eins fljótt og auðið var í gegnum stefnumótun, þar sem unnið var með hefðbundna grein- ingu og valkostir til framtíðar mótaðir ásamt því að félagið setti sér markmið í rekstri. í dag veltir Jökull tæplega 700 milljónum króna á ári og hefur landvinnslan ekki í annan tíma verið jafnsterk á staðnum. Sterk króna um þessar mundir, lækkandi bandaríkjadollari og hátt hrá- efnisverð hafa haft slæm áhrif á rekstur félagsins á þessu ári, en fram að því hefur Jökull verið rekinn á eða yfir áætlun frá því að ÚA tók við félaginu og skilað jákvæðri tjármunamyndun. Félagið veitir í dag um 50 manns atvinnu, þar af er urn helmingur starfs- manna Pólverjar. í sæng með Hólmadrangi s Ilok árs 1999 náði ÚA samkomulagi við helstu eigendur Hólma- drangs hf. á Hólmavík um sameiningu félaganna og tók sú sam- eining gildi þann 1. apríl árið 2000 þegar einkahlutafélagið Hólma- drangur ehf. tók yfir eignir og rekstur Hólmadrangs. Strax frá upp- hafi náðist gott trúnaðarsamband milli ÚA og helstu eigenda Hólmadrangs sem auðveldaði allan undirbúning sameiningarinnar. Af hálfu ÚA var ljóst frá byrjun að félagið ætlaði að byggja upp öfluga rækjuvinnslu á Hólmavík, að frystitogarinn Hólmadrangur yrði seldur og aflaheimildirnar nýttar á öðrum skipum ÚA og að ekki kærni til greina að ÚA yrði með rekstur á Drangsnesi eins og Hólmadrangur hafði verið með. Skemmst er frá því að segja að þessi sameining gekk mjög vel fyrir sig og hún var mun átaka- minni en sameining okkar við Jökul árið áður. Hólmadrangur átti í miklum lausafjárerfiðleikum þannig að h'kt og með Jökul var byrjað á því að endurfjármagna reksturinn. Félagið hafði yfir að ráða mjög hæfum stjórnanda sem var reiðubúinn að vinna áfram með okkur og lagði hann fram tillögur að endurskipulagningu reksturs- ins sem í upphafi lutu að nokkurri uppbyggingu og fjárfestingu í rækjuvinnslunni á Hólmavík. Fyrir sameininguna var gengið frá samkomulagi við heimamenn á Drangsnesi um leigu á hraðfrysti- 12

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.