Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 36

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 36
VISBENDING aðarbankinn eignaðist helming í Kaup- þingi. Einn bankastjóranna kvartaði undan grein í blaðinu á stjórnarfundi (og víðar). Hann var óánægður með að ríkisbankar væru spyrtir saman í skrifum blaðsins, því að afkoma Búnaðarbankans hafði lengi verið betri en Landsbankans, og bankastjórar hans stöðvuðu mun fyrr pólitísk afskipti af lánveitingum. Einnig var kvartað yfir lofi blaðsins um einka- væðingu. Um þetta leyti hugðust stjórn- völd selja Búnaðarbankann og sumir bankastjóranna óttuðust um hag sinn á frjálsum markaði. Var þetta skemmtilegt starf? Ég held að þau störf séu yfirleitt skemmtilegust sem eru á mörkum þess að vera of erfið. Ég neyddist til að skipuleggja tíma og vinnubrögð. Auk þess er varla til betri leið til að kynna sér málefni en að skrifa um þau. Enginn vaft er á að ég hafði gott af starfinu. Á blað eins og „ Vísbending“ enn erindi? Ég hef heyrt stjórnanda fyrirtækis tala um að setja tiltekið efni í Viðskiptablað Morgunblaðsins. Þar eru víst birtar gagnrýnislítið fréttatilkynningar frá góðurn auglýsendum (stundum fylgja viðtöl með!). Svipað má eflaust segja um fleiri fjöimiðla. Þess vegna er mikils virði að til séu blöð eins og Vísbending, þar sem greinarhöfundar eru aðeins háð- ir eigin skoðunum, en ekki öðrum hags- munum. Rekstur Vísbendingar var löngum með nokkra sérstöðu innan Kaup- þings sem hafði sífellt einbeitt sér meira að verðbréfamiðlun og rekstri verðbréfasjóða. Tap var af útgáfunni en Iengi var talið að það hefði sjálf- stætt kynningargildi fyrir Kaupþing að gefa út slíkt blað. Allt frá árinu 1987 munu þó öðru hvoru hafa komið upp umræður um hvort ekki bæri að hætta útgáfunni. Síðari hluta árs 1992 urðu viðræður milli Kaupþings og Talnakönnunar um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á útgáfunni. Ekki náðust þó samningar og strandaði bæði á því að verðhugmyndir fóru ekki saman og því að Kaupþing var ekki sannfært um að lítið ráðgjafarfyrirtæki gæti haldið uppi merki blaðsins (að því er forráðamenn Kaupþings hafa síðar sagt). Fleiri kaupenda mun hafa verið leitað. Engu að síður komu stjórnend- ur Kaupþings aftur að máli við stjórn- anda Talnakönnun í lok mars árið 1993 og þá gengu samningar vel. Vís- Sverrír Geirmundsson. Benedikt Jóhannesson. bending hefur alla tíð síðan verið í eigu Talnakönnunar en árið 2000 var stofnað dótturfyrirtæki um útgáfu- rekstur fyrirtækisins og heitir útgáfu- félagið nú Heimur hf. Sigurður Jóhannesson lét af stöfum í byrjun september árið 1993. Bene- dikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, tók þá við Vísbend- ingu til bráðabirgða þar til Sverrir Geirmundsson hagfræðingur tók við ritstjórn blaðsins í lok september. Sverrir, sem starfað hafði hjá Ríkis- endurskoðun, ritstýrði Vísbendingu fram í lok febrúar árið 1995. Hann starfar nú sem ráðgjafi hjá Kaup- þingi. Ásgeir Jónsson hagfræðingur tók við ritstjórn Vísbendingar af Sverri og stýrði blaðinu fram í byrjun ágúst- mánaðar sama ár. Ásgeir átti þó eftir að koma aftur við sögu því hann tók Ásgeir Jónsson. við ritstjórn blaðsins á ný sumarið eft- ir, stýrði blaðinu frá byrjun júní til loka ágústmánaðar, en Ásgeir stund- aði doktorsnám í Bandaríkjunum á þessum tíma. Ásgeir skrifaði lengi vel reglulega í Vísbendingu eftir að hann var fyrst ritstjóri og hefur getið sér gott orð fyrir frumlega umræðu og mikla yfirsýn yfir hagsögu Islands. Hann starfar nú sem sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og kennir við Há- skóla íslands. Allt frá því að Ásgeir gegndi stöðu ritstjóra í fyrsta skipti hefur Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur verið í ritstjórn Vísbendingar. Um það leyti urðu „Aðrir sálmar“ til á baksíðu sem Benedikt hefur að mestu skrifað síð- an. Ásamt því að hafa ritstýrt fáeinum blöðum eftir að Sigurður Jóhannesson hætti og Sverrir Geirmundsson tók við ritstýrði hann blaðinu eftir að Ás- geir lét af störfum í fyrra skiptið þar til hann tók við á ný, þ.e. frá ágúst árið 1995 fram í byrjun júní árið 1996. Einnig ritstýrði Benedikt blaðinu í septembermánuði sama ár og hefur tekið við ritstjórn í afleysingum fyrir sitjandi ritstjóra. Benedikt hefur lengi vel verið áberandi í íslensku við- skiptalífi og er þekktur fyrir gott orð- færi. Hann starfar sem framkvæmda- stjóri Talnakönnunar og gegnir trún- aðarstöðum í mörgum af stærstu fyrir- tækjum landsins. Tómas Örn Kristinsson rekstrar- hagfræðingur tók við ritstjórn Vís- bendingar í lok september árið 1996 og ritstýrði blaðinu fram í lok febrúar árið 1999. Tómas tók að fjalla meira um stjórnun og tækni en áður hafði 36

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.