Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 27

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 27
VISBENDING etta voru góð ár og ákaflega lærdómsrík. Það var af ráðnum hug, að ég gerðist embættismaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að loknu námi og ekki háskólakennari, af því að mig langaði til að afla mér ijölbreyttrar reynslu af hagsljóm: mig langaði að dýfa hendinni í kalt vatn og kynnast heiminum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var og er enn að minni hyggju einn bezti og skemmtilegasti skóli, sem hægt er að hugsa sér í þessu skyni, einmitt vegna þess, að viðfangsefnin þar em svo íjölbreytt. Ég starfaði í þeirri deild Sjóðsins, sem var þá og er enn taugamiðja starfseminnar og aflstöð, og ég var á ferð og flugi spum. Hann var hagfræðingur, höfundur nútímaþjóðhagfræði eins og við þekkjum hana og mjög að mínu skapi: tjölhæfur, íjöllyndur, knú- inn átfam af óslökkvandi umbótaástríðu og ríkri réttlætiskennd - og ritsnillingur að auki. Aðdáun mín á honum er sömu ættar og aðdáun mín á Jóni Sigurðssyni forseta, Einari Benediktssyni og Halldóri Kilj- an Laxness, sem ég spyrti reyndar saman í lítilli bók og sjónvarpsþátta- röð urn hagstjómarhugmyndasögu Islands íyrir nokkmm ámm. Það er sorglegt til þess að hugsa, að Keynes dó í miðju dagsverki rétt rösk- lega sextugur að aldri; slíkir menn þyrftu helzt að endast í hundrað ár. Reynslan varðar veginn: þegar fyrir- huguðum virkjunarframkvœmdum er lýst sem mesta hagsmunamáli tiltekins byggðarlags um margra áratuga skeið, þá œttu skattgreiðendur - og orku' notendur! - að grípa um veskið sitt. þessi ár um allar álfur heimsins með sendinefndum að semja um lán og leggja á ráðin um hagstjóm, enda þótt mér gæfist einnig tóm til eigin rannsókna. Ég lærði mikið, að mér fannst, af mér eldri og reyndari mönnum. Gjaldeyrissjóðurinn er feiknarlega skemmtilegur og líflegur vinnustaður, af því að starfsliðið er svo fjölbreytt og flinkt og hefur auk þess frá svo mörgu að segja víðs vegar að. Kynni mín af vandamálum fátækra þjóða hófust á þessurn ámm og kveiktu áhuga minn á efnahagsumbótum í fátækraríkjum þriðja heintsins - áhuga, sem hefur enzt mér fram á þennan dag og markað rannsóknir mínar í auknum mæli síðustu ár. Reyndar hef ég haldið áfram að vinna svolítið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, bæði að rannsóknum og þjálfun embættismanna í aðildanikjum Sjóðsins. Hefði ég hafið störf í háskóla strax að loknu námi, þá hefði rannsókn- aráhugi minn og val viðfangsefna ef til vill beinzt í aðrar áttir. Ég þótt- ist sjá þetta fyrir og ákvað því strax á menntaskólaárunum fyrir 1970 að hafa þennan háttinn á: að afla mér hagnýtrar hagstjómarreynslu að loknu námi, helzt í Sjóðnum, og leita mér síðan að háskólastarfi - og þetta gekk eftir. Þegar ég hafði starfað í Sjóðnum í tvö ár, fékk ég óvænt boð frá Alþjóðahagfræðistofnuninni við Stokkhólmsháskóla um að koma þangað gestur til rannsóknastarfa. Ég hafði aldrei verið á Norðurlöndum að neinu gagni og tók boðinu fagnandi, fékk síðan tilboð um að hverfa þangað nokkm síðar í fullt starf við rannsóknir og þekktist það boð, því að mér fannst ég þá hafa verið nógu lengi í Sjóðnum og Washington. Ég var á leiðinni heim: ég ætlaði ekki að verða íslendingur í útlöndum. Hvaða frœðimenn, innlendir eða útleiidir, hafa liaft mest áhrif á þig sem hagfrœðing ígegnum tíðina? s Eg hef, að svo miklu leyti sem ég get um það dæmt sjálfur, mót- azt fremur af viðfangsefnum mínum, ferðalögum og bóklestri en af þeim mönnum, sem ég hef lært af eða unnið með. Þeir em samt ófáir: fyrir utan þá, sem hafa kennt mér eða starfað með mér gegnum tíðina, hef ég til þessa skrifað ritgerðir og bækur með einum sextán meðhöfundum frá tíu þjóðlöndum auk tveggja Islendinga, fyrrnm nemenda minna, þeirra Gylfa Zoega, sem er nýorðinn prófessor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, og Tryggva Þórs Herberts- sonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. Ég hef haft ntikið gagn og gaman af samstarfinu við alla þessa menn. Mest er skuld mín þó, að ég hygg, við John Maynard Keynes, sem áður var nefndur og ég kynntist að sjálfsögðu aðeins af lesui og af- Ég hef einnig með árunum lært að meta þá menn, sem Keynes stóð á öxlunum á: einkum Adam Srnith og Alfred Marshall. Smith var heimspekingur í Glasgow og gerði hagfræði að sjálfstæðu viðfangs- efni og fræðigrein. Rit lians em hafsjór af frumlegum og skemmtileg- um hugmyndum - og ferðasögum manns, sem fór næstum aldrei að heiman, heldur ferðaðist í huganum með því að hlusta á sögur ann- arra frá tjarlægum löndum. Mai'shall var kennari Keynes í Cambridge á Englandi og er rétt nefndur faðir rekstrarhagfræðinnar. Hann skrif- aði kennslubók, sem margar kynslóðir hagfræðinga lásu sér til gagns og yndisauka og lesa enn, bók, sem er gersamlega sneisafull af fág- aðri snilld. Á síðustu vikum liefur ríkisstjómin selt hlut sinn bœði í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum til kjölfjárfesta og má þvísegja að frelsið í bankakerfinu hafi aukist til nuina. Unibœtur á þessum markaði hafa engu að síðurtekið rúman áratug en eins ogjón Sig- urðssoii sagði í viðtali við Vísbendingu á síðasta ári þá stóð Sjálf- stœðisflokkurinn í vegiJýrirslíkum umbótum í upphafi tíunda ára- tugarins. Að hve mikhi leyti liafa tímasetningar haft álirif á þróun markaðarins og livaða áhrif getur aukið frelsi komið til með að hafa á íslenskt viðskiptalíf? 27

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.