Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 15

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 15
VISBENDING 7 Tið margfrœga „rauða slrík“ sem var málað við 222,5 markið ídes- L J ember síðastliðnum með samningi Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins stóð þar af leiðandi óspjallað. Segja verður eins og er að árangur aðila vinnumarkaðarins er að mörgu leyti aðdáunarverður þar sem markmiðið var metnaðarfullt á alla helstu mœlikvarða. Enda var öllu tjaldað til og sumar þœr aðgerðir sem aðilar vinnumarkaðarins og ríkið stóðu fyrir vœgast sagt undarlegar og varía skólabókardœmi um fyrirmyndarhagstjóm. 20. tbl. - 17. maí (Staðið á strikinu - eíj). T?in helsta mótbáran hér á landi við því að afsala sér krónunni er sú JOjað sveiflur í aflabrögðum geri ísland svo sérstakt að það fœri allt í kalda kol við aðild að myntbandalagi. Rétt er að benda á að með tilkomu kvótakerfisins liefur náðst meiri stöðugleiki í hagketfinu þannig að þessi rök eru ekki eins þung á metunum og áður. 48. tbl. - 29. nóvember (Króna og evra - Guðmundur Magnússon). Skuldasúpan s /'slendingar virðast Itins vegar auðveldlega geta slegið þetta [skuldajheimsmet þar sem hlutfallið [skulda heimila af ráðstöfunar- tekjum] er um og yfir 169% hér á landi í lok árs 2001 [og 177% árið 2002] . Þetta háa hlutfall er þó tiltölulega nýtilkomið þar sem hlutfallið var 80% árið 1990. Með öðrum orðum þýðirþað að skuldahlutfallið hef- ur rúmlega tvöfaldast á tiu árum... 6. tbl. - 8. febrúar (íslensk skuldasúpa - eíj). M'ikil sveifla hefur orðið í gjaldþrotum fyrirtœkja á síðustu árum. Árið 1993 er mesta gjaldþrotaár íslandssögunnar en þá urðu 446 fyrirtœki gjaldþrota. Síðan dró verulega úr gjaldþrotum og voru þau ekki nema 233 talsins árið 1998. Síðustu þrjú ár hefurþeim hins vegarfjölg- að hratt, eða um 21%, bœði 2000 og 2001, og eru miklar líkuráað gjald- þrot verði fleiri á þessu ári en nokkru sinni áður, þ.e. 480 ef sami fjöldi verður gjaldþrota á síðustu tveimur mánuðum og þeim fyrstu tíu. 46. tbl. - 15. nóvember (í gjaldþrotahrinunni - eíj). s 7svari Hagstofunnar kemur fram að 7.456 einstaklingar sátu í stjórnum þeirra 3.014 fyrirtœkja sem urðu gjaldþrota á tímabilinu [1992 til 2001]. Það sem er þó kannski athygliverðara erað 331 einstaklingur hef- ur setið í þremur eða fleiri stjórnum þessara fyrirtœkja. Mœtti segja að þetta séu síþrotamenn. 46. tbl. - 15. nóvember (Síþrotamenn - eíj). mannahópum.[...] Hugsanlega gœti skilgreining á vondum eða óœskileg- um fjárfestum verið fjárfestar sem ætluðu að nýta völd ífyrirtœkinu í ein- hverjum annarlegum tilgangi, sem þjónar ekki hagsmunum fyrirtœkisins. Skilgreining á vondum fjárfestum gœti hugsanlega einnig átt við um fjár- festa sem stöðugur darraðardans og leiksýningar eru í kringum sem skaða ímynd fyrirtœkisins. 11. tbl. - 15. mars (Spilað með fjárfesta - eíj). f, 'erðaþjónusta hefur verið í miklum vexti síðastliðinn áratug. Vöxtur- L inn hefur verið um 2-3% umfram vöxt landsframleiðslu ogfrá 1990 hefur hlutur ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu farið úr 3,5% í 4,5% árið 2000. A sama tíma hefur hins vegar afkoma í greininni verið afar slök og mun lakari en í öðrum atvinnugreinum. Þetta má kalla þver- sögnina íferðaþjónustunni. 29. tbl. - 19. júlí (Þversögnin í ferðaþjónustunni - Vilhjálmur Bjarnason). Alvaríegast er náttúrlega ef í Ijós kemur að fyrirtœki eru ekki með innistœðu bak við fallegan efnahagsreikning. íslensk fyrirtœki hafa stofnað dóttmfélög innanlands og utan, en flókin dótturfyrirtœkjaflóra er einmitt eitt einkenni froðufyrirtœkjanna. Einnig er algengt að setl séu upp net fyrirtœkja og sjóða sem öll tengjast innbyrðis. Þau geta þannig hald- ið uppi markaðsvirði hvert í öðru án þess að það sé réttlætanlegt. 29. tbl. - 19. júlí (Það gæti gerst hér - bj). Aprílmánuður árið 2000 markaði vissulega endinn á upphafinu fyrir netgeirann og margt bendir til þess að árið 2002 marki upphafið að betri tíð. Nýtt skeið netfyrirtœkja verður þó ekkert í líkingu við upphafið, sem liafði í för með sér glórulausan vöxt, heldur frekar í samrœmi við annan kafla í sögu tœknibyltinga almennt, rólegur en stöðugur vöxtur til allnokkurra ára. 22. tbl. - 31. maí (Upphafið á nýju netskeiði? - eíj). Auðæfin 71 Æikilvœgi álframleiðslunnar hefur aukist stórum skrefum á undan- IVlförnum árum eða úr 10% af heildarvöruútflutningi árið 1990 í um fimmtung á síðastliðnu ári. I áformum Reyðaráls (Noral) og Norðuráls kemur fram að stefnt er að um 780 þús. tonna ársframleiðslu fyrir árið 2010. Slík framleiðsluaukning hefði bœði mjög jákvœð og varanleg áhrif á þjóðarbúskapinn. Vöruútfiutningur ykist um nœrri 40% og hlutdeild vöruútflutnings afVÞF fceri úr 25% í um 35% að öðru óbreyttu. 11. tbl. - 15. mars (Ekki er álið sopið... - Ólafur Klemensson). C^amtals jukust skuldir ríkisins og lánsábyrgðir um 46%frá 1997-2001 LJ (og eru þá ekki taldar með flugtryggingar, sem ríkið tók á sig um tíma). 40. tbl. - 4. október (Viðskiptah. með ríkisábyrgð - Sigurður Jóhannesson). Framsækni íslenskra fyrirtækja Með faglegum vinnubrögðum og hœfilega djarfri útrásarstefnu geta íslensk fyrirtœki orðið þekkt sem litlu risarnir með engilsaxnesku gróðasjónarmiðin og norrœna áreiðanleikann. Það er því til mikils að vinna. 47. tbl. - 22. nóvember (Fordómar og íslensk útrás - Þór Sigfússon). ~f~^nt átta íslensku fyrirtœki sem tylla sér á meðal framsæknustu fyrir- Lr tœkja Evrópu ættu að vera mörgum öðrum fyrirtœkjum til fyrirmynd- ar. Þau eru heldur ekki ein á báti því að mörg önnur íslensk fyrirtœki eru einnig að ná miklum árangri. Hugsanlegt er að þegar þessi sömu fyrir- tœki verða skoðuð að fimm árum liðnum verði eitthver þeirra jafnvel orð- in stór og stœðileg á alþjóðlegan mœlikvarða og einhver þeirra gleymd, horfin í yfirtökum eða gjaldþrotum. Mikilvœgast er þó að Island eigi þá enn jafnmörg fyrirtœki sem geta talist til framsœknustu fyrirtœkja Evrópu. 38. tbl. - 20. september (Framsæknustu fyrirtæki Islands - eíj). Tfinn er of snemmt að gefa upp vonina um að betri tíð sé fram undan J—jhjá íslenskri etfðagreiningu. Þó er hœtt við að starfsemi fyrirtœkis- ins minni enn um sinnfrekar á regndans en dans á rósum. 40. tbl. - 4. október (Lt'fróður „Þekkingarfyrirtækis" - eíj). £ffyrirlœki fœru að rannsaka fjáifesta rétt eins og þau rannsaka aðra viðskiptavini fyrirtækisins þá er ekki ólíklegt að þau myndu fljótt átta sig á að til eru góðir og vondir fjátfestar rétt eins og í öðrum viðskipta- Vél horfir um álframleiðslu og notkun í heiminum á nœstu árum. Eft- irspurn mun halda áfram að aukast en aukin eftirspurn mun mjög hvíla á áframhaldandi lœkkun á framleiðslukostnaði og verði. Á nœstu 10 árum er þörfá a.m.k. 14 m. tonna aukinni framleiðslugetu. 47. tbl. - 22. nóvember (Hverfult álverð - Ólafur Klemensson). Miklar framkvœmdir eins og þœr sem nú standafyrir dyrum vegna ál- vers á Reyðarfirði og stœkkunar Norðuráls taka óvenjumikið pláss, en Smáralind og Kringlan ryðja líka frá sér. Ekkert er óeðlilegt við að ný starfsemi taki við af annarri. I markaðskerfi, þar sem allir keppa eftir sönui leikreglum, gefur sá rekstur sem verður ofan á jajhan meira af sér en liinn, sem víkur. Potturinn stækkar um leið og bœtt er í hann. Öðru máli gegnir ef stjórnvöld veita einstökum fjárfestingum sérstakt brautar- gengi. 38. tbl. - 20. sept. (Össur þokar fyrir álverum - Sigurður Jóhannesson). Galli þessarar [framleiðslufórnarkostnaðar]aðferðar kemur strax í Ijós efvið setjum Gullfoss eða Dettifoss í stað Kárahnjúka. Fœra má rök fyrir því að tekjutap (fœrri ferðamenn) sem hlytist af að setja Gull- foss og/eða Dettifoss í rör og gegnum túrbínu séu smáaurar í samanburði við þær tekjur sem hafa mœtti af raforkusölunni. Hér er kominn upp mik- ill vandi. Verðum við ekki að hafa sömu reglu til að ákveða hvort við virkjum við Káralmjúka og við notum til að ákveða hvort við virkjum Dettifoss? 34. tbl. - 23 ág. (Hverju er fórnað fyrir virkjanir? - Þórólfur Matthíasson). AuðUndastjórn og úthlutun réttinda til hálendissvæða þarf að sjálf- sögðu að taka samsvarandi og jafnvægt tillit til allra helstu þarfa og tekjumöguleika, að uppfylltum sambœrilegum skilyrðum um þjóðhagslegt gildi og arðgjöf í einhverju formi til samfélagsins. 42. tbl. - 18. október (Auðæft hálendisins - Bjami Bragi Jónsson). 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.