Vísbending


Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 23

Vísbending - 20.12.2002, Blaðsíða 23
VISBENDING Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hvers lands Viðtal við Þorvald Gylfason prófessor Senntiega hafa fáir skrifað fleiri greinar í Vishendingu en þú og enginn liefur skrifað jafnmikið yfir lengri tíma titið en nœrri lœtur að þú liafir skrifað reglulega í blaðið síðustu fimmtán árin. Manstu um hvað þú skrifaðir þína fyrstu grein í Vísbendingu og hvenœr Iiúii birtist? etta var sumarið 1987. Ný ríkisstjóm þriggja flokka var setzt að völdum á íslandi og lofaði að halda gengi krónunnar stöðugu, stefna að hallalausum viðskiptum við útlönd, lækka erlendar skuldir í hlutfalli við þjóðarframleiðslu og ná verðbólgunni niður. Ég skrifaði þá grein, sem hét „Er hægt að halda gengi krónunnar stöðugu?", og reyndi þar að útmála fyrir lesandanum, hvað til þess þyrfti að ná þess- um markmiðum, og lagði áherzlu á strangt aðhald í ríkisíjánnálum og peningamálum. Nokkrunt mánuðum síðar var gengið fellt til að púkka undir fiskvinnsluna eina ferðina enn, og gafst mér þá lilefni til að fjalla nánar um málið í Vísbendingu. Reyndar var ég urn þetta leyti að skrifa langa greinargerð um gengismál og verðbólgu fyrir Seðla- bankann; hún birtist í Fjármálatíðindum árið eftir. Þegar þú líturyfir umrœðuna og helstu efnahagslegu hitamátin á þessu tuttugu ára tímabiti, livemig finnst þér umrœðan um efna- hagsmál liafa breyst, hvaða málum liefur verið sópað út af borðinu og hvaða deiluefni eru orðin nœsta krónísk? Efnahagsumræðan hefur tekið miklum framförum þennan tíma ekki sízt vegna þess, að hún hefur losnað sniám saman úr viðj- um stjómmálaflokkanna, auk þess sem hagfræðikunnáttu í landinu hefur fleygt fram: þetta tvennt hangir saman. Umræðan lét löngum hér áður fyrr berast með straumnum: stjómmálamenn og blaðamenn og aðrir, sem þeim vom handgengnir, þjörkuðu fram og aftur og endalaust um efnahagsmál og sjaldnast af næmum skilningi, svo að segja má, að naumast hafi staðið steinn yfir steini í efnahagsumræð- unni. Þetta var yfirleitt gersantlega ófijótt rifrildi, að vísu með ýms- unt veigamiklum undantekningum, og árangurinn í efnahagsmálun- um var efdr því. Ég þreytist aldrei á að rifja það upp, að það var Hall- dór Kiljan Laxness, sem fletti ofan af óhagkvæmninni í íslenzkum landbúnaði af völdum búvemdarstefnunnar á sínum tíma með ná- kvæmlega réttum rökurn, á rneðan stjómmálamenn og hagfræðingar og aðrir horfðu sljóum augum í aðrar áttir. Öll þessi ár, frá 1930 til 1960, ríkti hálfgert ófremdarástand í efnahagsmálum landsins, þótt styijaldargróðinn byrgði sumum sýn á stríðsámnum og ruglaði þá í ríminu. 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.