Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 3
ar breytingar er fólgið, sem nú er á orðin, verð- ur í rauninni að taka til meðferðar allt hafta- fyrirkomulagið og sýna ókosti þess, en það verð- ur ekki gert hér. En á það skal bent, að verzlunarmenn hafa ástæðu til að gleðjast yfir því, sem orðið er, en það er ekki nóg að nauðsynjavörurnar séu und- anþegnar innflutningsleyfum. Skilyrði verða að vera fyrir hendi til þess að innflytjendurna reki ekki upp á sker með greiðslur fyrir „frílista- vörurnar". 1 Danmörku er það svo, að þeir sem flytja inn „frílistavörur“, þurfa ekki annað en að sýna fram á, að vörurnar séu undanþegnar innflutningsleyfum, þá er þeim tryggðir mögu- leikar til greiðslu. Hér þarf að fara svipað að. Það þarf að vera tryggt, að þeir sem ná hag- kvæmum kaupum á frílistavörum, séu öruggir um að geta fengið að greiða þær, annars er „frí- listinn“ til lítils gagns, og er þá fyrst og fremst til hlunninda fyrir þá, sem hafa þau sérréttindi að hafa gjaldeyrir sinn til frjálsra umráða. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um gallana á haftafyrirkomulaginu og þá sérstak- lega hvaða áhrif það hefir á verzlunina með lífsnauðsynjar landsmanna. Það er oft og tíð- um svo, að varan er keypt mun dýrari en vera þyrfti, vegna þeirra tafa sem höftin valda. Það hefir alloft komið fyrir, að kaupmenn, sem feng- ið hafa vitneskju um að verðhækkanir væru í aðsigi erlendis á nauðsynjavörum, hafa stritast við að geta pantað vöruna áður en hækkunin kæmi, en ekki orðið það mögulegt vegna skorts á innflutningsleyfum. Gjaldeyrisnefnd hefir verið bent á slíkar hækkanir, en oftast hefir hún ekkert sint því. Gjaldeyrisnefnd hefir þá gert sínar innflutningsáætlanir, sem hún 'ekki vill raska, og svarar þessvegna því til, að bíða verði næstu úthlutunar. En þá er ef til vill 20— 25% verðhækkun skollin á. Einnig er það, að innflytjendur, sem gera vilja hagkvæm stór- kaup á nauðsynjum, fá oft ekki nema smáleyfi og þá er höfð sú aðferð, að safna saman slík- um smáleyfum, sem gefin hafa verið út til f jölda verzlana og einstaklinga, þar til komið er nóg fyrir þeirri pöntun, sem fyrirhuguð var. Það þarf ekki frekar að lýsa þeim erfiðleikum og þeirri óheilbrigði, sem þessu eru samfara. Allar slíkar krókaleiðir hafa í för með sér óhagkvæm- ari kaup og dýrari. Því hefir verið haldið fram af hálfu þeirra, sem standa gegn frjálsum innflutningi nauð- synja, að of mikið af vörum yrði flutt inn í landið. En þetta er rangt. Mest af beim vörum eru ekki til langrar geymslu, og menn brenna sig ekki á því að flytja inn meira en þeir FRJÁLS VERZLUN geta selt. — En eins og tekið er fram hér á undan, þá er núverandi rýmkun ekki nægileg. Hún er aðeins byrjun sem vísar veginn. Fleiri vörutegundir hljóta að fylgja, og má í því sam- bandi benda til dæmis á þær vörur sem undan- farin ár hafa verið fluttar inn eftir þörfum. En hitt er jafn nauðsynlegt að bankarnir, sem hafa gjaldeyrisumráðin í sinni hendi, tryggi það, að þeir sem flytja á hagkvæman hátt inn nauðsynjavörur, verði ekki vanskilamenn. Án slíkrar tryggingar er „frílistinn“ aðeins papp- írsgagn, en kemur ekki landsmönnum að notum. Þannig fórust formanni Verzlunarráðsins orð. Frílistinn er frá hans sjónarmiði spor í rétta átt sem vænst er að fylgt verði eftir með nýjum ráð- stöfunum, verzluninni til frelsis. Krafa verzlunarstéttarinnar og neytendanna er auðvitað sú sama, að hér verði ekki staðar numið. Allur almenningur óskar einskis frem- ur, en að bundinn verði endir á hafastefnuna, og að verzlunin komist aftur í heilbrigt horf. Menn eru búnir að fá nóg af vöruskorti og óeðlilegri dýrtíð. Menn finna, að það land, sem ekki býr við eðlilega verzlun, vantar eitt af því, sem menningarþjóð hlýtur að krefjast. Verzlunarhöftin gera vart við sig við hvers manns dyr á margvíslegan hátt, en íslendingar hafa jafnan þótt þannig skapi farnir, að þeir þoli illa að sér séu bundnir fjötrar um fót. Fylgi verzlunarhaftanna hefir að langmestu leyti byggzt á því, að formælendur þeirra töldu sér skylt að berja í brestina vegna pólitísks flokksfylgis. Því máli fylgdi sjaldnast sannfær- ing um, að þjóðarheill krefðist allra þeirra hafta, sem á verzlunina hafa verið lögð. Og nú er svo komið, að allur almenningur er fyrir löngu orðinn leiður á haftafyrirkomulag- inu og krefst þess einarðlega, að stefnt verði að afnámi verzlunarhaftanna að fullu.og öllu. Danir og mjólkurverðið I nýkomnum dönskum blöðum segir frá, að Stauning forsætisráðherra hafi boðað skipun nefndar, sem rann- saka ætti, hvort ekki væri hægt að minnka þann mikla mismun, sem er á því verði, sem bændur fá fyrir mjólk- ina og útsöluverðinu. Fylgir með, að vel megi svo fara, að hægt verði að hækka verðið til bændanna, en lækka um leið útsöluverðið. Væri ekki tímabært að reyna svipaðar aðferðir hér? 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.