Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 17
GUTTORMUR ERLENDSSON cand. jur. Eignarréftur að erlendum gjald- eyri og heimildir um hann 1.1 eftirfarandi grein skulu tvö atriöi gjald- eyrislaganna athuguð: 1. Mega einstaklingar yfirleitt eiga nokk- urn erlendan gjaldeyri, og þá hvaða? 2. Hvaða heimildir hafa þeir um þann er- lenda gjaldeyri, sem þeir kunna að mega halda í eigu sinni? Þessum tveim atriðum verður að halda vel aðgreindum, þótt þau að vissu leyti haldist í hendur. Öllum eignarrétti fylgja ákveðnar heimildir. Þessum heimildum getur löggjafinn fækkað eða takmarkað þær eftir vild. Þótt svo sé gert, má ekki af því álykta, að mönnum sé meinað að eiga eignina. Þeir eru aðeins ekki eins frjálsir með hana og áður, ef svo má að orði kveða. Þótt t. d. Landsbanka íslands og tJtvegsbanka fslands h.f. sé veittur einkaréttur til að verzla með erlendan gjaldeyri, þá leiðir ekki af því, að öllum öðrum sé bannað að eiga erlendan gjaldeyri. Af því leiðir einungis, að þeir, sem eiga erlendan gjaldeyri, megi ekki verzla með hann. Heimildir þeirra um eignina eru að því leyti takmarkaðar. Þess vegna verð- ur fyrst að athuga, hvaða ákvæði lögin hafa að geyma um rétt manna til að eiga erlendan gjaldeyri, og því næst ber úr því að leysa, hvaða heimildir menn hafa um hann. Þess má geta hér, að lög nr. 73, 1937, um gjaldeyrisverzlun o. fl., eru einskonar grund- vallarlög í þessum efnum. Ráðherra hefir að vísu samkvæmt þessum lögum heimild til að setja ákvæði um ýms atriði, sem snerta gjald- eyrismálin, og því ber að rannsaka þær reglu- gerðir, sem hann hefir gefið út1). En við þess- ar reglugerðir ber þó ávalt að gæta þess, að ákvæði þeirra verða að halda sér innan þeirra takmarka, sem lögin setja. Að öðrum kosti eru þau ekki bindandi fyrir neinn. H. A. 1 2. mgr. 1. gr. gjaldeyrislaganna seg- ir, að með reglugerð sé heimilt að setja þau á- kvæði, er þurfa þykir til þess að tryggja það, að íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem flutt- ar eru til útlanda, verði greiddar með erlend- um gjaldeyri og að hann renni til bankanna2). Hér er gert ráð fyrir, að erlendur gjaldeyrir fyrir „íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda", eigi að renna til bank- anna, alveg án tillits til þess hvort ráðherra setur reglugerð því til tryggingar eða ekki. Honum er ekki veitt neitt vald til að banna eða heimila3) einstaklingum að halda slikum gjaldeyri í eign sinni. Hann hefir aðeins heim-: ild til að mæla fyrir um þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til þess, að bank- arnir fái þann gjaldeyri, sem aflazt fyrir þau verðmæti, sem greinin nefnir4). 1 gjaldeyrislögunum eru engin ákvæði, sem heimila ráðherra að gefa samskonar fyrirmæli viðvíkjandi gjaldeyri, sem aflað kann að vera á annan hátt. Þegar af þeirri ástæðu er hon- um það óheimilt, enda leiðir gagnályktun af 2. mgr. 1. gr. til sömu niðurstöðu. En þar sem engin sjáanleg ástæða er fyrir hendi til að gera þenna mun á gjaldeyrinum eftir því, fyr- ir hvaða verðmæti eða á hvern hátt hans er aflað, og þar sem ennfremur ekkert annað á- kvæði er í gjaldeyrislögunum, sem bendingu gæti gefið um, að gjaldeyrir fyrir önnur verð- mæti en „íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda", skuli skylt að láta renna til bankanna, verður að draga þá álykt-i un af 2. mgr. 1. gr., að einungis erlendan gjaldeyri fyrir þar nefnd verðmæti séu menn skyldir til að selja bönkunum. Öllum öðrum gjaldeyri hafi menn heimild til að halda í eigu sinni. FRJÁLS VERZLUN — MAÍ 1939

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.