Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 20
5. Heimildin til þess að leita aðstoðar ríkis- valdsins til verndar eignunum. Löggjafarvaldið er að sjálfsögðu ekki bund- ið við að láta þessar heimildir allar eða óskert- ar fylgja öllum eignaréttindum. Það getur svipt sumar eignir tilteknum heimildum al- gerlega eða rýrt þær að meira eða minna leyti. Slík ákvæði eru undantekning frá almennu reglunni, og því er hæpið að leggja meira í þau en víst er, að í þeim felist. B. Einu ákvæði gjaldeyrislaganna, sem snerta þetta atriði, eru í 1. gr., 1. mgr. og 2. gr. Samkv. 1. gr. hafa Landsbanki íslands og Útvegsbanki íslands h. f. einkarjett til þess að verzla með erlendan gjaldeyri, þar til öðruvísi kann að verða ákveðið. Og í 2. gr. er sagt, að ríkisstjórninni sé heimilt að ákveða, að eng- an erlendan gjaldeyri megi láta af hendi, nema með leyfi gjaldeyris- og innflutningsnefndar. E. t. v. mætti ætla, að 2. gr. ætti við allan erlendan gjaldeyri, hvort sem hann væri í eign bankanna eða einstaklinga, og að yfirleitt öll afhending hans væri óheimil án þess leyfis. Þegar nánar er að gætt, sést samt, að svo má ekki skilja þetta ákvæði. Fyrst og fremst mun orðatiltækið „láta af hendi“ einungis eiga við sölu á erlenda gjaldeyrinum.12) Og í öðru lagi getur þetta einungis átt við bankana. Það sést á því, að einstaklingar eru skyldir að láta af hendi við bankana þann gjaldeyri, sem fæst fyrir íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda, alveg án tillits til vilja gjaldeyris- og innflutningsnefndar. Orðalag greinarinnar sýnir líka allt, að þessi mun vera meiningin. 2. gr. gjaldeyrislaganna, sbr. rg. nr. 7, 1935, 2. gr., 1. mgr., er því einungis takmörkun á einkarjetti bankanna til þess að verzla með erlendan gjaldeyri. Af greininni má enga á- lyktun draga um heimildir þær, sem einstakl- ingar kunna að hafa um sinn gjaldeyri. Þegar leysa á úr því atriði, er þess vegna aðeins nauðsynlegt að athuga 1. gr. Einkaréttur bankanna til að verzla með er- lendan gjaldeyri skerðir að sjálfsögðu þær heim- ildir, sem menn annars hafa um gjaldeyri sinn: Þeim eru allar þær athafnir bannaðar, sem tal- izt geta verzlun með gjaldeyri. Af þessum ástæðum skiptir mjög miklu máli að fá úr því leyst, hvað felist inni í þessu orði. Lögin sjálf gefa enga skýringu á þessu hug- taki.13) Þess vegna verður að skýra það eftir þeim bendingum, sem lögin eða reglugerðirnar kunna að gefa, og merkingu þess í almennu máli. Sögnin „að verzla“ og nafnorðið „verzlun“ FRJÁLS VERZLUN — MAÍ 1939 eru notuð í tveim merkingum. í lagamáli eru þau yfirleitt þröng, tákna þar starf ákveðinn- ar stéttar, að reka viðskipti með verðmæti14) í atvinnuskyni. Mjög fer það þó eftir atvikum, hvað íslenzk lög heimfæra undir hugtakið. í al- mennu máli felst meira í hugtakinu. Þar táknar það yfirleitt alla þá starfsemi, sem fólgin er í af- sali á verðmætum gegn einhverjum öðrum verð- mætum. Hvorug þessi merking virðist eiga óskorað við í þessu sambandi, eins og sézt á því, sem á eftir fer. 1 fáum orðum má segja, að í einkarétti bank- anna til að verzla með erlendan gjaldeyri sé fólginn réttur þeim til handa til að vera annar aðili sérhvers löggernings inter vivos, þar sem erlendum gjaldeyri er afsalað að öllu leyti gegn endurgjaldi, sem greitt er í íslenzkum gjald- miðli. Skulu nú hin einstöku atriði þessarar skýr- ingar athuguð nánar og jafnframt hver áhrif þau hafa á heimildir manna um gjaldeyri sinn. 1. Það liggur í hlutarins eðli, að bankarnir eru aðeins annar aðilinn í þeim viðskiptum, sem hér fara fram. Hinn aðilinn er óhjákvæmilega annaðhvort sá, sem selur bönkunum gjaldeyrir- inn, eða þá sá, sem kaupir hann af þeim, að fengnu leyfi gjaldeyris- og innflutningsnefnd- ar. Af bessum ástæðum er ekki hægt að segja, að bankarnir hafi einkarétt til að kaupa eða selia erlendan gjaldeyri. 2. Orðið verzlun í almennu tali, nær einung- is yfir bá heimild, sem nefnd er ráðstöfun á eign með löggerningi. Það er ekki talin verzlun þótt menn hagnýti sér eignir sínar. Þess vegna getur eigandi erlends gialdevris t. d. lagt hann inn í erlenda banka og feno-ið vextina. eða lagt hann í fvrirtæki erlendis on revnt. að græða á honum bannig. TTndan hngtakinu fellur einnig ef sknldhpimtnmenn o-ano-a að eio-nnm skuldu- nauts til lúknino-ti skuidnm hans. Þess veoma varnar ákvæði 1. gr. bví t. d. ekki, að erlendnr gialdevrir sé kvrrsettnr eða tekine fiámámi. iafnvel bntt oærðarbeiðandi sé útlendingur. Lntta, gildir pkki síðnr, bótt einnngis sé nm kröfur á útlending að ræða. Ekki er bað held- ur að verzla menn einn sma. hótt hún renni í arf til annarra. án aðcrovðq arfieifanriq. tsbr. síðar um arfloiðcshO. Oo- hótt menn ieiti aðatoðar ríkisvaldsins til verndar eio-nm sínnm. væri ekki hæot að seo-ia. að heir verzluðu með hær. 3. Til hess að hæot sé að tala um verzlun, verður löggerm'nmirine ennfremur að vera inter vivos. Þótt maður ráðstafi eignum sínum eftir sinn dag með arfleiðsluskrá, yrði ekki sagt, að

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.