Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Síða 8

Frjáls verslun - 01.05.1939, Síða 8
OSKAR NORÐMANN: Byggingarvöruverslunin / Reykjavík 13ITSTJÓRN þessa blaðs hefir beðið mig að skýra lesendum þess frá innflutningi bygg- ingarefna til Reykjavíkur á undanförnum hafta- tímum. Þyrfti raunar til þess meira rúm en hér er völ á, ef vel ætti að vera, en eg skal leitast við að segja frá þessu í stórum dráttum. Eg mun ekki víkja að yfirfærslutregðunni, þar hafa flestir innflytjendur utan S.I.S. svipaða sögu að segja. Það er haustið 1934 sem innflutningshöft þau er nú gilda eru sett á byggingarefni. — Það kvisaðist hér vorið 1935, að innflutning á byggingarefni til Reykjavíkur ætti mjög að skerða. — Voru leyfi þau, sem byggingarefna- verzlunum hér var úthlutað fyrri hluta þess árs svo lág, miðað við innflutning þeirra 1933, að ekki þótti einleikið. Verzlanir úti um land höfðu fengið miklu hærri kvóta. Úthlutun til Reykja- víkur-verzlana var að meðaltali fyrir sement 15 —18%, timbur 27%, og önnur byggingarefni 14 —16%. Byggingariðnaðarmenn efndu til fund- arhalda þá um vorið, og komu þar ýmsir ráða- menn, svo sem þáverandi f jármálaráðherra og formaður gjaldeyrisnefndar. Fengust þar eng- in ákveðin svör önnur en þau, að formaður gjaldeyrisnefndar kvað verzlanir úti um land hafa fengið allan sinn kvóta strax, en til Reykja- víkur hefðu verið veitt leyfi aðeins fyrir fyrra hluta ársins. Bjuggust nú allir við reglulegri úthlutun til Reykjavíkur fyrir síðari árshlut- ann, en hún kom aldrei. í stað hennar voru veitt reitingsleyfi fyrir einstaka vörutegundir, að verulegu leyti til einstaklinga, til þess að Ijúka við hús, sem voru í smíðum þá um haustið. Má nærri geta, að vörubirgðir gengu mjög til þurrð- ar strax á þessu ári. Stóð í miklu þófi allan síð- ari hluta ársins að fá leiðréttingu á þessu mis- rétti. Urðu tafir á að fullgera hús um haustið vegna efnisskorts, og víða flutti fólkið inn í ófullgerðar og óboðlegar. íbúðir, þar sem t. d. dúka vantaði á gólfin. — I ársbyrjun 1936 skrifuðu byggingarefna- verzlanir í Reykjavík gjaldeyrisnefnd, og beidd- ust þess, að þeim yrði á því ári bætt upp mis- 8 rétti það, er þeir höfðu orðið fyrir árið 1935. Var þeim tilmælum engu sinnt. Voru nú settar þær hömlur á sölu á sementi og timbri, að það mátti ekki selja til íbúðarhúsa, þar sem íbúðir væru stærri en 430 ten.metrar. Eru þau ákvæði ennþá í gildi. — Til annara húsa eða mann- virkja má eigi selja nema með sérstöku leyfi nel'ndarinnar, ef meira erlent efni þarf til þeirra en sem nemur 5000 krónum. — Þá var ennfrem- ur ákveðin sú tilhögun, að úthlutunartímabil fyrir Reykjavík skyldi vera 4 mánuðir, eða ár- inu skipt í þrennt. — Sama tilhögun var svo látin gilda árin 1936, 37 og 38. — En það er í stuttu máli að segja, að snemma á hverju þess- ara þriggja ára fór fram úthlutun, þannig að til Reykjavíkur var úthlutað fyrir 1. ársþriðjung, en til innflytjenda úti um land, allur árskvótinn. Svo þegar komið var fram á sumar, fannst meirihluta gjaldeyrisnefndar heildarupphæð gjaldeyrisleyfa sem búið var að veita til lands- ins, orðin svo há, að allt þyrfti að skera niður. Að því er byggingarefni snertir, bitnaði þetta eingöngu á Reykjavík, af ástæðum sem skýrt er frá hér að framan. Það var aðeins árið 1937, að regluleg 3. út- hlutun fékkst til Reykjavíkur, þó að hún væri minni en fyrir 1. og 2. ársfjórðung, og leyfin kæmu ekki fyrr en í nóvember. En öll hin árin voru Reykvíkingar að meira eða minna leyti sviknir um úthlutun fyrir síðasta ársþriðjung. Hafa innflytjendur byggingarefnis og bygging- ariðnaðarmenn stöðugt orðið að heyja harðvít- uga baráttu gegn þessum ójöfnuði. Og þó að nokkur viðbótarleyfi hafi loksins fengizt öll ár- in, þá er langt frá því, að það hafi verið viðun- andi úrlausn. Á því tímabili, sem hér hefir verið talað um, voru allmikil brögð að því, sérstaklega framan af, að einstaklingum væri veitt sérstök innflutn- ingsleyfi. — Eru til mörg dæmi frá þessum tíma um misbeiting haftanna, þar sem einum var veitt leyfi, en öðrum synjað þess sama. — Þá má geta þess, að innf lutningsleyfi fyrir bygg- ingarefni til Reykjavíkur hafa nálega eingöngu FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.