Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 15
hann gæti hrundið af stað sínu eigin fyrirtæki. Hann gerði sér það Ijóst — alveg eins og Henry Ford hafði gert það — að ef hann ætlaði að brjóta sér braut til frama, þá yrði hann að fram- leiða einhvern hlut, sem ætti erindi til allra. Ford hafði talið klukkur og vélar það gróða- vænlegasta og lagði í bílaframleiðslu. George Eastman var langan tíma að hugsa sig um, hvað hann ætti að taka til bragðs og ef lesandinn vill taka sér hvíld augnablik og reyna að hugsa sér einhvern hlut, sem allir gæti not- að og er ekki til nú, þá getur hann látið sér skiljast erfiðið, sem lá fyrir bankaþjóninum unga. Og vera má að Eastman væri enn að hugsa og leita, ef hann hefði ekki eitt sinn fengið sum- arleyfi og þá hitzt svo á, að móðir hans var lasin og gat ekki farið með honum. Hann hafði ráðgert að fara til Vestur-India og í augum hans, sem aldrei hafði komizt út fyrir takmörk fæðingarborgar sinnar, var það sannkölluð æfintýraför. En eins og áður get- ur, gat móðir hans ekki farið og því ákvað East- man að læra hina nýju aðferð til myndatilbún- ings — eða að ljósmynda — og taka svo myndir í förinni, sem hann gæti sýnt móður sinni, er heim kæmi. En ljósmyndatökur í þá daga, voru enginn barnaleikur, eins og þær nú eru. Fyrsta kennslu- stundin hjá ljósmyndasmiðnum í Rochester fór í það, að kenna Eastman hvernig hann ætti að koma öllu fyrir á bakinu, sem hann þurfti að nota við töku hinnar einföldustu myndar: Stór- eflis kassavél, þungum þrífæti, glerplötum, „nítrat“-borði, vatnsbrúsa og dökku tjaldi. Áð- ur en hægt var að taka eina einustu mynd, varð að bera öll þessi tæki á þann stað, þar sem taka átti myndina og koma þeim þar fyrir — klukku- stundarverk. I dökka tjaldinu varð ljósmyndar- inn að blanda saman ýmsum efnum, bera blönd- una á glerplöturnar til þess að gera hæfar til myndatökunnar, síðan varð hann að renna þeim í vélina rennblautum, taka myndina strax og hverfa síðan inn í dimmuna í tjaldinu og fram- kalla plötuna umsvifalaust. Undir þessum kringumstæðum var það hálfs- dags vinna að taka eina einustu mynd og í stað þess að vera tómstunda skemmtun voru mynda- tökurnar sannkölluð erfiðisvinna. Þetta sumar- leyfi George Eastman’s, þegar hann þrammaði í sólarhitanum eftir rykugum vegum, klyfjaður eins og áburðarjálkur, fékk hann til að taka þá ákvörðun, að það yrði að auðvelda almenn- ingi myndatökurnar. Hann hugsaði málið um skeið, áður en hann PRJÁLS VERZLUN gerði sér ljóst, að þarna væri ef til vill leiðin fyrir hann til að græða það fé, sem hann hafði alltaf verið að leita. — Hvers vegna ætti ég ekki að finna upp myndatökuaðferð, sem er helmingi auðveldari? spurði hann móður sína og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Eldlegur áhugi er uppfinningamanninum ennþá dýrmætari en hin dýrustu tæki. Og hinn æfintýralegi ferill Eastman’s hófst á því, að hann varð að láta sér nægja eldavél og vask móður sinnar, sem hin fyrstu framleiðslutæki sín. Síðar tókst honum að fá herbergi út af fyrir sig og þar vann hann öllum stundum, er hann var búinn í bankanum — til miðnættis eða leng- ur. Hann var þess fullviss að einn góðan veður- dag myndi tilraunir hans bera tilætlaðan ár- angur — hann myndi búa til myndaplötu, sem hægt væri að selja þura í umbúðum og myndi losa menn við að gera hana ljósnæma og fram- kalla hana svo að segja á sama augnabliki og myndin var tekin. Hann las um þetta í tímaritum og gerði til- raunir með allt sem hann las. Með hverjum deginum sem leið, snérist líf hans æ meira um þetta eftirlætisstarf hans. Og 'að lokum, eftir tveggja ára stríð og erfiði, fann hann upp þuru ljósmyndaplötuna. Fyrsta „verksmiðjan“ hans var eitt herbergi á lofti fyrir ofan verzlun. Þar byrjaði hann plötuframleiðslu með hjálp aðstoðarmanns. Er hann kom úr bankanum á kvöldin, fór hann til „verksmiðjunnar“ og bjó til efnablöndu, sem aðstoðarmaðurinn rauð á plöturnar næsta dag. Það var ekki sjón að sjá hendur hans á eftir, en eftirspurnin eftir plötunum fór vaxandi, svo að þegar kvenmaðurinn, sem vann við hlið Eastman’s í bankanum, kvartaði undan því, hversu sóðalegar hendur hans væru, þá hafði hann fengið svo mikla trú á unnfinningu sinni, að hann kaus heldur að hætta störfum í bank- anum, en hverfa úr tölu „verksmiðjueigenda". Skömmu eftir að þetta gerðist, sá ljósmynda- vörukaupmaður frá New York, sem var í sum- arleyfi, mann frá Rochester taka myndir með þurplötum Eastman’s. Þær voru þá enn óþekkt- ar fyrir utan Rochester, en New York-búanum varð strax ljóst, hversu dýrmæt vara var hér á ferð og spurðist því fvrir um heimilisfang Eastman’s. Næsta dag kom hann í „verksmiðj- una“ og pantaði vissan fjölda platna mánaðar- lega, er skyldu p'reiðast við afhendingu. En þetta var einmitt það, sem Eastman þurfti til Framhald á bls. 27. 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.