Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Síða 4

Frjáls verslun - 01.05.1939, Síða 4
Slórverzlun í Reykjavík fyrir þrjdtíu árum /yi REIN sú, sem hér fer á eftir, er samkvæmt heimildum mánaðarblaðsins „Óðins“, er Thomsens Magasín var 75 ára 1907. Með því að blað þetta er í fremur fárra höndum, þykir rétt, að endurbirta greinina ásamt myndum þeim, sem henni fylgdu: „Myndirnar 10, sem hér fara á eftir, eru all- ar úr Thomsens Magasíni, en svo er verzlunin nú kölluð. Henni er skipt í fjölda deilda, skyld- ar vörutegundir eru sameinaðar og settar í THOMSENS MAGASIN deildir út af fyrir sig, og hefir engin verzlun hér á landi jafn fullkomna vöruaðgreiningu og ,,Magasínið“. Þar fást allar vörur, sem nöfnum tjáir að nefna, og verzlunin hefir ætíð haft orð á sér fyrir vöruvöndun og áreiðanleik í viðskipt- um. Deildirnar eru um 20, og skulum við nú fara hringferð um Magasínið og skýra það, sem myndirnar sýna. Fyrsta myndin er tekin í Strandstræti, og er stóra húsið á vinstri hönd, með brotna þakinu og fánastönginni, aðalhús verzlunarinnar, og stendur á sama stað og litla húsið frá 1848, sem mynd er hér af. Suðurgaflinn á því húsi snýr út að Lækjartorgi, og þeim megin í því er íbúð konsúlsins, en í norðurhlutanum, sem á mynd- inni sést, er vörubúð. Langa húsið, sem þar er næst, en fjær á myndinni, er verzlunarhús Ný- hafnarverzlunarinnar, sem Thomsen keypti fyr- ir nokkrum árum. Þar næst sést hús frú Odd- nýjar Smith, þá gaflinn á Pósthúsinu, og á bak við turninn á Ingólfshvoli. En húsin sem sjást liægra megin á myndinni, eru eign Thomsens. Hægra megin við götuna sjást meðal annars hestar í rétt. Verzlunin á fjölda marga hesta, og elur marga af þeim árið um kring þar heima til þess að leigja ferðamönnum og bæjarmönnum 4 Ditlev Thomsen konsúll. eftir þörfum. Myndin er tekin á vetrardegi og sést þar á götunni sleði með hesti fyrir. Maður- inn, sem stendur aftan á sleðanum, er Thomsen konsúll, og með honum fjölskylda hans. Önnur myndin sýnir menn inni í aðalskrif- stofu verzlunarinnar. Þar vinna daglega minnst 6 karlmenn og kvenmenn við reikningsfærslu, og verður þó oft að bæta starfsmönnum þar við. Ein stúlkan gerir ekki annað en annast talsím- ana, þeir eru tveir út í bæinn, en 10 út í deildirn- ar. Allar höfuðbækur verzlunarinnar, 19, eru ritaðar þarna, og þar fara fram öll peningavið- skipti aðalverzlunarinnar. Maðurinn, sem situr á stóli, hægra megin á myndinni, er verzlunar- stjórinn, Hannes Thorsteinsson, en á miðri myndinni sést yfir borðinu andlit formanns skrifstofudeildarinnar, Karls Nikulássonar cand. phil., sem verður verzlunarstjóri í sumar, er H. PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.