Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 19
ingsvörur, sem ekki er hægt að telja íslenzk- ar afurðir, hafa menn heimild til að halda í eign sinni. Að þessu leyti getur haft þýðingu að athuga, hvaða munur kann að vera á, „ís- lenzkum afurðum" og ,,öðrum“. Þess hefur áður verið getið, að orðið „aðrar“ í 2. mgr. 1. gr. 1. nr. 73 1937 bendi til þess, að íslenzkar afurðir yrðu í þessu sambandi að teljast vörur. En hugtakið íslenzk afurð er þrengra en vara. Þess vegna verður hugtakið að sæta frekari takmörkunum en síðarnefnda orðið þegar hefur hlotið. Með hliðsjón af þessu má væntanlega segja, að íslenzkar afurðir séu vöru.r, sem annaðhvort eru framleiddar að öllu leyti á íslandi eða hafa hlotið þar þá með- ferð, sem verulegur hluti verðgildis þeirra er undir kominn. Framleiðsla landbúnaðarins og sjávarútvegsins eru einna Ijósust dæmi þessa. Islenzkar iðnaðarvörur mundu og yfirleitt falla hér undir, þótt öll hráefni í þær kynnu að vera flutt inn. Til íslenzkra afurða geta hins- vegar ekki talizt vörur, sem fluttar eru inn í landið og hljóta þar engar eða svo litlar að- gerðir, að óveruleg áhrif hafi á verðgildi þeirra. 2. Þótt erlendur gjaldeyrir sé greiddur fyr- ir „íslenzkar afurðir og aðrar vörur“, er ekki þar með sagt, að menn séu skyldir að láta hann renna til bankanna. Auk þess skilyrðis, að gjaldeyririnn sé greiðsla fyrir þessi ákveðnu verðmæti, krefjast lögin þess, að þau séu flutt til útlanda. Ef þessi verðmæti eru kyrr í land- inu eða þeirra er neytt þar, geta bankarnir því ekki krafist þess erlenda gjaldeyris, sem fyrir þau kann að hafa verið greiddur. Yfir- leitt mundi ekki orka tvímælis, hvenær hægt væri að segja, að verðmætin væru flutt til út- landa. Þó getur afstaða seljanda til útflutn- ingsins vakið nokkurn vafa. Ef seljandi sel- ur vöruna beint til útlanda og greiðsla fer fram þar, er skilyrðinu fullnægt, enda mun þetta vera það tilvik, sem sjerstaklega hefir verið haft í huga, sbr. rg. nr. 56, 1936. En sama yrði væntanlega niðurstaðan, þótt umboðsmaður kaupanda annaðist kaup og greiðslu vörunnar á Islandi, ef seljanda væri eða mætti vera kunnugt um, að varan væri keypt í því skyni aðjflytja hana út. Ef hinsvegar vara er seld á íslandi og greidd með erlendum gjaldeyri þarf seljandi ekki að skila honum til bank- anna, þótt varan sé síðar flutt til útlanda, ef hann hvorki vissi né mátti vita, að svo yrði gert, þegar salan fór fram. C. Hér að framan hefir verið gert ráð fyrir því, að erlenda gjaldeyrisins væri aflað sem endurgjalds fyrir einhver verðmæti og jafn- framt sýnt fram á, hvers kyns þau verðmæti yrðu að vera, til þess að skylt væri að láta gjaldeyrinn fyrir þau renna til bankanna. En hægt er að eignast gjaldeyri endurgjaldslaust. Sem dæmi má nefna gjöf eða arf. Slíkan gjald- eyri eru menn ekki skyldir til að selja bönk- unum. Sama væri að segja um vexti, sem fást fyrir innstæður í erlendum bönkum. D. 1. Nú hefir verið sýnt fram á, hvaða skilyrðum þarf að vera fullnægt, til þess að skylt sje að skila bönkunum erlendum gjald- eyri. Niðurstaðan er í fám orðum sú, að lögin ná einungis til gjaldeyris, sem fengizt hefir fyrir: al íslenskar afurðir, sem fluttar voru til út- landa eftir 9. jan. 193510) til 31. des. 1937, og b) íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda eftir 31. des. 1937. öllum öðrum gjaldeyri hafa menn heim- ild til að halda í eigu sinni. 2. I rg. nr. 7, 1935, 1. gr. 1. mgr. segir, að allir, sem eiga eða eignast erlendan gjaldeyri, hvort heldur er hjer á landi eða erlendis, séu skyldir að láta hann af hendi við bankana fyrir skráð kaupgengi. Til viðbótar því. sem sagt var áður11), má taka það fram, að hvergi í lögunum er hinn minnsti stafkrókur fyrir því, að skylt sé að selja bönkunum bann erlenda gjaldeyri. sem menn kunna að hafa eignast fvrir gildistölu 1. nr. 11, 1935. Fyrir því ákvæði reglugerðar- innar, að allir, sem eiga erlendan gialdeyri, séu skyldir til þess að afhenda hann bönkun- um, er þess vegna ekki hinn minnsti fótur. Hvað því hinsvegar viðvíkur, að allir. sem eignast erlendan gialdeyri, séu skyldir til þess að selja hann bönkunum, þá hefir verið sýnt fram á hér á undan, hvenær sú skylda sé fyrir hendi. Sést á því, að einnig betta ákvæði reglugerðarinnar fer allmjög út fyrir þau tak- mörk, sem lögin setja. III. A. öllum eignarrietti fylgja ákveðnar heimildir. Samkvæmt íslenskum rjetti eru þær taldar fimm: 1. Heimildin til þess að ráða yfir eigninni inn á við og nota hana. 2. Heimildin til þess að ráðstafa eigninni með löggerningi. 3. Heimildin til þess að grundvalla láns- traust sitt á eignum sínum, og birtist hún í því, að skuldheimtumenn geta leitað fullnustu í öllum eignum skuldunauts. 4. Heimildin til þess að láta eignirnar ganga í erfðir. FRJÁLS VERZLUN — MAÍ 1939

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.