Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 37
Hann sást ekki í verksmiðjunni í heilan mánuð. Á þeim tíma hafði hann farið í skyndi til Eng- lands og keypti þar hjá ljósmyndaplötufélagi formúluna, sem bjargaði þeim. Daginn eftir heimkomu hans, var unnið af kappi í verksmiðj- unni. Öllu var borgið! En hurð skall nærri hæl- um og menn geta dæmt af því, hversu Eastman hafði tekið sér þetta nærri, að hann var orðinn gráhærður, er hann kom aftur frá Englandi. Og ekki orðinn þrítugur að aldri. En nú kemur það skrítnasta við þetta allt saman. Eastman komst brátt að því, að fyrstu birgðir hans af hlaupefninu höfðu gengið til þurðar ogmeð nýjum birgðum af því, hætti for- múlan að hafa réttar verkanir. I fyrstu birgð- unum höfðu verið óhreinindi, en ekki í þeim síðari og það voru einmitt óhreinindin, sem gáfu þenna góða árangur. Og það sem var enn skrítn- ara: Hann náði aldrei eins góðum árangri og með fyrstu hlaupefnis-birgðunum. Ef óhreinind- in hefði ekki verið í hlaupefninu, má búast við, að Eastman hefði aldrei orðið sá maður, sem hann varð. Þegar búið var að vinna bug á þessum ei’fið- leikum, snéri Eastman sér aftur að því, að gera ljósmyndatökurnar auðveldari. Það tókst hon- um með því að gera „pappírsfilmur“, sem hægt væri að nota blönduna við og vógu minna, en glerplöturnar, sem þá voru eingöngu notaðar. Það var þessi nýja filma, vafin upp á kefli, sem gerði almúgamönnum fyrst auðið að taka myndir. Filmu þessari var allsstaðar vel tekið og þegar Eastman sá hér tækifæri til að selja hana einnig í öðrum löndum, fór hann að leita sér að vörumerki, sem hægt væri að bera fram á öllum tungumálum heims. Sú leit endaði þann veg, að hann valdi orðið Kodak — sem gert hef- ir nafn hans frægt um allar jarðir. Þessi filma var enn á þróunarskeiði í áttina til „celluloid“-filmunnar, sem nú er notuð, þeg- ar Edison kom að máli við Eastman og spurði, hvort það væri satt, að hann framleiddi gegn- sæar filmur. Eastman kvað svo vera og Edison bað hann þá um filmu í þá vél sína, sem hann nefndi „Minetoscope“ og varpaði myndum á hvítt tjald, ef hægt var að fá gegnsæar filmur. Eastman framleiddi þessa filmu fyrir Edison og í fimm ár unnu þeir að sameiginlegum rann- sóknum á þessu sviði. Þá var Edison búinn að smíða fyrstu ljósmyndasýningar-vélina, en East- man hafði lokið við celluloid-filnuma, sem hleypti ljósunum í gegnum sig og sló þannig tvær flugur í einu höggi: Nú gat ljósmynda- smíðin orðið almenningseign og Edison tekið kvikmyndir. FRJÁLS VERZLUN Það voru því þessir tveir menn — Edison með vélina sína og Eastman með gegnsæu filmuna — sem gerðu hina miklu kvikmyndaframleiðslu mögulega. En þótt svona langt væri komið unni East- man sér engrar hvíldar. Hann færði út kvíarn- ar jafnt og þétt, en vann jafnframt að endur- bótum á öllum sviðum. Næst kom „útdregna“ myndavélin, „linsurnar“ bötnuðu og smám sam- an varð vasa-ljósmyndavélin, sem við þekkjum í dag, að veruleika. Geoi’ge Eastman hafði ætlað sér að græða fé og honum hafði tekizt það. Hann græddi svo mikið, að hann hætti bráðlega að hugsa um pen- inga, en hélt áfram starfi sínu, af því að hann vildi að allir gæti tekið myndir í frístundum sínum, án þess að þurfa að burðast með dráps- klyfjar, eins og hann í Vestur-lndíum forðum. Fyrirtæki hans teygir nú anga sína um allan heim. Stærsta Kodak-verksmiðjan — í Banda- ríkjunum — tekur yfir 2 </o km.2 og er 120 bygg- ingar frá 7—14 hæðir að stærð. Þar tekur t. d. ein deild verksmiðjunnar við tuskum og breytir þeim í myndapappír, önnur býr til öskjurnar utan um filmurnar o. s. frv. Silfur-bronsíð eða silfurklóríð eru notuð til að gera filmurnar ljósnæmar og sú verksmiðju- deild notar meira silfur en nokkuð annað fyrir- tæki í Bandaríkjunum, að myntsláttu hins opin- bera undanskilinni. Hvorki meira né minna en um 325 þús. km. af kvikmyndafilmum eru framleiddar árlega hjá Kodak. Sumarið 1928 tilkynnti Eastman enn nýja framleiðslu — filmur er gæti tekið lit- myndir. Önnur hlið filmunnar er þá þakin smá örðum, og þær drekka í sig aðallit þess, sem myndin er tekin af. Og enn síðari uppfinning þessa „töframanns" gerir öllum, sem aðeins taka kvikmyndir sér til skemmtunar, — kleift að taka litmyndir án þess að breyta þurfi vél- unum að nokkru leyti. Og öll þessi víðfeðma starfsemi — verksmiðj- urnar í Bretlandi eru jafnstórar þeim, sem eru í Bandaríkjunum, — er ávöxtur verka u.ng; bankaþjóns, sem hóf starfsemi sína í smáher- bergi með einum aðstoðarmanni. George East- man hefir sannað heiminum, að því eru engin takmörk sett, hve langt má komast með hinni réttu hugmynd — elju og áhuga.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.