Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 7
Segist konsúllinn hafa fengið ákúrur hjá ýmsum fyr- ir stofnun matvörudeildarinnar, með því að bændum þyki verðið of lágt, en bæjarmönnum of hátt. En á þess- ari deild kveðst hann hafa tapað stórum, einkum fyrsta árið, og svo sé um flest þau fyrirtæki, sem hann fái mestar ákúrur fyrir, en sliku vill oft við bregða, þegar um framtakssama menn er að ræða. Samkomuhús hefir verzlunin útbúið í haust sem leið í húsi, sem hún keypti nýlega við Lækjartorg, milli Ný- hafnar og íslandsbanka. Það hús átti áður Kristilegt félag ungra manna og hélt þar samkomur sínar. Magasínið sér sjálft fyrir lýsingu og- hreinsun á göt- unum í kring um sig. Slökkvitól og eldsvoðabjörgunaiv tæki hefir það einnig sjálft, eina stóra dælu, margar handdælur og auk þess slökkviáhöld i hverju einasta herbergi í öllum húsunum. Þetta, sem hér hefir verið sagt, er aðeins örstutt yfir- lit, og er niargs ógetið. En þetta mun þó nægja til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hve marga hluti ber NýlenduvörudeilcLin. fyrir augu á hringferð þeirra um Magasínið, og hve margbreyttar vistarverur séu þar. 126 menn hafa þar nú fasta atvinnu, en auk þeirra er þar að öllum jafnaði fjöldi daglaunamanna“. Þannig endar frásögn „Óðins“ um hinar ýmsu deildir í Thomsens Magasini, en ýmsir gamlir Reykvíkingar hefðu þar án efa mörgu við að bæta. Matardeildin. Thomsens-feðgar Stofnandi Thomsens Magasíns var Ditlev Thomsen, eldri, afi Thomsens yngra, þýzkur maður að ætt. Hann varð fyrst verzlunarstjóri í Keflavik 1827, en fluttist hingað til Reykjavíkur 10 árum síðar, 1837, og fór þá að verzla sjálfui', fyrst í Austurstræti en siðan í Hafn- arstræti, og byggði húsið á Lækjartorgi, sem hér fylg'ir mynd af, 1848. Mann var kvæntur íslenzkri konu. ■— Lengi var hann hér í bæjar- stjórn og gat sér þar góðan orðstír. Hann var ör í lund eins og þeir ættmenn fleiri. Hann drukknaði á „Sölöven“ 1858. Sonur hans, er þá tók við verzluninni, Hans Theo- dor August Thomsen, sem H. T. A. Thomsen. mynd er hér af, var fæddur í Keflavík 1834 og ólst upp hjá föður sínum þar og hér í Reykjavík, en gekk siðan í skóla í Kaupmannahöfn. Hann bjó hér í mörg ár, fyrst eftir að hann tók við verzluninni, en flutti síðan til Kaupmannahafnar, og var heimiii hans þar þekkt fyrir gestrisni. Hann var mjög vel metinn maður og hinn áreiðanlegasti í öllum viðskipt- um, og efldist verzlunin mjög um hans daga. Hann dó i Kaup- mannahöfn 1899, en hafði skipað svo fyrir, að lílt hans skyldi flutt til Reykjavikur. — Sonur hans, Ditlev Thomsen konsúll, varð síðan eigandi verzlunarinnar og var það þar til hún hætti í stríðsbyrjun. Ditlev Thomsen fæddist í Reykjavík 1867 en fluttist til Kaupmannnahafnar með foreldrum sínum 4 ára gamall. Hann kom þó ungur aftur hingað til lands og var þá fyrst á Eyrarbaklca og síðar í Reykjavík. Hann var mað- ur viðförull og vel menntaður. Um skeið var hann for- stjóri „Hinnar islensku eimskipaútgerðar", sem var skammlíft fyirtæki, en ekki mun það hafa verið Thom- sen að kenna. Ditlev Thomsen tók við verslun föður síns að honum látnum og gerðist brátt umsvifamikill. I félagslífi Reykjavíkur var Thomsen mjög áberandi, því hann var að eðlisfari ötull maður og fi'amgjarn. Um slceið var hann formaður Kaupmannafélagsins og Reykjavíkurklúbbsins. Hann var einn helsti styrktar- maður Verslunarskólans. Thomsen var einn helsti hvata- maður að stofnun Verslunarmannafélags Reykjavikur, fyrsti formaður þess og slðar heiðursfélagi. Var V. R. mikill stuðningur að því á fyrstu árum sínum að eiga svo traustan styrktannann sem Thomsen konsúll var. Thomsen fluttist til Kaupmannahafnar, er hann hætti verzlun og andaðist þar árið 1937. FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.