Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 9
verið veitt frá Clearing-löndum, aðallega Þýzka- landi, fyrir þær vörur, sem hægt var að kaupa þaðan, alveg án tillits til þess hve mikið dýrari þær voru. En verðlag á ýmsum stærri vöruteg- undum, svo sem miðstöðvartækjum og radiator- um, hefir þannig orðið 25%—35% hærra en í frjálsum innkaupum. Hefir gjaldeyrisnefnd lát- ið umkvartanir innflytjenda hér um þetta eins og vind um eyru þjóta, þangað til nú í ársbyrj- un, eins og síðar mun skýrt frá, þó að vitanlegt sé, að aðrir innflytjendur, og þá sérstaklega kaupfélög innan S. í. S. hafi fengið að gera inn- kaup sín á annan og hagfelldari hátt. — Oftast nær hefir orðið óhæfilega langur drátt- ur á úthlutun leyfa. — Afgreiðslutími á flestu byggingarefni er það langur, að innflytjendur verða að gera innkaup sín áður en þeir vita nokkuð um leyfin. Fyrir árið 1939 hefir verið ákveðin sú tilhögun fyrir Reykjavík, að skipta árinu í tvö sex mánaða úthlutunartímabil. Leyfi þau, sem úthlutað var fyrir fyrri hluta ársins eru dagsett 24. marz, það er þegar úthlutunar- tímabilið er nálega hálfnað. Höfðu byggingar- efnaverzlanir orðið að gera ýmsar pantanir fyr- ir áramót, sérstaklega á hitunartækjum, svo að hægt væri að hita upp þau hús, sem í smíðum voru í vetur, og vinna að múrsléttun innanhúss, og síðan málningu. Var þá ekki um annað að gera en að panta þessar vörur frá Þýzkalandi, því að engin svör fengust frá nefndinni um það, hvort nokkuð yrði veitt annars staðar frá. — Fengust svo bráðabirgða-innflutningsleyfi fyrir þeim þegar þær komu. En þegar hin reglulegu leyfi voru gefin út 24. marz, kom það í ljós, að í þetta sinn var helmingur leyfanna frá Belgíu. Þá var farið að hita upp 15—20 hús með þýzk- um tækjum, sem flutt höfðu verið inn á bráða- birgðaleyfi, og sem voru um 25—33% dýrari. Á þessu ári er ráðgert að skera niður inn- flutning á byggingarefni til Reykjavíkur ennþá frekar en áður. Þegar þetta er skrifað er ástand- ið þannig hér, að leyfi þau, sem veitt hafa verið fyrir fyrri hluta ársins, hafa nokkurnveginn nægt til að fullgera þau hús, sem hafa verið í smíðum í vetur, og verður lokið í vor. — Hefir nokkur afgangur orðið af sumum vörutegund- um, en aðrar ekki hrokkið til. — Að tilhlutun iðnaðarmanna hefir farið fram skýrslusöfnun, og er nú vitað um að minnsta kosti 60 hús, sem ráðgert er að byggja hér í sumar, en ekki kom- ast af stað fyrr en þá síðari hluta ársins, ef engin bót verður ráðin á þessu ástandi. Sem dæmi um upphæð þá, sem úthlutað er byg'gingarefnaverzlunum hér fyrri hluta árs, miðað við 1933, skal eg nefna: FRJÁLS VERZLUN Þakjárn ........ ca. 13,5% (= 27% allt árið) Sement ........... — 14 % (=28% allt árið) Timbur ........... — 18 % (= 36% allt árið) Miðst.tæki ....... — 10 % (= 20% allt árið) Auk þess mun vera ætluð sérstök upphæð til verkamannabústaða, sem í ráði ef að byggja. Er þetta miðað við krónutölu (fyrir gengisfall- ið), en verðlag er hærra nú en 1935, og verður því hlutfallstalan mun lægri að því er magnið snertir. — Um innflutningsmagn til innflytj- enda annars staðar á landinu er erfitt að fá glöggar upplýsingar. Þó má geta þess, að Björn Ólafsson, sem á sæti í gjaldeyrisnefnd, skýrði svo frá á síðasta verzlunarþingi, að árið 1936 hefði S.Í.S. talið sanngjarnt, að það fengi 13l/2% af heildarinnflutningi byggingarefna, en fái á þessu ári 28% af ráðgerðum innflutningi. Þar við bætist svo sérstakt leyfi til Nýbýlasjóðs, 300 þús. krónur, sem af kunnugum er talið ná- lega allt ganga til S.Í.S., og verður þá hluti þess allt að 33% af heildarinnflutningnum. Samkvæmt niðurstöðutölum og flokkun gjald- eyrisnefndar hefir innfl. byggingarefna verið eins og hér greinir: 1933: .......... Kr. 6.733.000 1935 .......... Kr. 6.183.000 1936 .......... Kr. 5.771.000 1937: .......... Kr. 7.412.000 1938: .......... Kr. 6.955.000 en þetta ár á að sögn að skera hann niður í 5 millj. krónur. Væri nú ekki hollt fyrir gjald- eyrisnefnd að bera þessar tölur saman við hlut- fallstölur innflytjenda í Reykjavík. Og þeir Reykvíkingar að minnsta kosti, sem sæti eiga í nefndinni, mættu spyrja sjálfa sig að því, hvort þeir geti kinnroðalaust beitt völdum sín- um eða látið hafa sig til þess að svifta atvinnu um aðalbyggingartímann bæjarbúa sem hafa þúsundir manna á framfæri sínu, og vita jafn- framt um það, að nú sigla víða að öðrum höfn- um landsins knerrir hlaðnir förmum af bygg- ingarefni. Því að sú ástæða, sem meirihluti gjaldeyrisnefndar alltaf ber fram, að ekki sé hægt að veita meiri innflutning hingað vegna gjaldeyriserfiðleika, verður ekki tekin gild með- an úthlutun er framkvæmd eins og nú á sér stað. — Eg hefi ekki getað komizt að því, að neinum ákveðnum reglum sé fylgt í úthlutun leyfa fyrir byggingarefni. — Höfðatölureglan virðist ekki gilda, heldur ekki kvótaregla, nema þá í skipt- ingu innbyrðis milli verzlana á sama stað, og að því er snertir Reykjavík, er það allra fjarst Framhald á bls. 27. 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.