Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 10
PÉTUR ÓLAFSSON : Heimspó 1_I eildarmynd af viðskiptaástandinu í heim- -*■ inum sýnir að yfirleitt eru uppgangs- tímar. í ýmsum löndum er þetta þó misjafnt og ekki síður í ýmsum atvinnugreinum. í öllum at- vinnugreinum hráefnaframleiðslu og iðnaðar, sem skyldar eru vígbúnaðinum eru blómatímar. 1 mörgum eða flestum öðrum atvinnugreinum er kyrrstaða. Þetta út af fyrir sig er bending um þá staðreynd, að uppgangsstímarnir eru ekki „eðlilegir" ef litið er á þá frá sjónarmiði hinnar eðlilegu hringrásar viðskiptalífsins. En hver svo sem orsökin er, þá er það ekki svo þýðingarlítið í hinum pólitísku átökum milli þjóða og þjóðasamsteypa, sem nú eiga sér stað, að geta stuðst við viðskiptalegan kraft. Þetta gildir ekki síst um Frakkland, hið klassiska land gengislækkunar og innisetuverkfalla. Fyrir að- eins nokkrum árum virtist frönsku þjóðinm vera að blæða út. Hið ískyggilega alþjóðaástand á síðastl. ári, hefir gert nýjum mönnum, sem tekið hafa að sér forystu í landinu, kleift að losa sig við Leon Blum „experimentið" og safna kröftum Frakklands að nýju. 40 stunda vinnu- vikan hefir verið afnumin. Hvenær myndi það hafa verið hægt, ef ekki hefði verið haldið að verklýðsfélögunum hættunum sem steðja að Frakklandi í alþjóðamálum? Afnumin hafa líka verið hin taumlausu útgjöld til opinberra fram- kvæmda. Þar með hefir gengishrunið verið stöðvað og endir bundinn á fjárflóttann. ★ ★ í Englandi, „verkstæði heimsins“, vinna verksmiðjurnar fyrir fullum krafti. Síðan í janúar hefir atvinnuleysingjum fækkað um 400 þús. manns. Síðastliðinn vetur fór atvinnuleysið stöðugt vaxandi, þar til það náði hámarki í janúar. Atvinnuleysingj ar voru þá orðnir yfir 2 miljónir, eða fleiri en nokkru sinni 4 síðastl. ár. Nú eru þeir 1.6 miljónir, eins og þeir hafa ver- ið fæstir. Engum blöðum þarf um það að fletta hver orsök þessara uppgangstíma er. Bretar veria nú yfir 50 miljón krónum á dag til víg- búnaðar. ★ ★ Ég hefi áður í þessum dálk lýst búskap Þjóð- verja, björtu hliðunum á honum og Akkilesar- litík og viðskipti hælnum, þ. e. gjaldeyrisskortinum og nauðsyn þeirra að flytja út. í þessu tilliti virðast Þjóð- verjar eiga við vaxandi örðugleika að stríða, þar sem verzlunarjöfnuður þeirra hefir fyrstu mánuðina í ár verið mun óhagstæðari en sömu mánuði í fyrra. Óhagstæður verzlunarjöfnuður er talsvert alvarlegra mál fyrir Þjóðverja en t. d. Breta. Bretar eiga sinn stóra kaupskipaflota, og ekki þó síður gífurlegt fjármagn út um all- an heim. Vextir af þessu fjármagni og farm- gjöld, eiga stóran þátt í að rétta við greiðslu- jöfnuð þeirra. Hjá Þjóðverjum snýst þetta al- veg við. Þeir verða að greiða mikla Vexti af erlendu lánsfjármagni, bæði til Englands og Bandaríkjanna. Að sumu leyti standa Þjóðverjar í sömu spor- um og við íslendingar, þegar um verzlunarjöfn- uð er að ræða. Þeir halda því fram, að þeir þurfi að hafa hagstæðan verzlunarjöfnuð, til þess að geta staðið undir skuldabyrði sinni. En þeir þurfa undir öllum kringumstæðum að geta flutt út, til þess að geta haldið búskap sín- um gangandi með aðfluttum hráefnum. Þess- vegna er það líka hættulegt frá alþjóða póli- tísku sjónarmiði, ef alvarlegur kyrkingur kem- ur í útflutningsverzlun þeirra. Þeir kunna þá að grípa til óvanalegra ráðstafana. ★ ★ Litlu munu stórþjóðirnar láta sig varða um það, hvernig okkur íslendingum reiðir af, — því að um ísland er það gam- all og nýr sannleikur, að „sykki það í myrkan mar, myndu fáir gráta“. í síðastliðnum mánuði hafa fyrstu fregnirnar verið að berast af við- reisnarstarfinu á Spáni, hjá hinni gömlu höf- uðviðskiftaþjóð okkar. Belgiska stjórnmála- manninum og bankamanninum, van Zeeland, sem var til skamms tíma forsætisráðherra í Belgíu, hefir verið falið að semja um 800 miljón króna lán hjá hollenskum, belgiskum og frönsk- am bönkum fyrir Franco. Það eru þó lítil líkindi til að hið væntan- lega lán breyti á nokkurn hátt stefnu Francos í viðskiftamálum. Þar er kjörorð hans: jafnvirðiskaup. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.