Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 35
Kodak-konungurinn frh. af bls. 15 þess að geta fæi't út kvíarnar og hann tók því pöntuninni fegins hendi. I nokkra mánuði lék allt í lyndi. Svo kom veturinn og New Yoi’k-kaupmaðurinn keypti alltaf sömu tölu platna, enda þótt mjög fáar myndir væri teknar að vetrarlagi. George Eastman komst því að þeirri niðurstöðu, að hann mundi bráðlega geta stækkað verksmiðj- una sína. En svo kom vorið og með því óhappið. Við- skiftavinir, sem keyptu plöturnar, sem höfðu verið allan veturinn í verzluninni í New York, kvörtuðu undan því, að þær tæki ekki góðar myndir. Kaupmaðurinn reyndi nokkrar plötur sjálfur og myndirnar voru allar þokukenndar. Hann fór því til Eastman’s til þess að komast að orsökinni. Þetta var fyrsta vitneskjan, sem Eastman fékk um það, að plöturnar þyldi ekki eilífðaf geymslu. En satt var það — hlaupefnið eltist og varð ónýtt með aldrinum. Þetta var mikið áfall og það hafði annað verra Byggingarvöruverslunin frh. af bls. 9 sanni, að þörfin sé látin ráða. — Reykjavík tek- ur nú við allri fólksfjölgun á landinu. Hingað þarf langmest efni til viðhalds eldri húsum, og byggingariðnaður er hvergi á landinu sambæri- legur. — Síðastliðinn vetur var haldinn þingmálafund- ur í kauptúni á Norðurlandi, og kom þar fram svohljóðandi tillaga: „Þar sem framleiðsla hefir alls ekki aukizt í höfuðstaðnum í hlutfalli við fólksfjölgun, en fá- tækraframfæri og atvinnubótafé hefir stórauk- izt, þá lítur fundurinn svo á, að hinar auknu húsabyggingar í Reykjavík séu frá þjóðhags- legu sjónarmiði glapræði, eins og nú standa sak- ir, og skorar fundurinn því á þing og stjórn að hlutast til um, að dregið verði úr innflutningi byggingarefnis til Reykjavíkur“. Fundarmönnum þar nyrðra þótti hér hvort- tveggja skorta, vit og heilindi, og felldu tillög- una. En það er engu líkara en að meirihluti gjaldeyrisnefndar sé sammála þessum vitringi. Reykjavík, í maí 1939. Óskar Norðmann. í för með sér. Því að nú kom upp sú spurning, hvor ætti að bera tjónið af hinum ónýtu plöt- um, sem kaupmaðurinn hafði keypt. Þær höfðu allar verið keyptar og greiddar í góðri trú. Hvorki Eastman né kaupmaðurinn hafði vitað, að þær mundu verða einskis nýtar. En þær urðu það nú samt. Sumir ungir menn mundu nú ef til vill hafa reynt að skjóta sér undan því að endurgreiða féð. En George Eástman leit á sjálfan sig sem stóran framleiðanda og vissi, að mesti kostur manns í hans stöðu væri að reynast heiðarleg- ur í viðskiptum. Hann tók því hverja einustu plötu aftur og endurgreiddi hvern eyri. Hann stóð næstum félaus eftir, en kaus það heldur, en að þurfa að finna upp einhverja logna af- sökun. Hann hafði nú tekið sér félaga, til þess að geta fært út kvíarnar og þeir tóku þegar til óspiltra málanno, við að græða það aftur, sem tapast hafði, en vöruðu hvern einasta kaupanda við því, að plöturnar héldust ekki óskemdar nema vissan tíma. Um alla Ameríku ræddu menn og rituðu um burplötu Eastman’s. Það var mikið útlit fyrir það, að hann myndi verða sterkefnaður fyrir þrítugsaldur. En þá kom mesta áfallið, sem hann varð nokkru sinni fyr- ir. Einn daginn lét hann sig dreyma um frægð og sigra — næsta dag stóð hann andspænis al- gerðu hruni og tortímingu. George Eastman var lítið meira en dreng- hnokki þegar þetta skeði og fáir drengir myndu hafa horfst í augu við eyðileggingu lífs síns með meiri hugprýði. Eastman’s-blandan — upp- finningin, sem hafði gert þui'plötuna að veru- leika — hætti skvndilega að starfa. Plöturnar urðu verðlausar. Og það sem verra var: Gallinn fannst ekki, þrátt fyrir hina nákvæmustu rann- sókn. Dag og nótt rannsakaði Eastman „formúl- una“ — hvað eftir annað. Hann blandaði efnin á sama hátt og aðrir: Allt var eins, nema plöt- urnar — þær tóku engar myndir. Öll kaup á plötunum hætti — eins og hvirfilbylur hefði lagt allt í auðn. Hann gat ekki búið til eina einustu plötu, ekki grætt einn eyri, fyrri en hann fyndi lausn vandamálsins. Algert hrun vofði yfir hon- um og hjálparmönnum hans. Þeir lokuðu verk- smiðjunni meðan Eastman vann á rannsókna- stofunni og með hverjum deginum sem leið urðu þeir örvæntingarfyllri. Það var eins og efnasam- setningin hans hefði aldrei verið notuð við plöt- urnar. Og ef svo var, hvers vegna vuru sömu efni og aðferðir til einskis nú? Einn góðan veðurdag hvarf Geoi'ge Eastman. PRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.