Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 18
B. Af þessum ástæðum er því mjög þýðing- armikið að gera sér ljóst, hvað felst í orðunum íslenzkar afurðir og aðrar vörur, sem fluttar eru til útlanda". Skal hér nú leitazt við að skýra það nokkuð. 1. Fyrsta skilyrðið er, að um sé að ræða „ís- lenzkar afurðir og aðrar vörur“. Eins og orða- lagið sýnir, veltur mest á, hvernig hugtakið vara er skýrt. f lögunum sjálfum er það ekki gert, en af ýmsu má þó ráða, hvað í því muni felast. a. í almennu máli eru aðeins hlutir taldir til vara. Að svo sé einnig í gjaldeyrislögunum sézt m. a. á því, að í rg. nr. 7, 1935, 4. gr. 1. mgr., 1. tbl., sbr. rg. nr. 56, 1936, er talað um tölu eða magn varanna. Hlutir eru yíirleitt talin öll ópersónuleg líkamleg verðmæti, sem geta verið háð eignarráðum manna. Af þessu lejðir, að fjölda mörg verðmæti verða þegar af þessn um ástæðum ekki talin til vara, og erlendan gjaldeyri, sem fyrir þau kann að fást, er engin skylda að selja bönkunum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi slíkra verðmæta. Peningar sem gjaldmiðill eru ekki taldir hlutir og geta því ekki fallið undir hugtakið vara. Það leiðir þó af einkarétti bankanna til að verzla með erlendan gjaldeyri, að óheimilt er að afla sér hans á íslandi gegn greiðslu í ís- lenzkum peningum. Og vegna útflutnings- bannsins á íslenzkum gjaldeyri, mundu menn baka sér refsiábyrgð, ef þeir flyttu út íslenzk- an gjaldeyri og öfluðu sér erlends gjaldeyris fyrir hannö). Hitt er annað mál, hvort heimilt væri að ógilda slíka löggerninga eftir á og gera erlenda gjaldeyrinn upptækan. Af 6. gr. 1. mgr. i. f. leiðir, að óheimilt mundi að gera slík- an erlendan gjaldeyri upptækan. Hvað því hinsvegar viðvíkur að gera löggerninginn ó- gildan, þá mundi hæpið að heimila það, þar sem ekkert ákvæði er til í lögum fyrir því. Engin verðbréf eru talin til hluta, og falla þau því ekki undir hugtakið vara. Erlendan gjaldeyri, sem menn afla sér fyrir sölu á þeim, þurfa þeir ekki að selja bönkunum. Þar sem lögin sanna ekki útflutning á verðbréfum, og þar sem þau verða yfirleitt ekki talin til gjaldeyris*1), er heimilt að flytja þau til út-, landa og selja þau þar. Til vara er ekki hægt að telja neinskonar vinnu eða verk, og endurgjald fyrir slíkt, sem greitt kynni að vera í erlendum gjaldeyri, eru menn ekki skyldir að láta renna til bankanna. Af þessu leiðir, að t. d. læknir eða lögfræðing- ur, sem greitt fengi fyrir starf sitt í erlendum gjaldeyri, gæti haldið honum í eigu sinni. Sama FRJÁLS VERZLUN — MAÍ 1939 er að segja um verzlunarmenn, sem fá kunna provision greidda í erlendum gjaldeyri. Endur- gjald fyrir siglingar, farmgjöld, sem greitt kynni að vera í erlendum gjaldeyri, lyti sömu reglu. Ólíkanleg verðmæti (res incorporales), svo sem rithöfundaréttindi, uppfinningar, firmu og vörumerki teljast ekki til vara, af því að þau falla ekki undir það, sem nefnt er hlutur. Sama er að segja um alls kyns kröfuréttindi. Fram- sal á þeim til útlanda er ekki bannað7), og því möguleiki fyrir hendi að afla sér erlends gjald- eyris á þann hátt. b. Það leiðir af því, að vörurnar eru „flutt- ar“ til útlanda, að einungis hreyfanlegir hlutir geta talizt til vara. Fasteignir falla því ekki undir hugtakið. Ef útlendingur keypti íslenzka fasteigns) og greiddi andvirði hennar með er- lendum gjaldeyri, þá væri seljandi ekki skyldur að láta hann renna til bankanna. Sama er að segja um það, ef útlendingur tæki fast- eign á leigu og greiddi afgjaldið með erlend- um gjaldeyri. Þó að skip lúti að lögum mjög svipuðum reglum og fasteignir, mundi ekki heimilt að taka þau undan hugtakinu hreyfan- legir hlutir í þessu sambandi a. m. k. c. Það sézt á ýmsu, sbr. sérstaklega rg. nr. 56, 1936, að vörur eru einungis þeir hreyfan- legir hlutir, sem almennt eru andlag verzlun-* arviðskipta. Mun það og raunar felast í orð- inu í almennu tali. Af þessum ástæðum geta ekki talist til vara, t. d. gömul bréf eða not- aðar vasabækur. Hlutir, sem algerlega er bannað að versla með9) mundu því ekki held- ur teljast til vara. Þótt verzlun með ýmsa hluti sé hinsvegar einhverjum takmörkunum háð, en samt ekki algerlega bönnuð, þá girðir það ekki íyrir, að þeir séu taldir til vara. d. Lögin tala um íslenzkar afurðir og „aðr- ar“ vörur. Auðkennda orðið sýnir, að lögin gera ráð fyrir, að íslenzkar afurðir teljist til vara, enda mundi oftast svo vera. Þegar at- huga skal, hvaða gjaldeyri menn séu skyldir að skila bönkunum eftir núgildandi lögum, veltur þess vegna mest á því, hvernig hugtak- ið vara er skýrt. En nú er svo mál með vexti, að orðin „og aðrar vörur“ komu fyrst inn í lög nr. 73, 1937, sem gengu í gildi 31. des. 1937. f 1. nr. 11, 1935, sem þangað til giltu um þessi efni, var að eins talað um „íslenzkar af- urðir“. Þar sem nú engin ákvæði eru í lögum, sem skylda menn til að selja bönkunum þann gjaldeyri, sem þeir hafa eignazt fyrir gildistöku laganna, þá leiðir af þessu, að þeim gjaldeyri, sem fengist hefur til 1. jan. 1938 fyrir útflutn-

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.