Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 25
Ritinu hefir borizt nýútkomið hefti tímarits, sem gefið er að nokkru út að tilhlutun utanríkismálastjórn- ar Belgíu, og nefnist „La Expansion Belge“. Tímarit þetta er um verzlun og framleiðslu, sérstaldega með til- liti til Belgíu, og er afarvel útgefið. Hefti þetta byrjar á grein um ísland og fylgja með mjög fagrar myndir héðan. Er lýst verzlun landsins á mjög greinagóðan og réttan hátt. Um verzlun Islands og Belgíu segir, að hún mundi nú töluverð, ef ekki væru hinar miklu hömlur á verzlun milli þjóðanna, því Belgía sé samkeppnisfær um margar vörur við þau lönd, sem nú verzli mest við ísland. * Verzlunarmenn! Leitið til Ráðningarskrifstofu Verzl- unarmannafélagsins í Mjólkurfélagshúsinu ef yður vant- ar starfsfólk eða eruð atvinnulaus. Fyrirtæki, sem þurfa á starfsmanni að halda, geta sparað sér auglýsingar með því að leita til skrifstofunnar. A. m. k. ættu allir að leita til skrifstofunnar áður en þeir auglýsa. * Með síðasta hefti ritsins var kaupendum sent eyðu- blað til útfyllingar fyrir nýja kaupendur, og voru það tilmæli útgefenda að hver kaupandi útvegaði 5 eða fleiri nýja kaupendur. Ymsir hafa brugðizt vel við þeirri málaleitun, en sem eðlilegt er, þá er nokkru ósldl- að enn, en það er von útgefenda, að sem allra flestir útvegi nýja kaupendur. „Frjáls verzlun“ heitir á alla verzlunarmenn og aðra, sem styðja vilja ritið, að útvega nú þegar nýja kaupendur, og senda skrifstofu Verzlun- armannafélagsins í Mjólkurfélagshúsinu nöfn þeirra og heimilisföng. * í þessu hefti birtist mjög athyglisverð grein eftir Ósk- ar Norðmann stórkaupmann um byggingarvöruverzlun í Reykjavik síðustu ár. Víða hefir þrengt að vegna haft- anna, en það er vafamál, að þau hafi á nokkru sviði skapað meiri örðugleika og atvinnuskort heldur en ein- mitt í byggingariðnaðinum. Það vita allir Reykvíking- ar, sem nokkuð hafa komið nálægt byggingum, hversu útvegun nauðsynlegs efnis og tækja er fádæma erfið og ótrygg. Dæmi eru jafnvel til, og þau ekki fá, að reynt hefir verið að útvega til Reykjavikur bygg- ingarefni norðan af Akureyri eða austan úr Arnes- sýslu! Það er krafa, sem byggist bæði á sanngirni og brýnni þörf, að breytt verði um stefnu hvað viðvíkur úthlutun gjaldeyris og innflutningsleyfa fyrir þessum vörum, eða að innflutningur þeirra verði gefinn frjáls. Hér á undan er lýst íslenzkri stórverzlun fyrir 30 árum og mun marga undra, sem ekki muna Thomsens Magasín, hve það hefir verið fullkomin verzlun. Margir munu óska þess, að slík verzlun væri nú til, því aftur- FRJÁLS VERZLUN FRJÁLS VERZLUN MÁNAÐARRIT ÚTGEFANDI: VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR FORMAÐUR: FRIÐÞJÓFUR Ó. JOHNSON RITSTJÓRI: EINAR ÁSMUNDSSON RITNEFND: BJÖRN ÓLAFSSON . PÉTUR ÓLAFSSON VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON SKRIFSTOFA í HAFNARSTR. 5 (MJÓLKUR- FÉLAGSHÚSINU, HERBERGI 16—17). SÍMI 5293. — OPIN KL. 9. F. H. TIL KL. 5 E. H. ÁSKRIFTARGJALD 5 KRÓNUR. LAUSASALA 50 AURAR ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. förin er greinileg, a. m. k. um mörg atriði. Af myndunum sést, að allar búðarhillur eru fullar af vörum, og mundu t. d. vefnaðarvörukaupmenn þakka fyrir, ef svo liti nú út í þeirra verzlunum. En verzlun Thomsens mun hafa verið of stór. Reykjavík þess tima gat ekki borið hana uppi, og hún hlaut því að hverfa úr sögunni, en það er einkennilegt að hugsa til þess, að ein stærsta og fjöl- breyttasta kaupmannaverzlun, sem nokkurn tíma hefir verið rekin á Islandi, skyldi líða undir lok fyrir 30 ár- um, og engin jafnumfangsmikil risa upp í hennar stað. Verzlunarsaga Islands er enn óskráð, og er hætt við, að margt merkilegt úr þeirri sögu sé týnt og tröllum gefið fyrir vanhirðu og skilningsleysi. Á víð og dreif i söfnum erlendis eru merkileg skjöl viðvíkjandi vei’zlun- inni hér á liðnum öldum, og má í því sambandi nefna virðingargerðir á húsum, innanstokksmunum og vör- uni verzlunanna hér, þegar Almenna verzlunarfé- lagið hætti 1773, en virðingin fór fram að tilhlutun danska rentukammersins. Sigurður Skúlason magister rakst á skjöl þessi í Ríkisskjalasafninu danska, en þau hafa aldrei verið birt. Er í þeim mikill fróðleikur um verzlunina hér á þessum tíma, því að allt er týnt til, smátt og stórt, sem til var í fórum verzlananna, og svo hús þeirra. Húsaverð Hafnarfjarðarverzlunarinnar nam t. d. 1563 ríkisdölum, innanstokksmunir 122 ríkisd. og 42 skildingum, en vöruverðið var alls 3297 ríkisd. og 27% sk. Meðal vefnaðarvöru þeirrar, sem talin er, er: Plyds (pluss), flónel, blátt vestfalskt léreft, Úlzinger léreft (líklega frá Úlzen í Hannover), bládröfnótt léreft, hör- léreft, Kattún, hvítt og blátt, Danziger strigi, lýbskur strigi, silkiklútar. 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.