Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.05.1939, Qupperneq 21
hann verzlaði með þær. Engir löggemingar mortis causa falla undir hugtakið verzlun. Slíka löggerninga geta menn því gert viðvíkjandi gjaldeyri sínum eins og öðrum eignum. 4. Að afsala þurfi verðmætinu að öllu leyti, þ. e. að eigendaskipti verði að eigninni, til þess að löggemingurinn geti talizt verzlun, virðist felast í orðinu í almennu tali. Það er ekki talin verzlun, þótt eign sé t. d. veðsett eða leigð. Þess vegna hafa þo'r, sem erlendan gjaldeyri eiga, heimild til að stofna til sérstakra réttinda yfir honum í þágu annars manns. Af þessum ástæð- um er t. d. heimilt að veðsetja, lána og taka að láni erlendan gjaldeyri. 5. Þá er heldur ekki hægt að tala um verzlun, nema eitthvert endurgjald komi fyrir það verð- mæti, sem ráðstafað er með löggeraingi. Að gefa eign sína yrði ekki kallað að verzla með hana. I daglegu tali er hinsvegar hægt að tala um verzlun, bótt eudu'-gjaldið sé greitt í öðru en gjaldmiðli. Skipti eru líka kölluð verzlun. Að þessu leyti skilur á milli merkingar orðsins í almennu máli og í lögunum, eins og nú verður sýnt. 6. Ýms ákvæði laganna og reglugerðanna virðast svna, að með orðinu verzl i sé aðeins átt við bá ráðstöfun á erlendum gjaldevri. har sem endurgjaldið fvrir hann er greitt með íslenzk- um gialdmiðli. 1 reglugerðunum er aðeins minnzt á bær ráðstafanir á erlendmn gjaldevri. sem nefndar eru ,,kaup“ og „sala“, sbr. t. d. rg. nr. 7, 1935, 2. gr., 1, mgr. og rg. nr. 115, 1) Rg. nr. 129, 31. des. 1937 kveður svo á í 1. gr.: „Fyrst um sinn, þangað til öðruvisi verður ákveðið, gilda ákvæði rg. nr. 7, 11. jan. 1935, um gjaldeyris- verzlun, innflutning o. fl, ásamt breytingum og viðauk- um á þeirri reglugerð 7. marz 1935, 7. maí 1935, 27. júlí 1936 og 11. okt. 1937“. Við þessa upptalningu ber þess að gæta, að rg. 7. marz 1935 var felld úr gildi með rg. nr. 115, 11. okt. 1937, sbr. 4. gr. Þar sem rg. nr. 129, 1937 telur báðar þessar rg. eiga að vera í gildi, verður vafalaust að líta svo á, að ráðherra hafi sézt yfir, að búið var að fella rg. 7. marz 1935 úr gildi, og rg. 11. okt. 1937 komin í hennar stað. 1. gr. rg. nr. 129, 1937 verður því að lesa eins og „rg. 7. marz 1935“ stæði þar ekki. 2) Þegar hér og síðar er talað um „bankana“, er átt við Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands h.f., sem hafa einkarétt til að verzla með erlendan gjaldeyri. 3) Ráðherra er því óheimilt að veita einstökum mönn- um eða fyrirtækjum svonefnda frjálsa valútu, ef henn- ar er aflað fyrir þau verðmæti, sem greinin nefnir. Því síður hefir gjaldeyrisnefnd þennan rétt. Bankarnir geta ekki heldur leyst menn undan þessari skyldu. Einka- 1937, 2. gr., eða ráðstafanirnar falla undir þessi hugtök, þótt ekki séu þær nefndar þessum nöfn- um, sbr. 1. nr. 73, 1937, 2. gr., rg. nr. 7, 1935, 1. gr. 1. mgr. og rg. nr. 115, 1937, 1. gr., 1 mgr. Af þessu virðist mega ráða, að einkaréttur bank- anna nái aðeins til þess að vera annar aðili við kaup eða sölu á erlendum gjaldeyri. Um kaup og sölu er því aðeins talað, að and- virði hins keypta eða selda sé af kaupanda greitt í íslenzkum gjaldmiðli. Sé endurgjaldið fólgið í öðrum verðmætum, t. d. vöru eða vinnu, er lög- gerningurinn ekki nefndur kaup. Þessari sömu takmörkun verður hugtakið verzlun að sæta í því sambandi, sem hér um ræðir. Þessi niðurstaða er hreint ekki óeðlileg, eftir því sem á undan er gengið. Það væri lítt skilj- anlegt, að heimila mönnum að gefa erlendan gjaldeyri, en banna þeim hinsvegar að afla fyrir hann einhverra verðmæta, sem sjálfum þeim og þjóðfélaginu gæti orðið að notum. Af bessu leiðir, að eigendur erlends gjald- eyris geta aflað sér hverskyns verðmæta fyrir hann, — nema íslenzks gjaldmiðils hjá öðrum en bönkunum. Þeir geta t. d. ferðast fyrir hann í útlöndum og greitt allan viðurgerning með honum.18)' Um erlendar vörur ber þess samt að gæta, að þótt menn hafi heimild til að verja hinum erlenda gjaldeyri sínum til greiðslu á þeim, þá er ekki heimilt að flytja þær inn nema með leyfi gjaldeyris- og innflutningsnefndar, sbr. upphaf 2. gr. 1. nr. 73, 1937 og rg. nr. 7, 1935, 6. gr. 1. mgr. réttur þeirra til gjaldeyrisverzlunar og skyldan aö setja þeim ákveðinn gjaldeyri, er ekki lögfest í þágu þeirra út af fyrir sig, heldur til að stuðla að hagkvæmri nýt- ingu hins erlenda gjaldeyris í þágu viðskipta fslands við aðrar þjóðir. 4) f 4. gr. rg. nr. 7, 1935, sbr. rg. nr. 56, 1936, erp sett ákvæði, sem stuðla eiga að þessu. 5) Hafi menn átt íslenzkan gjaldeyri í útlöndum, áð- ur en bannað var að flytja hann út, væru þeir vítalaus- ir af að kaupa sér útlendan gjaldeyri fyrir hann. Ann- að mál er, að auðvelt væri sjálfsagt ekki að koma slík- um kaupum í kring, þar sem bannað er að flytja ís- lenzkan gjaldeyri inn í landið. 6) Ákvæði rg. nr. 115, 1937, 3. gr., 1. mgr. á auðsjá- anlega að hafa stoð í 1. mgr. 1. gr. 1. nr. 73, 1937, þar sem bannað er að flytja til og frá útlöndum íslenzkan gjaldeyri Ákvæði rg. er því einskonar skýring á því hugtaki. En þar gengur rg. of langt. Orðin „skuldbind- ingum, sem hljóða um greiðslu í íslenzkri mynt eða eiga að greiðast í íslenzkum peningum“, fela í sér miklu meira en lagt er i hugtakið gjaldeyri í almennu máli. Hvað verðbréfum viðvíkur, eru þau ekki heldur í laga- FRJÁLS VERZLUN — MAÍ 1939

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.