Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 31
Þrjú hundruð ráð handa sölumönnum. jþað er til sölustjóri í New York, sem hefir getið sér góðan orðstír fyrir bækur, sem hann hefir samið handa sölumönnum. Hann heitir Harry Simmons og síðasta bókin hans „How to get the Order“, sem nefna mætti á íslenzku: „Hvernig á að selja“? „Það má segja“, segir hann, „að maður sé hálfnaður að selja vöru sína, ef væntanlegum kaupanda fellur vel við mann. Til að ljúka söl- unni þarf svo aðeins heilbrigða skynsemi. En ég tek það fram, að kaupandanum á ekki að falla vel við mann, þó hann sé góðlegur eða laglegur á svipinn. Nei, sölumaðurinn á að vera glaður í bragði, fullur af áhuga fyrir starfi sínu og þekkja það út í yztu æsar. Hafi hann þetta til brunns að bera, hlýtur jafnvel hinum erfiðasta kaupanda að falla vel við hann“. Allt of margir sölumenn, segir Simmons, reka rétt nefið inn úr gættinni, án þess að hafa nokk- uð hugsað sér hvað þeir ætti að segja. Þeir „koma með bæn á vörum, í stað fast- ákveðinnar ráðagerðar í huganum“. „Ég hefi trú á því að selja vörurnar í hug- anum kaupandanum, sem ég ætla að fara að bjóða þær. Löngu áður en ég fer til hans hefi ég kynnt mér verzlun hans, stöðu hennar og það sem hann vanhagar um. Þetta legg ég á minnið og jafnframt hugsa ég mér, hvernig ég ætla að haga orðum mínum. Þá er „hervæðingu“ minni lokið“. Það er líka oft hægt að ljúka kaupunum sjálf- krafa, ef sölumaðurinn spyr eitthvað á þessa leið: „Hvaða lit kjósið þér?“ „Haldið þér ekki, að þetta sé bezta gerðin?“ „Hvenær í mánuði er yður hentugast, að fá það?“ „Hversu mikið hafið þér af hverri tegund?“ í lok bókarinnar telur Simmons upp 57 ráð eða „áminningar“: Sumar eru á þessa leið: FRJÁLS VERZLUN Minnist þess, að verðlagið er ekki það atriði, sem mest á veltur. Viðskiptavinurinn hugsar fyrst um gæði og endingu vörunnar og hvort hún er ný. Minnist þess, að góð söluræða er sjaldan hald- in til einskis. Kaupandinn man lengur eftir henni, en þér eftir honum. Sá er góður sölumaður, sem tekur öllum mót- bárum með brosi og kann góð svör við þeim. Talið ekki við væntanlegan viðskiptavin, eins og þér væruð að „tala yfir honum“. Hann verð- ur væntanlega vinur yðar. „Talið þér yfir“ vin- um yðar? Verið ekki að hugsa um, að fá stærra sölu- svæði. Þér uppskerið eftir því sem þér sáið og ef þér stækkið sölusvæði yðar, þá verðið þér og að leggja meiri vinnu í það. Þetta er bezta bók, sem út hefir komið í Am- eríku fyrir sölumenn. Sjö töfraorð Það eru til sjö töfraorð, sem hafa orðið til þess, að margur maðurinn hefir brotið sér braut til frama í iðnaði og verzlun. Þessi sex töfraorð eru: — Hvers vegna skyldi ég ekki komast hærra? Þessi orð vekja metorðagirnd með mönnum. Þeir fara að hugsa um framtíð sína, hvers þeir eru megnugir í þessum heimi. Ef þeir hafa til þessa látið allt veltast eins og það vildi, þá verða þessi orð til þess að menn gera sér það ljóst, að þeir geti orðið annað og meira en þeir eru. — Hvers vegna skyldi ég ekki komast hærra? Þegar ungur maður segir þetta við sjálfan sig, þá tekur hann ákvörðun. Já, hvers vegna ekki hann? Þúsundir manna hafa sigrast á miklum byrj- unarerfiðleikum. Þeir hafa brotist áfram. Þeir hafa orðið áhrifamenn sinnar kynslóðar. — Hvers vegna skyldi ég ekki komast hærra? Sá, sem heyrir þessi orð, mun eiga bágt með að gleyma þeim. Hann endurtekur þau ósjálf- rátt, þangað til viljinn kemur til sögunnar og maðurinn fer að sækja fram. Hann byrjar á því að læfa. Hann byrjar með því að auka verðmæti sjálfs sín. Hann eykur á þekkingu sína. Þá svarar hann réttilega þessari spurningu: — Hvers vegna skyldi ég ekki komast hærra? 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.