Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 33
Hvernig þau eiga ekki að vera. AÐ er hægara að gagnrýna en að skapa. Gagnrýni er engu að síður nauðsynleg, því hún hvetur til vandvirkni og getur verið lær- dómsrík, ef hún er sanngjörn og öfgalaus. 1 þessari grein ætla eg að nota rúmið til að „stilla upp“ verzlunarbréfi með ýmsum göllum og gagnrýna svo þá helstu þeirra. Þetta er að vísu hægur leikur, en þó ekki með öllu þýðingar- laus. Bréfið er svohljóðandi: —- Yér viðurkennum hjer með að hafa mót- tekið yðar heiðraða bréf frá 3ja júlí. Vér biðjum yður að afsaka, hve langan tíma það hefir tekið okkur að svara yður, en það stafar af því, að undirritaður er nýkominn heim úr langri ferð um Suður-Evrópu. Vér höfum því miður ekki getað fengið áreið- anlegar uppl. viðvíkjandi öðru atriðinu í fyrir- spurn yðar, en um hitt atriðið — kommission- ina — er það að segja, að hún er ákveðin 3%. Strax og vér höfum aflað oss upplýsinga um fyrra atriðið, skulum vér síma yður þær upp- lýsingar, sem vér höfum fengið. Um leið og vér biðjum yður að afsaka þann seinagang, sem orðið hefir á svarinu, kveðj- um vér yður. Með virðingu. Hvað er nú helzt athugavert við þetta bréf? Ef við rennum augunum yfir það, rekumst við strax á áberandi smekkleysu — sem sé, að þrjár fyrstu greinarnar byrja allar eins — á orðinu vér. Að vísu er ekki hægt að segja, að þetta sé villa í bréfinu, en það er áferðarljótt. Mönnum hættir við að nota orðin eg, við og vér fullmikið eftir greinaskil, og í þessu bréfi þarf önnur greinin að byrja á öðru orði, ef vel á að vera. Hún getur t. d. byrjað þannig: Biðjum vér yð- ur, o. s. frv. Þessi breyting er til mikilla bóta fyrir heildarútlit bréfsins. í fyrstu greininni rekum við augun í ósam- ræmi í stafsetningunni, þar sem ýmist er notað é eð j, en aðeins annaðhvort ætti að vera. ,,Að FRJÁLS VERZLUN hafa móttekið yðar heiðraða bréf“ er bein þýð- ing úr dönsku. Réttast væri að segja: Að hafa fengið heiðrað bréf yðar. „Frá 3ja júlí“ er held- ur ekki gott. f staðinn fyrir ,,frá“ má nota „dag- sett“, og raðtölur er eðlilegast að skrifa ein- göngu í tölustöfum með punkti á eftir, en ekki að vera að binda saman tölustafi og bókstafi. Önnur greinin lýsir óglöggri hugsun. Ástæð- an fyrir því, að svarið hefir tafizt er ekki sú, að bréfritarinn sé nýkominn heim, heldur að hann hefir verið fjarverandi, og það, hvort hann hafi verið á ferðalagi í Suður-Evrópu er gjörsamlega óviðkomandi efni bréfsins. Helztu gallarnir í þriðju málsgrein er skamm- stöfunin á orðinu upplýsingar, sem lýsir hroð- virkni, og orðið kommission í stað umboðslaun. Þetta orð er allmikið notað í verzlunarmálinu, en alveg að ástæðulausu, þar sem íslenzka orðið nær hugtakinu. Fjórðu málsgrein má stytta um sex síðustu orðin án þess að hún missi nokkurs við. Þetta er óþarfa mælgi, og aðeins til lýta. Um síðustu greinina er það að segja, að henni er alveg ofaukið. Kveðjan ein nægir. Það er áð- ur búið að biðja afsökunar á drættinum og það er nægilegt. En ef greinin er látin fljóta með, þá á kveðjan að byrja á litlum staf, en ekki stórum, því hún er hluti af síðustu setningu bréfsins. Hér hefir þá í stuttu máli verið bent á stærstu gallana við þetta bréf og þeir hafa reynzt ærið margir. Og við erum vonandi sammála um það, að svona eigi verzlunarbréf ekki að vera. Konráð Gíslason. Kenningar og staðreyndir. Kommúnistakenning: Verkamenn í auðvalds- löndunum eru arðrændir. Þeir verðskulda hærri laun. Staðreynd í Rússlandi: I opinberum skýrsl- um rússneskum eru meðallaun þar í landi talin 2760 rúblur á ári. Það eru 775—780 kr. Kommúnistakenning: Konur eiga ekki að þurfa að vinna þyngstu erfiðisvinnu. Staðreynd í Rússlandi: Konur vinna í vega- vinnu, námum, grjótnámi o. s. frv. Kommúnistakenning: Allir menn eru jafnir og eiga að hljóta jafnhá laun. Staðreynd í Rússlandi: Launin eru í flokkum. Verksmiðjustjóri getur fengið þrettán sinnum hærri laun en lægst launaði verkamaðurinn. Þetta verður úr kommúnistakenningunum, þegar reynt er að breyta þeim í staðreyndir. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.