Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 13
Kodak-konungurinn George Eastman yrir rúmlega 60 árum var ungur bankaþjónn í Rochester í New York-ríki kallaður á fund bankastjórans og gefin áminning fyrir það, að hann kom alltaf til vinnu með allskonar litabletti á höndunum og fingrunum. — Ég get ekkert að því gert, svaraði hann. — Efnin, sem ég nota við ljósmyndatilraunir mínar, skilja alltaf eftir þessi merki, hversu gætinn sem ég er. Bankastjórinn var fullur samúðar, en svona mátti þetta ekki ganga — og endirinn á sam- talinu varð sá, að hinum unga manni var sagt, að annað hvort yrði hann að hætta við ljós- myndatilraunir sínar, eða hætta störfum hjá bankanum að öðrum kosti. Hann hugsaði málið, tók í sig kjark og sagði upp bankastöðunni, því að hann kaus heldur að verða að berjast við fátækt, en hætta við ljósmyndatilraunir sínar, sem hann hafði tekið ástfóstri við. Hálfri öld síðar — árið 1926 — var þessi bankaþjónn orðinn miljónamæringur og eigandi stóreflis verzlunarfyrirtækis, sem var þekld um allar jarðir. Þá gaf hann sjúkrahúsi í London 200 þús. sterlingspund til þess að koma upp tannlækningadeild, og um líkt leyti hélt hann upp á 72. fæðingardaginn sinn með því að leggja af stað til Austur-Afríku til þess að fara á dýra- veiðar. Milli þessara tveggja tímatala lá ferill banka- þjónsins, George Eastman’s, og hann var ærið viðburðaríkur. Upphaf þessa frægðarferils var löngunin til þess að græða fé. George Eastman var hagsýnn piltur og hann notaðist ekki við draumóra til að halda líftór- unni í frægðarvoninni, þegar öll sund virtust lokuð, eins og títt er um unga uppfinningamenn. Faðir hans hafði dáið ungur, en hann hafði stofnsett einn fyrsta verzlunarháskóla Banda- ríkjanna. Um nokkurra ára skeið gátu þau FRJÁLS VERZLUN mæðgin lifað af tekjunum af skólanum, en brátt urðu þær að engu og þá varð George Eastman — fjórtán ára — að leita sér atvinnu hið bráð- asta til þess að hjálpa bóður sinni. Er hann hafði haft vinnu á einum eða tveim stöðum, komst hann að sem yngsti maður í Rochester-útbúi banka eins. Þar hafði hann á- gætan tíma til að virða viðskiftavinina fyrir sér og brjóta heilann um það, hversvegna sumir ætti alltaf nóg af peningum, en aðrir litla eða enga. Peningar og þörfin fyrir þá, nær það eina, sem Eastman hugsaði um í þá daga og hann komst brátt að þeirri niðurstöðu, að ef hann ætlaði sér eitthvað meira en rétt meðalkaup, þá yrði hann að losna úr bankanum og finna aðrar leiðir til þess að vinna fyrir heimilinu. Hann var alltaf að hugsa um það, hvernig 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.